Færslur: Ferðamálastofa

Fjórtan sinnum fleiri farið um Keflavíkurflugvöll
Fjórtán sinnum fleiri farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli í janúar á þessu ári en í fyrra, eða 68 þúsund manns. Tæplega fjórðungur þeirra voru Bretar og um fimmtungur Bandaríkjamenn.
10.02.2022 - 16:46
Um 75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember
Um það bil 75 þúsund erlendir farþegar héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli í nóvember sem er svipaður fjöldi og var í nóvember árið 2015. Bandaríkjamenn og Bretar töldu þriðjung þess fjölda. Um 47% fleiri Íslendingar hafa flogið brott gegnum Keflavík á þessu ári en því síðasta.
Ótækt að landeigendur stöðvi umbætur í Reynisfjöru
Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir hluta landeigenda hafa staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar betrumbætur. 
Ferðaþjónustan illa í stakk búin fyrir niðursveiflu
Ætla má að glataður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 vegna Covid-19 faraldursins sé tæpir 150 milljarðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem Ferðamálastofa birti í dag.
Réttindi ferðafólks tryggð með Ferðatryggingasjóði
Ferðatryggingasjóður, nýtt tryggingakerfi fyrir pakkaferðir, sem á að tryggja betur rétt neytenda, leysir nú gildandi kerfi af hólmi. Stjórn sjóðsins hefur þegar fundað og falið Ferðamálastofu að skipuleggja starfsemina.
Spegillinn
Hálfur milljarður eftir af ferðagjöfinni
Enn eru ónýttur um hálfur milljarður króna vegna ferðagjafarinnar sem staðið hefur öllum eldri en 18 ára til boða frá því í júní í fyrra. Fram til mánudags er mögulegt að nýta og sækja um gjöfina. Á þriðjudag stendur ný ferðagjöf síðan til boða.
Spegillinn
3 þúsund gosferðamenn á dag
Ferðamálastjóri segir að ef allt gangi eftir megi búast við að um þrjú þúsund erlendir ferðamenn leggi leið sína í haust daglega að gosinu í Geldingadölum. Undirbúningur við að bæta aðgengi að gosstað er í fullum gangi.
Teikn á lofti um að gosið laði að sér erlenda ferðamenn
„Fjöldi þeirra sem komið hafa til Íslands frá útlöndum í mars er svipaður og mánuðina á undan þó að upp á síðkastið hafi orðið vart við örlitla fjölgun,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við fréttastofu. Tölfræði um mars liggi þó ekki endanlega fyrir.
Sérstakur ferðatryggingasjóður í bígerð
Með nýju frumvarpi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er lagt til að sett verði á laggirnar nýtt tryggingakerfi fyrir pakkaferðir sem á að leysa gildandi kerfi af hólmi. Frumvarpið er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Fæstir þingmenn hafa nýtt Ferðagjöfina sína
Tíu þingmenn af 63 segjast hafa nýtt Ferðagjöfina sína í sumar. Langflestir hafa enn ekki nýtt hana og vita ekki hvort eða þá hvernig það skuli gert. Einungis einn ráðherra vildi svara fyrirspurn fréttastofu um ráðstöfun inneigninnar. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Flokks fólksins voru duglegastir að svara. 500 milljónir hafa nú þegar verið nýttar úr ríkiskassanum í formi Ferðagjafarinnar.
13.09.2020 - 15:54
32 ferðaskrifstofur sóttu um lán í ferðaábyrgðasjóð
Alls sóttu 32 ferðaskrifstofur um lán í ferðaábyrgðasjóð áður en frestur til þess rann út um mánaðamótin. Fimm þeirra hafa verið afgreiddar.
Sótt um endurgreiðslulán upp á vel á annan milljarð
Umsóknir ferðaskrifstofa um lán í ferðaábyrgðasjóð nema samtals vel á annan milljarð króna. Tuttugu umsóknir hafa þegar borist til Ferðamálastofu og von er á fleirum.
Morgunútvarpið
Fjöldi gististaða býður upp á sóttkvíarþjónustu
Sextíu gististaðir eru komnir á skrá Ferðamálastofu um staði sem taka við ferðalöngum sem þurfa að dvelja í sóttkví við komuna til landsins milli skimana. Hertar reglur taka gildi á miðvikudaginn.
Myndskeið
Smit í 0,04 prósent tilfella á landamærunum
Ferðamannasumarið í ár er danskt og þýskt, fleiri Danir heimsóttu Ísland nú í júlí en á sama tíma í fyrra. Af 86 þúsund sýnum sem hafa verið tekin úr ferðamönnum bið komuna hafa 39 greinst með COVID-veiruna.
11.08.2020 - 19:21
Um 4,5 milljarðar út úr ferðaábyrgðasjóði
Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í nýjan ferðaábyrgðasjóð í þessari viku. Ferðamálastjóri býst við því að um hundrað ferðaskrifstofur sæki um lán til að endurgreiða pakkaferðir. Í heild eigi lánveitingarnar eftir að nema um 4,5 milljörðum króna. 
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Þjóðverjar og Danir meirihluti erlendra farþega
Þýskir ferðamenn voru 20 prósent erlendra brottfararfarþega frá Íslandi í júní eða 1.182. Næst flestir voru Danir, 1.050 manns eða um 18 prósent. Um helmingur brottfararfarþega voru íslenskir, um 47 prósent miðað við 25 prósent á sama tíma í fyrra.
Segir hróplegt ósamræmi í úthlutun úr framkvæmdasjóði
Sveitarstjóri Blönduósbæjar gagnrýnir úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og segir hróplegt ósamræmi í henni. Af 500 milljónum runnu tæpar 34 til verkefna í landshlutanum.
Bíða eftir grænu ljósi frá þríeykinu
Ferðamálastofa undirbýr markaðsátak þar sem Íslendingar verða hvattir til að ferðast innanlands, en ekki verður hægt að hefja herferðina fyrr en Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa gefið grænt ljós á ferðalög.
27.04.2020 - 12:34
40% færri Kanar en 25% fleiri Kínverjar í janúar
Þrettán prósent færri erlendir ferðamenn fóru frá Íslandi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er annað árið í röð sem brottförum frá Keflavíkurflugvelli fækkar í janúar.
10.02.2020 - 15:39
Pólskir og bandarískir ferðamenn ánægðastir
Pólskir og bandarískir ferðamenn voru ánægðastir með dvölina á Íslandi af þeim ferðamönnum sem sóttu landið heim í júlí. Ferðamönnum sem sögðust myndu mæla með Íslandi sem áfangastað fjölgaði í júlí miðað við sama mánuð í fyrra.
03.09.2019 - 15:15
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 2,2 prósent
Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll undanfarna tólf mánuði fjölgaði um 2,2 prósent í fyrra. Þriðjungur ferðamanna sem hingað komu voru með bandarískt ríkisfang og fjölgar þeim mest milli ára.
23.05.2019 - 09:24