Færslur: Ferðamálastofa

Um 4,5 milljarðar út úr ferðaábyrgðasjóði
Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í nýjan ferðaábyrgðasjóð í þessari viku. Ferðamálastjóri býst við því að um hundrað ferðaskrifstofur sæki um lán til að endurgreiða pakkaferðir. Í heild eigi lánveitingarnar eftir að nema um 4,5 milljörðum króna. 
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Þjóðverjar og Danir meirihluti erlendra farþega
Þýskir ferðamenn voru 20 prósent erlendra brottfararfarþega frá Íslandi í júní eða 1.182. Næst flestir voru Danir, 1.050 manns eða um 18 prósent. Um helmingur brottfararfarþega voru íslenskir, um 47 prósent miðað við 25 prósent á sama tíma í fyrra.
Segir hróplegt ósamræmi í úthlutun úr framkvæmdasjóði
Sveitarstjóri Blönduósbæjar gagnrýnir úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og segir hróplegt ósamræmi í henni. Af 500 milljónum runnu tæpar 34 til verkefna í landshlutanum.
Bíða eftir grænu ljósi frá þríeykinu
Ferðamálastofa undirbýr markaðsátak þar sem Íslendingar verða hvattir til að ferðast innanlands, en ekki verður hægt að hefja herferðina fyrr en Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa gefið grænt ljós á ferðalög.
27.04.2020 - 12:34
40% færri Kanar en 25% fleiri Kínverjar í janúar
Þrettán prósent færri erlendir ferðamenn fóru frá Íslandi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er annað árið í röð sem brottförum frá Keflavíkurflugvelli fækkar í janúar.
10.02.2020 - 15:39
Pólskir og bandarískir ferðamenn ánægðastir
Pólskir og bandarískir ferðamenn voru ánægðastir með dvölina á Íslandi af þeim ferðamönnum sem sóttu landið heim í júlí. Ferðamönnum sem sögðust myndu mæla með Íslandi sem áfangastað fjölgaði í júlí miðað við sama mánuð í fyrra.
03.09.2019 - 15:15
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 2,2 prósent
Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll undanfarna tólf mánuði fjölgaði um 2,2 prósent í fyrra. Þriðjungur ferðamanna sem hingað komu voru með bandarískt ríkisfang og fjölgar þeim mest milli ára.
23.05.2019 - 09:24