Færslur: Ferðamálastjóri

Gosið laðar að ferðamenn
Gosið í Meradölum mun laða erlenda ferðamenn til landsins segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri, fyrir liggur að byggja upp aðstöðu og utanumhald fyrir ferðamenn við gosstöðvarnar til lengri tíma.
Ferðamálastjóri bjartsýnn á metveltu í ár
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í júní var nærri helmingi meiri en í sama mánuði í fyrra. Hún hefur ekki verið meiri frá upphafi mælinga. Ferðamálastjóri býst allt eins við að 2022 verði metár í kortaveltu erlendra ferðamanna.
Staðfestir eineltismál en ekki tilefni til áminningar
Niðurstaða samskiptaráðgjafa staðfestir einelti af hálfu ferðamálastjóra. Ekki þótti tilefni til að víkja honum úr starfi eða veita áminningu og verður hann að óbreyttu skipaður til næstu fimm ára.
Hvalveiðar geti fækkað haust- og vetrarferðamönnum
Viðbúið er að hvalveiðar sem hafnar eru á ný eftir þriggja ára hlé gætu dregið úr haust- og vetrarferðamennskunni. Þetta segir  Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri sem hefur fengið töluvert af tölvupóstum utan úr heimi þar sem veiðarnar eru gagnrýndar. Bandaríski fréttamiðillinn CNN fjallaði um  helgina um hvalveiðar Íslendinga og gagnrýni á þær. 
27.06.2022 - 09:20
Áhrifin af takmörkunum minni en gert var ráð fyrir
Áhrifin af takmörkunum sem stjórnvöld gripu til fyrir viku eru minni en gera hefði mátt ráð fyrir, segir ferðamálastjóri. Rúmlega tvö hundruð flugvélar lenda á Keflavíkurflugvélli um og eftir helgi. Ekki er að sjá neina breytingu á fjölda farþega í flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.
Júlí betri fyrir ferðaþjónustuna en ætlað var
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri óttast ekki að fréttir af aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi valdi afbókunum ferðamanna til skamms tíma.