Færslur: Ferðamálaráðherra
Segir mikilvægt að vera í samræmi við önnur lönd
Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að samræma reglur á landamærunum við reglur annars staðar. „Þannig að þegar fólk er að bóka fríið sitt þá sé ekki of mikill munur á því sem er hér og því sem er erlendis,“ segir Lilja.
31.01.2022 - 13:07
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
22.08.2021 - 18:26
Skoða handahófskennda athugun á vottorðum í Leifsstöð
Til skoðunar er að taka upp handahófskennda athugun á bólusetningarvottorðum erlendra ferðamanna í Leifsstöð. Ferðamálaráðherra og forstjóri Icelandair segja ástandið í komusal Leifsstöðvar óboðlegt.
11.08.2021 - 21:04
Vonar að lönd fari að horfa á annað en fjölda smita
Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.
27.07.2021 - 12:33
Hildur sækist eftir 3. til 4. sæti í Reykjavík
Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
12.05.2021 - 09:08
Hertar aðgerðir ekki áfall fyrir ferðaþjónustuna
Ferðamálaráðherra segir að hertar aðgerðir á landamærum valdi ekki miklum skaða hjá ferðaþjónustunni. Dómsmálaráðherra segir breytingar á litakóðunarkerfi skapa eins mikinn fyrirsjáanleika og unnt sé.
20.04.2021 - 22:28
Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu gesta við gosið
Ráðgert er að Grindavíkurbær setji upp salernisaðstöðu, útbúi bílastæði og setji upp skilti og merkingar við aðkomuna að gosinu í Geldingadölum.
26.03.2021 - 16:58
Sérstakur ferðatryggingasjóður í bígerð
Með nýju frumvarpi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er lagt til að sett verði á laggirnar nýtt tryggingakerfi fyrir pakkaferðir sem á að leysa gildandi kerfi af hólmi. Frumvarpið er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
08.03.2021 - 17:05
Fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs frestað
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til 1. desember. Fyrsti gjalddagi átti að vera 1. mars næstkomandi.
26.01.2021 - 10:50
Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn svokallaði á Norðurlandi var opnaður í dag með formlegum hætti í Jökulsárgljúfrum. Þó um nýja ferðamannaleið sé að ræða segir samgönguráðherra að á sama tíma sé þessi leið almennt mikil samgöngubót.
06.09.2020 - 20:41
BSÍ verður lokað eftir helgi
Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segist vonast til að minnisblað ferðamálaráðherra, þar sem fram kemur að huga verði að sértækum mótvægisaðgerðum í þágu ferðaþjónustunnar, verði til þess að gripið verði til aðgerða til að rétta hlut hennar.
27.08.2020 - 19:28
Þórdís Kolbrún vill ekki afhenda kvittanir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, neitar að afhenda afrit af reikningum fyrir þjónustu í heilsulind á Hilton Nordica, sem heyrir undir Icelandair hotels, síðasta laugardag. Fréttastofa óskaði eftir því við ráðherrann fyrr í dag að hún afhenti afrit af reikningum í ljósi þess að vinkvennahópur hennar naut sérstakra fríðinda hjá hótelinu. Í svari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ráðherrann hafi greitt uppsett verð.
18.08.2020 - 21:20
Fyrirmælum um tveggja metra reglu verður breytt
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir ljóst að breyta þurfi upplýsingum á covid.is til að tryggja samræmi milli upplýsingavefsins og nýjustu auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Sóttvarnalæknir sagðist í dag telja að ferðamálaráðherra hefði ekki brotið sóttvarnarlög á laugardagskvöld þegar hún skemmti sér með vinkonum sínum.
17.08.2020 - 17:07
Bjarni: Hegðun ferðamálaráðherra „óheppileg“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hegðun iðnaðar- og ferðamálaráðherra á laugardag hafi verið óheppileg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem er varaformaður flokksins, fór með vinkonum sínum út að borða og í búðir á Laugaveginum.
17.08.2020 - 12:20
Vonbrigði en nauðsynleg ákvörðun
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði að þótt ákvörðunin um að skima alla farþega tvisvar, með sóttkví á milli, væri vonbrigði í sjálfu sér væri hún nauðsynleg. Þetta hafi mikil áhrif á ferðamenn og mikilvægt sé að þessi ákvörðun sé sífellt til endurskoðunar og hægt verði að fara til baka eins fljótt og auðið er.
14.08.2020 - 15:02
Segir komur ferðamanna margfalda líkur á faraldri
Ljóst er að smitið sem dreifist nú um samfélagið barst hingað yfir landamærin, og sennilega með aðeins einum farþega. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu.
10.08.2020 - 11:26