Færslur: Ferðamálaráðherra

Myndskeið
Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn svokallaði á Norðurlandi var opnaður í dag með formlegum hætti í Jökulsárgljúfrum. Þó um nýja ferðamannaleið sé að ræða segir samgönguráðherra að á sama tíma sé þessi leið almennt mikil samgöngubót.
Myndskeið
BSÍ verður lokað eftir helgi
Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segist vonast til að minnisblað ferðamálaráðherra, þar sem fram kemur að huga verði að sértækum mótvægisaðgerðum í þágu ferðaþjónustunnar, verði til þess að gripið verði til aðgerða til að rétta hlut hennar.
Þórdís Kolbrún vill ekki afhenda kvittanir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, neitar að afhenda afrit af reikningum fyrir þjónustu í heilsulind á Hilton Nordica, sem heyrir undir Icelandair hotels, síðasta laugardag. Fréttastofa óskaði eftir því við ráðherrann fyrr í dag að hún afhenti afrit af reikningum í ljósi þess að vinkvennahópur hennar naut sérstakra fríðinda hjá hótelinu. Í svari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ráðherrann hafi greitt uppsett verð.
18.08.2020 - 21:20
Fyrirmælum um tveggja metra reglu verður breytt
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir ljóst að breyta þurfi upplýsingum á covid.is til að tryggja samræmi milli upplýsingavefsins og nýjustu auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Sóttvarnalæknir sagðist í dag telja að ferðamálaráðherra hefði ekki brotið sóttvarnarlög á laugardagskvöld þegar hún skemmti sér með vinkonum sínum.
Bjarni: Hegðun ferðamálaráðherra „óheppileg“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hegðun iðnaðar- og ferðamálaráðherra á laugardag hafi verið óheppileg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem er varaformaður flokksins, fór með vinkonum sínum út að borða og í búðir á Laugaveginum.
Vonbrigði en nauðsynleg ákvörðun
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði að þótt ákvörðunin um að skima alla farþega tvisvar, með sóttkví á milli, væri vonbrigði í sjálfu sér væri hún nauðsynleg. Þetta hafi mikil áhrif á ferðamenn og mikilvægt sé að þessi ákvörðun sé sífellt til endurskoðunar og hægt verði að fara til baka eins fljótt og auðið er.
Segir komur ferðamanna margfalda líkur á faraldri
Ljóst er að smitið sem dreifist nú um samfélagið barst hingað yfir landamærin, og sennilega með aðeins einum farþega. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu.