Færslur: Ferðalög
Ardern heldur til fundar við bandaríska ráðamenn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst einkum ræða viðskipti og málefni ferðaþjónustu við nokkra öldungadeildarþingmenn. Ardern kveðst jafnframt umhugað um að sjónum verði beint að öryggismálum á Kyrrahafi.
23.05.2022 - 05:20
Varar við útbreiðslu apabólu í Evrópu
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu varar við að tilfellum apabólu kunni að fjölga mjög í álfunni næstu mánuði. Vitað er að sjúkdómurinn hefur skotið sér niður í átta ríkjum.
21.05.2022 - 01:15
Breki Karlsson: Fákeppni bankanna bitnar á korthöfum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kallar eftir samkeppni milli banka varðandi þóknanir við notkun kreditkorta í útlöndum. Hann segir enga samkeppni nú um stundir.
18.05.2022 - 06:30
Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
02.05.2022 - 00:10
Bjóða lúxusferð með loftbelg hátt upp í heiðhvolfið
Margir leggja land undir fót um páska en nokkur fjöldi fyrirtækja undirbýr nú ferðalög hátt upp í heiðhvolf jarðar. Áhuginn virðist nokkur en fyrirtækið sem býður ferðirnar hefur selt nokkuð margar ferðir.
17.04.2022 - 11:51
Bandaríkin heimila sendifulltrúum að yfirgefa Shanghai
Bandaríkjastjórn ákvað í dag að heimila því starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna við ræðismannskrifstofuna í kínversku borginni Shanghai að halda þaðan. Jafnframt var ákveðið að ráðleggja frá ferðalögum til Kína vegna harðra samkomutakmarkana.
09.04.2022 - 00:25
Óku 2.200 kílómetra norðan heimskautsbaugs
Tveir Íslendingar tóku þátt í 2.200 kílómetra löngum jeppaleiðangri samtakanna Transglobal Car Expedition frá Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut.
29.03.2022 - 11:03
Grunur um sviksemi við greiningu PCR-prófa í Svíþjóð
Grunsemdir um sviksemi sænska einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Doktorgruppen við töku og greiningu PCR-prófa styrkjast enn. Glæparannsókn stendur yfir, um tuttugu eru grunaðir og nokkrir eru í haldi.
13.02.2022 - 07:17
Banni á flugferðum til Marokkó aflétt í febrúar
Banni við öllum flugferðum til Norður-Afríkuríkisins Marokkó verður aflétt 7. febrúar næstkomandi. Þarlend stjórnvöld ákváðu að grípa til bannsins til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
28.01.2022 - 03:00
Alþjóðaflugstöðin í Færeyjum stækkuð verulega
Til stendur að stækka flugstöðina við alþjóðaflugvöllinn í Færeyjum verulega. Þær framkvæmdir eru hluti af enn umfangsmeiri framkvæmdum við flugvöllinn sem ætlunin er að geti sinnt allt að milljón farþegum á ári.
14.01.2022 - 05:28
Mikill fjöldi smita dag hvern á Grænlandi
Útbreiðsla kórónuveirusmita í Nuuk höfuðstað Grænlands er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en þar sem hún er mest í Danmörku. Landlæknir segir omíkron-afbrigðið hafa komið upp á versta tíma en segir erfitt að komast hjá útbreiðslu þess.
13.01.2022 - 01:25
Rannsaka sóttvarnabrot um borð í skemmtiferðaskipum
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu heita að rannsaka hvort útgerðir skemmtiferðaskipa hafi brotið sóttvarnareglur þegar hópsmit kom upp í þremur skipum við strendur landsins.
03.01.2022 - 05:55
Foreldrunum semur betur en börnunum
Fyrir þrjátíu árum kviknaði hugmynd sem leiddi til þess að fjögurra manneskja fjölskylda hélt jólin í ár í Dunkerque í Frakklandi. Þangað sigldu þau með skútunni Victoriu sem tók sinn tíma að finna en fer blíðum höndum um fjölskylduna, Bjarka, Þóru og börnin Ísabellu og Jökul, á ferð þeirra suður á bóginn.
28.12.2021 - 08:20
Danir krefja ferðalanga um kórónuveirupróf
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að ferðafólki sem kemur til landsins beri að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi óháð stöðu bólusetningar viðkomandi. Smitum heldur áfram að fjölga í landinu þar sem Omíkron-afbrigðið er orðið ráðandi.
23.12.2021 - 15:54
Nýsjálendingar fresta enn opnun landamæra
Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa ákveðið að fresta því að opna landamærin til febrúarloka á næsta ári af ótta við flóðbylgju smita af völdum Omíkrón-afbrigðis kórónuveirunnar.
21.12.2021 - 03:57
„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
06.12.2021 - 01:50
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
05.12.2021 - 05:58
Fyrsta innanlandssmitið af völdum omikrón í Ástralíu
Fyrsta tilfellið innanlands af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar greindist í Ástralíu í dag. Sá smitaði er nemandi við skóla í Sydney sem hefur ekki farið út fyrir landsteinana. Skólanum var umsvifalaust lokað og fjölskylda þess smitaða er sögð vera í sóttkví.
03.12.2021 - 02:10
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
01.12.2021 - 00:51
Ástralía: Flugmaður talinn hafa myrt tjaldferðalanga
Hálfsextugur atvinnuflugmaður var handtekinn í Viktoríu-ríki í Ástralíu á mánudaginn var, grunaður um að hafa orðið tjaldferðalöngum á áttræðisaldri að bana í mars á síðasta ári.
26.11.2021 - 06:14
Bretar herða takmarkanir vegna nýs kórónuveiruafbrigðis
Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku verður gert að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Ástæðan er uggur um að fólkið kunni að bera nýtt mjög stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar.
25.11.2021 - 23:47
Örlítil glufa til viðbótar opnuð við landamæri Ástralíu
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í morgun að erlendum námsmönnum og erlendu fagmenntuðu starfsfólki verði að nýju heimilað að koma til landsins. Háskólar hafa kallað eftir breytingum á ströngum ferðareglum.
22.11.2021 - 04:51
Óbólusettum víða meinaður aðgangur á Grænlandi
Hertar samkomutakmarkanir tóku í dag gildi í Nuuk höfuðstað Grænlands og í bænum Upernavik á norðvesturströndinni ásamt nærliggjandi svæðum. Óbólusettum verður bannað að heimsækja fjölmenna staði, allt frá veitingastöðum til íþróttahalla.
22.11.2021 - 00:16
Ferðamenn venjast nýjum raunveruleika og eyða meiru
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hegðun ferðamanna á tímum heimsfaraldursins hafi gjörbreyst og hver ferðamaður eyði mun meiru en áður. Þó að smitstaðan á Íslandi sé slæm virðist vera að ferðamenn séu farnir að venjast nýjum raunveruleika.
16.11.2021 - 08:50
Hlið Bandaríkjanna ljúkast upp á morgun
Á morgun verður opnað fyrir ferðalög bólusettra ferðamanna til Bandaríkjanna eftir 20 mánaða strangar takmarkanir. Auk bólusetningarskírteinis þurfa ferðamenn að sýna fram á neikvætt covid-próf. Fimm brottfarir frá Íslandi til Bandaríkjanna eru á áætlun á morgun, allar með Icelandair.
07.11.2021 - 21:25