Færslur: Ferðalög

Myndskeið
Hættulegt að aka húsbíl í miklum vindi
Fyrsta stóra ferðahelgin gengur nú í garð með aukinni umferð frá höfuðborgarsvæðinu. Forvarnarfulltrúar tryggingafélags hvetur fólk til að aka ekki húsbílum eða draga tengivagna í miklum vindi og ekki í meira en 15 metrum á sekúndu. Þess eru dæmi að húsbílar hafi splundrast í miklu roki. 
29.05.2020 - 19:07
Ekki hægt að nota 5.000 kallinn til að leigja tjald
Það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi ekki ná yfir starfsemi sem mína. Þetta segir Ernir Skorri Pétursson, eigandi tjaldaleigunnar Rent a Tent, en 5.000 króna ferðaávísunargjöf frá ríkisstjórninni verður ekki hægt að nota til að leigja tjöld og annan útilegubúnað. 
Ökumenn þurfa réttindi til að aka um með stór hjólhýsi
Ökumenn þurfa að ganga úr skugga um að þeir hafi réttindi til að aka um vegi landsins með hjólhýsi og eftirvagna. Hafa verður í huga að til að draga stóra vagna þarf nógu öfluga bíla, að sögn tæknifræðings
25.05.2020 - 13:37
Myndskeið
Ísland með augum fuglsins fljúgandi
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og Hafdís Hreiðarsdóttir, eigandi sýndarveruleikasetursins Hliðskjálf, hafa í samstarfi við sérfræðinga vestanhafs þróað margmiðlunarefni fyrir sýndarveruleika þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki.
12.05.2020 - 22:15
Viðtal
Hundrað ekki heilög tala
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í kvöld að meta verði árangur af rýmkun samkomubanns í dag áður en næstu skref verða ákveðin. „Ef árangurinn verður góður held ég að við getum lagt til við ráðherra, við höfum talað um hundrað manns í næsta skrefi, en það er ekki heilög tala. Við þurfum aðeins að sjá til. Endanlega er það ráðherra sem ákveður þetta.“ Þórólfur lýsti efasemdum um að Ísland opnað verði á ferðalög milli landa á næstunni.
04.05.2020 - 20:39
Ekki fleiri en 50 manns á hvert tjaldsvæði
Landlæknisembættið hefur birt leiðbeiningar fyrir tjaldstæði og önnur minni gistirými sem taka gildi frá og með 4. maí. Þar er meðal annars kveðið á um að tjaldsvæði megi ekki taka á móti fleiri en 50 gestum nema að hægt sé að skipta svæðinu upp í sóttvarnahólf.
02.05.2020 - 13:57
Bíða eftir grænu ljósi frá þríeykinu
Ferðamálastofa undirbýr markaðsátak þar sem Íslendingar verða hvattir til að ferðast innanlands, en ekki verður hægt að hefja herferðina fyrr en Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa gefið grænt ljós á ferðalög.
27.04.2020 - 12:34
Landinn
Gastúrinn er ekki fyrir hvaða bíl sem er
„Við förum yfirleitt þegar ísar eru farnir af ánni því ís er mjög ótraustur á þessari á og íslenskur fjallajeppi þolir yfirleitt mjög illa að detta í gegnum vök. Það brotna þá yfirleitt brettakantar og þessháttar. Það er heldur ekki fyrir alla bíla að fara þetta og fyrir nýtísku dýru bílana þá eru ekki allir sem tíma að fara með þá í svona ófærur,“ segir Jón Bragason, olíubílstjóri og fjallamaður, á Höfn í Hornafirði.
26.04.2020 - 09:30
 · mannlíf · austurland · Ferðalög · Innlent
Útvarpsleikhúsið
Ferðalög eftir Jón Gnarr
Útvarpsleikhúsið flytur verkið Ferðalög, nýtt útvarpsleikrit í fjórum hlutum eftir Jón Gnarr.
09.04.2020 - 15:00
Tugir íslenskra strandaglópa bíða þess að komast heim
„Þetta er dálítið eins og maður sé ekki í líkamanum sínum, eins og eflaust mjög mörgum líður í þessu ástandi sem er núna,“ segir Guðbjörg Lára Másdóttir í símaviðtali frá Heathrow-flugvelli í London. Rætt var við Guðbjörgu í Samfélaginu á Rás 1.
Viðtal
Fyrirtækin standa uppi tekjulaus
„Ég er kannski ekki nýgræðingur í þessum bisness en einhvern veginn hefði manni aldrei dreymt um að lenda í þessari stöðu,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda um þá stöðu sem upp er komin í íslenskri ferðaþjónustu.
Þungt högg fyrir Ísland gangi svörtustu spár eftir
Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, áætla að tekjutap flugfélaga í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar verði á bilinu 63 til 113 milljarðar bandaríkjadala. Það jafngildir átta til fimmtán þúsund milljörðum íslenskra króna.
06.03.2020 - 10:12
Myndskeið
Óvinnufær vegna kals á fótum eftir hrakningar á jökli
Par frá Bretlandi sem lenti í hrakningum við Langjökul í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland ætlar að krefjast rúmlega tveggja milljóna í miskabætur. Lögmaður þeirra segir þau enn í uppnámi og konan er óvinnufær vegna dofa í fótum. Fjórir ferðamenn til viðbótar eru að leggja drög að málsókn.
12.01.2020 - 18:45
Fjöldi landsmanna kýs að eyða jólunum í sólinni
Fjöldi Íslendinga eyðir jólum og áramótum utan landsteinanna. Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segir fjöldann sambærilegan við fyrri ár. Fólk hafi þó bókað ferðirnar tímanlegar í ár. Tæplega fjórtán þúsund Íslendingar fóru af landi brott dagana 17. til 22. desember í fyrra, samkvæmt mælingum Isavia. „Mjög stór hópur verður á Tenerife og Kanarí á okkar vegum þessi jólin.“
23.12.2019 - 16:08
Innlent · Jólin · flug · Ferðalög · Kanarí · Tenerife
Færri fóru utan í ár
Síðustu ár hefur þeim sem ferðast til útlanda yfir sumartímann fjölgað jafnt og þétt. Ólíkt þróun síðustu ára fóru færri Íslendingar til útlanda í sumar, eða tæplega 57 prósent fullorðinna, samanborið við 62 prósent í fyrra.
12.10.2019 - 09:11
Tuttugu lög sem liggja til allra átta
Eflaust eru þeir margir sem ætla að nota tækifærið og bregða undir sig betri fætinum um verslunarmannahelgina. Hvort sem fólk stefnir nú í ferðalag, á útihátíð, tjaldbúskap eða bara að rölta fram í eldhús þá er mikilvægt að fara varlega, brosa framan í aðra og umfram allt að hafa skemmtilega tónlist í eyrunum.
02.08.2019 - 15:10
Mikil sala í ferðavögnum og trampolínum
Ferðavagnar hafa selst vel í sumar og eru víða uppseldir. Framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir veðrið hafi hugsanlega áhrif á söluna, sem og hækkandi verð á flugfargjöldum.
05.07.2019 - 20:00
Einstök náttúrufegurð í Japan kemur á óvart
Í fimmta og jafnframt síðasta þætti af NIPPON fá áhorfendur að kynnast einstakri náttúrufegurð Japan og hvernig fólk nýtur hennar.
26.05.2019 - 10:05
Opnuðu veginn að Landmannalaugum óvenju snemma
Vegagerðin opnaði í gær veginn að Landmannalaugum, nærri mánuði fyrr en síðustu fimm ár. Landmannalaugar er vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið sem markar upphaf eða lok margra gönguleiða um Friðland að Fjallabaki, meðal annars um Laugaveginnn, eina vinsælustu gönguleið landsins.
25.05.2019 - 11:53
Myndband
Japönsk ungmenni vinna mikið og sofa lítið
Það eru ströng inntökuskilyrði í japanska háskóla en stærsti hluti japanskra ungmenna sem útskrifast fá þó vinnu við hæfi að námi loknu. Vinnudagurinn í Japan er langur og lítill tími gefst til hvíldar.
19.05.2019 - 12:00
Íslenskum nemum gengur vel að fóta sig í Japan
Í þriðja þætti NIPPON fjallar Stefán Þór Þorgeirsson um Íslendinga sem búsettir eru í Japan. Það kemur kannski mörgum á óvart en það eru fjölmargir Íslendingar sem búa þar og stunda nám.
12.05.2019 - 10:00
Japanskur matur ekki bara sushi og sake
Í nýjum þætti af NIPPON fjallar Stefán Þór Þorgeirsson um japanska matarmenningu. Japanir eru hvað þekktastir fyrir sushi en það er aðeins brot af fjölbreyttri flóru í matarmenningu Japana.
05.05.2019 - 12:00
Japanir kurteisari en Íslendingar
Vissir þú að Japanir ryðjast aldrei hver fram fyrir annan og að þeir bakka alltaf í stæði?
29.04.2019 - 10:31
Pistill
Inni í okkur eru menningarheimar
Í þriðja hluta rannsóknarferðalags Tómasar Ævars Ólafssonar um manneskjuna sem línur, svið og þéttleika heimsækir hann kirkju og finnur líffæravélar.
23.04.2019 - 11:15
Pistill
Um víðlendur mannlegs eðlis, á fund morðingja
Ég sit á Keflavíkurflugvelli og bíð eftir flugi til Amsterdam en þaðan liggur leiðin til Lissabon. Leifsstöð er þétt setin, ég borga allt of mikinn pening fyrir samloku og kaffi, tylli mér við laust borð og dreg bókina Flights, eftir pólska rithöfundinn Olgu Takarzcuk, upp úr töskunni.
07.04.2019 - 14:54