Færslur: Ferðalög

Morgunvaktin
Ísland mun halda í sinn markhóp
Kannanir sýna að kórónuveirufaraldurinn mun hafa lítil áhrif á ferðahegðun fólks þegar það mun fara að ferðast aftur. Ólíklegt er að ráðstefnur muni leggjast af þó að mikil aukning hafi orðið á fjarfundum. Líklegt er að sá hópur, sem hafði hug á að ferðast til Ísland fyrir kórónuveirufaraldurinn, hafi það enn. Þetta segir Jóhannes  Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en hann var gestur Morgunvaktarinnar á Rás eitt í morgun. 
Víðtæk bólusetning getur dregið úr ótta við ferðalög
Víðtæk og trygg bólusetning er talin geta orðið til að draga úr þeim ótta við flugferðir og ferðalög sem vart hefur orðið í faraldrinum. Þetta kemur fram í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata. Enn sé þó óvíst hvort nægilega hratt gangi að bólusetja fólk til að ferðaþjónustan fái næga viðspyrnu á komandi sumri.
Spegillinn
Utanlandsferðum Íslendinga fækkaði um nærri 80% í fyrra
Um 130 þúsund Íslendingar fóru út fyrir landsteinana á síðasta ári. Miðað við árið áður fækkaði þeim um 79%. Fækkun íslenskra ferðamanna var hins vegar yfir 90 af hundraði þegar litið er á ferðir Íslendinga frá því í apríl og til loka ársins. Í aprílmánuði fækkaði þeim sem fóru utan um Keflavíkurflugvöll um 99,5%.
14.01.2021 - 17:00
Rússneskum ferðamönnum fækkaði mest og dönskum minnst
Erlendir ferðamenn sem komu til Íslands á síðasta ári voru 76 prósentum færri en árið áður. Árið 2019 komu hingað tæpar tvær milljónir ferðamanna en árið 2020 voru þeir 478 þúsund, og svo lítill hefur fjöldinn ekki verið síðan árið 2010. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. „Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi,“ segir þar.
13.01.2021 - 13:48
Heilsugæslan sér um sýnatöku og vottorð vegna ferðalaga
Þeim sem þurfa að fara í skimun vegna utanlandsferða, til dæmis til Bretlands og Danmerkur, er ráðlagt að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Heilsugæslan sér um sýnatöku og gefur út vottorð fyrir ferðalanga sem þurfa að framvísa slíkum á landamærum.
Útgönguhömlum aflétt í Brisbane
Útgönguhömlum sem settar voru á í skyndi í borginni Brisbane í Ástralíu á föstudag hefur nú verið aflétt. AFP-fréttastofan greinir frá því að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með hið nýja bráðsmitandi, svokallað breska afbrigði kórónuveirunnar á föstudag.
Ferðafólk til Englands framvísi neikvæðu COVID-prófi
Öllum ferðamönnum til Englands verður gert skylt að sýna neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt.
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 í Færeyjum
Fyrsta dauðsfallið hjá COVID smituðum í Færeyjum varð í fyrradag. Þá lést 68 gamall karlmaður á spítalanum í Þórshöfn eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæsludeild í byrjun desember með alvarlegan sjúkdóm annan en COVID-19.
Bogi segir óraunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð. Það hafi verið reynt tvisvar áður en slíkur rekstur sjáist aðeins á stórum alþjóðaflugvöllum.
Enn bætast við ríki sem banna ferðalög frá Bretlandi
Nýtt og smitnæmara afbrigði kórónuveirunnar sem gengið hefur á Bretlandseyjum hefur orðið til þess að fjöldi ríkja hefur bannað ferðalög þaðan af hvaða tagi sem er. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti Evrópulönd í gær til að herða frekar aðgerðir til að hefta útbreiðslu þessa afbrigðis veirunnar.
21.12.2020 - 03:10
Bandaríkjamenn fylgjast grannt með nýju afbrigði
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast grannt með framvindu mála varðandi hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem kom upp á Bretlandseyjum fyrir skömmu. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um að banna ferðalög þangað eða þaðan.
Sádi Arabar loka á alla umferð til landsins
Sádi arabísk yfirvöld hafa ákveðið að loka landamærum sínum alveg, á landi, í lofti og á legi. Ráðstöfunin kemur til vegna nýs og meira smitandi afbrigðis kórónuveirunnar og er ætlað að gilda í hið minnsta viku.
21.12.2020 - 01:09
Neyðarfundur bresku stjórnarinnar í fyrramálið
Boðað hefur verið til neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar í fyrramálið, eftir að allmörg ríki settu bann á ferðir frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Breskum farþegaflugvélum bannað að lenda í Hollandi
Ríkisstjórn Hollands bannaði í dag allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins. Banninu er ætlað að standa til fyrsta janúar. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem gengið hefur á Bretlandi.
20.12.2020 - 00:56
Machu Picchu opnuð ferðamönnum að nýju
Ferðamenn geta aftur tekið til við að heimsækja virkisborg Inkaveldisins, Machu Picchu í Perú. Borgin verður opnuð aftur í dag eftir að yfirvöld náðu samkomulagi við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á lestarteinum einu leiðarinnar að borginni.
19.12.2020 - 06:40
Furðar sig á því hversu þétt er setið hjá Icelandair
Kona sem kom til landsins með Icelandair síðastliðinn laugardag, furðar sig á hvernig sóttvörnum var háttað, bæði um borð í flugvélinni og í sjálfri flugstöðinni. Hún var að koma frá Bali, átti að baki þrjá flugleggi með öðrum flugfélögum og segir Icelandair hafa staðið sig áberandi verst.  
17.12.2020 - 18:14
Kanna ferðavilja þeirra sem eiga flug til Tenerife
Ferðaskrifstofan Vita hyggst kanna ferðavilja þeirra 230 farþega sem eiga bókaða ferð til Tenerife með félaginu í næstu viku í ljósri hertra sóttvarnaraðgerða eyjunni. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir að reynt verði að koma til móts við óskir allra. Þeir farþegar sem það kjósa geti breytt ferðinni eða fengið hana endurgreidda en náist næg þátttaka verði ferðin farin.
Þeir sem sækja á völlinn þurfa í sóttkví
Fólk sem velur að sækja sína nánustu á flugvöllinn skuldbindur sig til þess að fara í sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Aðstandendur sækja á völlinn þrátt fyrir bann
Ekki sækja fólkið þitt á flugvöllinn, þetta stendur á flennistórum vefborða sem birtist öllum þeim sem fara inn á vef Isavia til að kanna hvenær flugvélin sem vinur, þeirra ættingi eða maki situr í á að lenda. Skilaboðin frá Almannavörnum og Embætti landlæknis eru skýr. Þau sem koma til landsins þurfa að taka rútuna, leigubíl eða keyra sjálf.
Mikill samdráttur í farþegaflugi til Færeyja
Samdráttur í ferðum um alþjóðaflugvöllinn í Vogum í Færeyjum er ríflega 57 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2020. Ferðamannaiðnaður í eyjunum hefur orðið fyrir þungu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins.
05.12.2020 - 01:48
Myndskeið
Aukinn áhugi á sólarlandaferðum eftir jákvæðar fréttir
Ferðaskrifstofur hafa orðið varar við aukinn áhuga á sólarlandaferðum, eftir að jákvæðar fréttir af bóluefnum fóru að berast. Neytendasamtökin segja að réttur neytenda sé skýr ef þeir vilja hætta við ferð, eða ef hún er felld niður.
28.11.2020 - 18:23
Bólusetning skilyrði þess að ferðast með Quantas
Farþegum sem ætla að ferðast með ástralska flugfélaginu Quantas í framtíðinni verður gert að sýna fram á að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Þetta segir Alan Joyce forstjóri flugfélagsins.
24.11.2020 - 02:20
Fleiri áfangastaðir og fleiri ferðir yfir hátíðarnar
Icelandair stefnir að því að fjölga áfangastöðum og flugferðum yfir hátíðarnar og verður lagt kapp á að koma farþegum á áfangastaði fyrir jól og áramót. Jólaáætlun félagsins er nú komin í sölu og er áætlað að fljúga til og frá ellefu áfangastöðum.
23.11.2020 - 16:00
Ástin er í loftinu. Rómantísk flugferð yfir Taíwan
Taíwanska flugfélagið EVA ætlar að bjóða upp nýlundu um jól og áramót undir yfirskriftinni „Fljúgðu með okkur - ástin er í loftinu“.
22.11.2020 - 06:18
Erlent · Ferðalög · Asía · Taiwan · Flugferðir · Ást · Matur
Finnsk farþegaferja strandaði við Álandseyjar
Finnska farþegaferjan Grace strandaði í gær, skömmu áður en hún kom til Maríuhafnar á Álandseyjum. Um borð eru 331 farþegi og 98 manna áhöfn.
22.11.2020 - 04:35