Færslur: Ferðalög

Ísland áfram grænt í Noregi
Flokkun norskra heilbrigðisyfirvalda á brottfararlöndum ferðamanna til Noregs var uppfærð í dag. Ísland er áfram grænt á kortinu eftir nýjustu uppfærslu. Norski fréttamiðillinn VG greindi sérstaklega frá því í gær að Ísland yrði hugsanlega fært á appelsínugult stig í dag vegna fjölgunar smita undanfarna daga. En svo varð ekki.  
23.07.2021 - 12:47
Slökkvilið brýnir eigendur ferðavagna til varkárni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að huga vel að gas- og rafmagnstengingum í ferðavögnum og hvetur til varkárni. Undanfarinn sólarhring kviknaði í tveimur hjólhýsum en þau voru bæði mannlaus og engin slys urðu á fólki. Hýsin eru bæði ónýt eftir brunana.
Mykonos-eyja í tónlistarbanni vegna smita
Grísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tímabundið tónlistarbann yrði sett á skemmtistaði, krár og veitingastaði grísku eyjunnar, Mykonos, sem lengi hefur verið þekkt fyrir líflegt skemmtanalíf. AFP fréttastofan greinir frá. Há tónlist á samkomustöðum valdi því að fólk þurfi að hækka róminn og þá séu meiri líkur á dropasmiti en ella. Grikkir hafa áður gripið til sömu aðgerða en þeim var að mestu aflétt í júní.
17.07.2021 - 12:36
Frakkar krefjast sólarhringsprófs
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að krefja íbúa sex Evrópuríkja um að framvísa við komuna til landsins innan við sólarhrings gömlu neikvæðu COVID-prófi. Nýja reglan á við íbúa Bretlands, Spánar, Portúgal, Kýpur, Grikklands og Hollands og tekur gildi á miðnætti á morgun, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.
17.07.2021 - 10:31
Um 70% Evrópubúa ætla að ferðast á næstu mánuðum
Um 70% Evrópubúa hafa í hyggju að ferðast næstu sex mánuði samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Evrópska ferðamálaráðið birti nú í júlí.  Könnunin var framkvæmd meðal helstu ferðamannaþjóða Evrópu en þær eru: Þýskaland, Bretland, Frakkland, Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Spánn, Pólland og Austurríki. 
16.07.2021 - 17:14
Staðfest smit í Viking Jupiter
Eitt kórónuveirusmit hefur verið staðfest hjá farþega um borð í skemmtaferðaskipinu Viking Jupiter. Skipið kom til Akureyrar í morgun. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna við fréttastofu.
16.07.2021 - 16:32
Eiffel-turninn opnaður á ný eftir níu mánaða lokun
Eiffel-turninn, þekktasta kennileiti Parísar, var opnaður á ný í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Það er lengsti tími sem Eiffel-turninn hefur verið lokaður frá seinni heimsstyrjöldinni en hann var opnaður fyrst árið 1889. Eiffel er allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands og er með þeim fjölsóttustu í heiminum.
16.07.2021 - 14:04
Ísraelsk flugfélög hefja ferðir til Íslands
Þota ísraelska flugfélagsins El Al lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með hóp ísraelskra farþega innanborðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en ferðin í gær var sú fyrsta af fimm sem El Al býður upp á í sumar.
Upplýsingakerfi auðveldar ferðalöngum ferðalagið
Íslandi miðar vel áfram í bólusetningum en nú eru rúmlega 80% landsmanna 16 ára og eldri fullbólusett. Næsta víst er að einhverjir stefna á ferðalög út fyrir landsteinana nú þegar ferðatakmörkunum hefur verið aflétt innanlands og margir orðnir fullbólusettir.
12.07.2021 - 11:51
Einn stærsti dagurinn á árinu hjá Icelandair
Talsverður erill hefur verið í innritunum Í Keflavík í dag enda langt síðan jafn mikill fjöldi brottfara var afgreiddur þaðan á einum og sama deginum. Nokkuð hefur verið um seinkanir af þessum völdum.
10.07.2021 - 15:26
Yfir tíu þúsund farþegar í fyrsta sinn í fimmtán mánuði
Yfir tíu þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll á laugardaginn. 10.580 ferðamenn fóru þá um völlinn 3. júlí og var það í fyrsta sinn í rúma fimmtán mánuði sem svo margir fóru þar um á einum degi. Síðast var það 13.mars 2020, eða degi áður en ferðabann var sett á til Bandaríkjanna.
05.07.2021 - 09:33
Hinn fullkomni ferðafélagi fyrir fjölskylduna
Jóhannes Ólafsson og Ingibjörg Fríða Helgadóttir ætla að ferðast með fjölskyldum landsins í sumar í hlaðvarpsþáttunum Hvar erum við núna? Þættirnir eru fróðlegir og skemmtilegir og fullkomnir í ferðalagið.
02.07.2021 - 17:17
Sýnatöku þörf finni bólusettir fyrir COVID einkennum
Fullbólusettu fólki með einkenni sem gætu bent til COVID-19 smits ber að fara í sýnatöku svo fljótt sem verða má. Sömuleiðis skal halda sig heima, ekki fara til vinnu eða skóla og fara heim verði einkenna vart þar.
Sumarið farið vel af stað á tjaldsvæðum
Þó að átakið ferðumst innanlands hafi ekki verið í umræðunni líkt og í fyrra eru Íslendingar farnir að heimsækja tjaldsvæði landsins í auknum mæli.
29.06.2021 - 18:11
Play hóf sig til flugs í morgun
Flugfélagið Play fór í sitt fyrsta flug kl. 11:00 í morgun og var ferðinni heitið til Stanstead-flugvallar í úthverfi Lundúna. Fréttamaður hitti fyrir áhafnarmeðlimi og skoðaði sig um í vélinni sem er sú fyrsta sem PLAY fær til notkunar.
Evrópusambandið afléttir ferðabanni íbúa átta ríkja
Evrópusambandið samþykkti í gær að aflétta ferðabanni sem í gildi hefur verið gagnvart Bandaríkjamönnum. Þeir, ásamt borgurum sjö ríkja og svæða til viðbótar, komast þar með á hvítlista sambandsins sem heimilar ferðalög til ríkja þess að nýju.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta vél Play komin
Fyrsta vél flugfélagsins Play lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis og var tekið á móti henni með viðhöfn. Fyrsta áætlunarflugið verður í næstu viku.
15.06.2021 - 19:58
Ferðaráðleggingar sóttvarnalæknis í endurskoðun
Unnið er að endurskoðun á ferðaráðum sóttvarnalæknis en sem stendur ræður hann íbúum Íslands frá ferðalögum til allra landa nema Grænlands. Þrátt fyrir að fullbólusettum landsmönnum standi til boða að fá samevrópskt bólusetningarvottorð mega þeir þó ekki fara til Bandaríkjanna og Kanada.
Stefna á hljóðfrátt farþegaflug fyrir 2030
Eftir þungar búsifjar undanfarna 18 mánuði vegna kórónuveirunnar eru batamerki á flugbransanum, alltént ef marka má stórhuga áform bandaríska flugfélagsins United Airlines. Þar á bæ hafa menn pantað 15 stykki af hljóðfráum farþegaþotum frá sprotafyrirtækinu Boom Supersonic í Denver og hyggjast bjóða upp á hljóðfrátt áætlunarflug áður en áratugurinn er úti. 
Frakkland opnað fyrir ferðamönnum 9. júní
Evrópubúar sem hafa verið bólusettir við kórónuveirunni geta ferðast til Frakklands frá og með 9. júní án nokkurra skimana eða takmarkana á frönsku landamærunum. Þeir sem ekki hafa verið bólusettir verða áfram að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr skimun við brottför sem ekki má vera eldri en 72 klukkustunda gömul.
04.06.2021 - 15:17
Slakað á sóttvarnareglum á Grænlandi
Slakað hefur verið á hertum sóttvarnareglum í Nuuk, höfuðstað Grænlands, enda hefur tekist að finna uppruna lítils hópsmits sem kom þar upp í síðustu viku. Grænlenska flugfélaginu Air Greenland er nú heimilt að flytja 810 farþega vikulega frá Danmörku til Grænlands.
03.06.2021 - 14:31
Harðar sóttvarnarráðstafanir í Nuuk í kjölfar sex smita
Þrennt greindist með COVID-19 í Nuuk höfuðstað Grænlands eftir skimun í gær, föstudag, til viðbótar við þrjá sem greindust fyrr í vikunni. Um 80 hafi verið send í sóttkví eftir að þrír starfsmenn Munck byggingafyrirtækisins greindust með kórónuveirusmit. Í gær var gripið til harðra sóttvarnarráðstafana í bænum.
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Gistinætur þrefalt fleiri en í apríl í fyrra
Hagstofan áætlar að næstum þrefalt fleiri hafi gist á hótelum í apríl á þessu ári heldur en í apríl í fyrra. Gistinætur hafi verið um 34.700 nú í apríl en 9.200 í fyrra. Áætlað er að gistinætur Íslendinga hafi verið rúmlega þrefalt fleiri en í fyrra og gistinætur erlendra ferðamanna næstum tvöfalt fleiri.
24.05.2021 - 10:39
Leyfðum tungumálum á bólusetningarvottorði ekki fjölgað
Fullbólusettur Íslendingur, sem búsettur er á Spáni og ætlar að koma til Íslands 3. júní, kveðst ekki sáttur við þær tungumálareglur sem gilda um bólusetningarvottorð sem sýnd eru við komuna hingað til lands. Hann vill að bæta megi við fleiri tungumálum en embætti landlæknis segir ekki í bígerð að gera það.