Færslur: Ferðalög

Ögn rólegra en vanalega um verslunarmannahelgi
Svolítill erill var hjá lögreglunni á Akureyri einkum um miðbik nætur. Mest var um drykkjulæti og hávaða.
Viðtal
Fjöldi Íslendinga ferðast til Svíþjóðar
Miðað við hörmungarástandið sem ríkir í Svíþjóð kemur á óvart hversu margir Íslendingar ferðast þangað þessa dagana. Þetta sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, sem er búsettur í Svíþjóð, í viðtali í Morgunvaktinni á RÁS 1 í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
31.07.2020 - 09:09
Útilegur í uppnámi vegna veðurs og hertra reglna
Mörg tjaldsvæði hafa þurft að vísa fólki frá vegna hertra sóttvarnarreglna sem taka gildi á morgun. Starfsmaður Bása í Þórsmörk segir að tjaldsvæðið þar sé fullt alla verslunarmannahelgina. Von var á fleiri en hundrað gestum á tjaldsvæðið um helgina og því þurfti að tilkynna allmörgum ferðalöngum að þeir þyrftu að hverfa frá áformum sínum.
30.07.2020 - 18:44
Brasilía opnuð fyrir fljúgandi ferðalanga
Erlendir ferðamenn mega nú heimsækja Brasilíu á ný en eingöngu komi þeir fljúgandi. Áfram verður óheimilt að koma þangað sjó- eða landleiðis næstu þrjátíu daga.
30.07.2020 - 03:49
Víða vætusamt um verslunarmannahelgina
Veðurstofa Íslands spáir vætu í öllum landshlutum um komandi helgi og breytilegum áttum. Hlýjast verður sunnanlands, en hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. Veðurstofa ráðleggur fólki að skoða veðurspár vel áður en haldið er í ferðalög um helgina.
Ferðaskrifstofur endurmeta Spánarferðir
Fjölgun kórónuveirusmita á Spáni hefur orðið til þess að íslenskar ferðaskrifstofur endurmeta stöðuna daglega gagnvarvart vinsælum ferðamannastöðum. Morgunblaðið greinir frá þessu.
29.07.2020 - 06:16
Myndskeið
Íslendingar kröfuharðari kúnnar
Mun meira hefur verið að gera í ferðaþjónustu hér á landi miðað við þær væntingar sem gerðar voru til sumarsins. Íslenskir ferðamenn eru kröfuharðari viðskiptavinir en erlendir ferðamenn. Þá er sumstaðar skortur á starfsfólki til að anna eftirspurn.
23.07.2020 - 20:13
Myndskeið
Bandaríkjamenn og Rússar eru duglegastir að öskra
Stattu með gleiða fætur, beygðu hnén örlítið og slakaðu á í öxlunum. Þér gæti þótt betra að setja hendur á mjaðmir. Fylgdu innsæinu. Ímyndaðu þér grátandi ungbarn. Svona eru leiðbeiningarnar til þeirra sem hyggjast leggja sitt af mörkum í öskurherferð sem ætlað er að vekja athygli á Íslandi sem áfangastað. Nú hafa um 30.000 manns víða um heim tekið þessari áskorun og þrjár milljónir séð kynningarmyndband hennar.
21.07.2020 - 21:35
Fyrsta virka kórónuveirusmitið í Færeyjum frá í apríl
Skráðum tilfellum kórónuveirusmits í Færeyjum fjölgaði úr 188 í 191 í gær, sunnudag. Veiran greindist í þremur ferðamönnum við landamæraskimun.
20.07.2020 - 04:22
Buná flæddi yfir bakka sína - Tjaldsvæðið lokað
Áin Buná í Tungudal á Ísafirði flæddi yfir bakka sína í gærkvöld og til stendur að loka tjaldsvæðinu þar. Í samtali við fréttastofu segir Gautur Ívar Halldórsson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins, að göngubrú yfir ána hafi verið fjarlægð og vegur tekinn í sundur til að hleypa vatni af veginum aftur yfir í ána.
17.07.2020 - 08:18
Innlent · Náttúra · Veður · Tungudalur · Flóð · Ferðalög · veður · Óveður
Myndskeið
Keflavíkurflugvöllur er að vakna til lífsins
Keflavíkurflugvöllur er smám saman að vakna til lífsins eftir því sem fleiri lönd slaka á ferðatakmörkunum. Komur í dag voru 17 og brottfarir 18 en til samanburðar voru komur og brottfarir átta um miðjan júní. Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Associates segist vonast til að einhver þeirra félaga sem hætt eru að fljúga til landsins hefji flug hingað aftur. Hann segir að gerður hafi verið samningur við Play-Air og vonir standi til að félagið hefji flug sem fyrst.
Serbía og Svartfjallaland falla af lista ESB
Aðildarríki ESB hafa uppfært lista þar sem afnumdar eru ferðatakmarkanir gagnvart íbúum tiltekinna ríkja. Serbía og Svartfjallaland eru ekki lengur á listanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu í dag.
16.07.2020 - 17:10
Erlent · Innlent · COVID-19 · Ferðalög · ESB
Myndskeið
Hækka álögur í Covid-faraldri
Erlendar bókunarsíður hafa hækkað þóknunargjöld á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á sama tíma og eftirspurn hefur stórlega dregist saman. Íslensk ferðaþjónusta greiðir milljarða króna til erlendra fyrirtækja á ári hverju.
15.07.2020 - 19:44
Heppnir geta fundið yfirgefna list á víðavangi
Myndlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason, eða Kuggur, tekur drungalegar ljósmyndir af íslenskri náttúru, og skilur þær eftir á víðavangi fyrir heppna vegfarendur. Sjálfur segist hann vera með hálfgert „eyðibýlablæti“.
15.07.2020 - 13:30
Tjaldsvæði fyllast fljótt vegna fjöldatakmarkana
Ekki fá allir inni á tjaldsvæðum landsins í sumar vegna fimm hundruð manna hámarksfjölda á samkomum samkvæmt reglum sem eru í gildi og verða að öllum líkindum áfram út sumarið ef heilbrigðisráðherra fer eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Forsvarsmenn stærstu tjaldsvæðanna mæla með að ferðalangar hringi á undan sér.
11.07.2020 - 17:14
Vikulokin
Telja tímabært að hætta landamæraskimun
Samtök ferðaþjónustunnar telja tímabært að hætta landamæraskimun til að hægt sé að hleypa fleiri ferðamönnum inn í landið. Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi samtakanna segir fyrirsjáanlegt að fella þurfi niður margar flugferðir á næstu vikum þar sem ekki er hægt að skima fleiri en tvö þúsund farþega á dag.
Fyrstu sólarlandaferðirnar fara af stað
Íslendingar á leið í fyrstu sólarlandaferðirnar eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst virðast mjög meðvitaðir um sóttvarnir og hvað beri að varast. Íslensk kona búsett í Danmörku óttast að fólk sé orðið full kærulaust gagnvart faraldrinum og segist öruggari hér en í Danmörku.
11.07.2020 - 12:21
Íslendingar koma ekki í stað útlendinganna
Ferðahegðun Íslendinga innanlands er önnur en þeirra útlendinga sem sótt hafa landið heim á undanförnum árum. Landsmenn gista frekar á tjaldsvæðum og í landinu eru yfir 16.000 ferðavagnar af ýmsum gerðum.
Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
„Það heyrðust drunur og jörðin hristist“
Litlu munaði að slys yrðu á fólki er tveggja metra grjóthnullungur féll ofan á stíg í Þakgili um þrjúleytið í dag. Þakgil, sem er skammt frá Vík í Mýrdal, er vinsæl viðkomustaður hjá ferðamönnum og hafði mikill fjöldi fólks verið á staðnum skömmu áður.
09.07.2020 - 18:22
Farþegafjöldi jókst um fimmtán þúsund manns frá maí
Heildarfjöldi farþega Icelandair í júní var 18.494 manns. Fjöldinn dróst saman um 97 prósent miðað við júní í fyrra. Í maí var heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um þrjú þúsund þegar samdráttur nam 99%. Aukning farþega Icelandair í millilandaflugi milli mánaða er því um 15 þúsund farþegar.
07.07.2020 - 08:30
Þung umferð er nú til Reykjavíkur
Þung umferð er inn í Reykjavík. Hún gengur hægt í gegnum Hvalfjarðargöngin, Kjalarnes og inn í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni
05.07.2020 - 18:23
Útgöngubann hert í Galisíu á Spáni
Yfirvöld í Galísíu-héraði á Spáni hafa hert útgöngubann næstu fimm daga á strandsvæðinu A Mariña. Ákvörðunin er tekin eftir nýja hrinu Covid-19 tilfella á svæðinu, en þar búa um 70 þúsund manns.
05.07.2020 - 17:33
ESA gefur grænt ljós á Ferðaábyrgðasjóð
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið grænt ljós á Ferðaábyrgðasjóð. Lagabreyting til stofnunar sjóðsins var samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Tilgangur sjóðsins er að auðvelda ferðaskrifstofum og skipuleggjendum pakkaferða að endurgreiða viðskiptavinum vegna ferða sem voru afpantaðar eða blásnar af vegna heimsfaraldursins.
05.07.2020 - 12:50
Ferðahugur í Íslendingum - en aðgát höfð
Fulltrúar ferðaskrifstofa segjast hafa þegar fundið fyrir áhrifum ákvörðunar sóttvarnarlæknis um að fólki búsett hérlendis verði gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins.
04.07.2020 - 15:17