Færslur: Ferðagjöf stjórnvalda

Ríkið dæmt til að greiða 6 milljónir vegna ferðagjafar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku íslenska ríkið til að greiða tveimur forsvarsmönnum tæknifyrirtækis samtals 6 milljónir króna. Dómurinn taldi ríkið hafa brotið lög um opinber innkaup með því að láta ekki fara fram útboð á tæknilegri útfærslu á ferðagjöfinni til landsmanna.
Allt sem átti að vera í lagi var í ólagi
Allt þetta helsta sem þarf að vera í lagi var ekki í lagi í þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar um snjallforrit sem hannað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda.
140.000 manns eiga eftir að nýta ferðagjöfina
Yfir 140.000 manns eiga eftir að nýta ferðagjöf stjórnvalda að hluta eða að öllu leyti. Frestur til að nýta hana rennur út á miðnætti á morgun.  Allir landsmenn átján ára og eldri fengu gjöfina fyrr á árinu og var hún hugsuð til að örva ferðaþjónustuna á tímum heimsfaraldurs.
Bara þrjár vikur eftir til að nota Ferðagjöfina
Aðeins þrjár vikur eru eftir til þess að nýta ferðagjöfina. Minna en helmingur Íslendinga hefur sótt gjöfina eða 140 þúsund manns og átta hundruðu milljónir króna eru því eftir í pottinum. Þau sem ætla ekki að nýta gjöfina geta ávísað henni til annarra.
Vona að ferðasumarið verði gott
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að aukinnar bjartsýni gæti meðal ferðaþjónustufyrirtækja með komandi ferðasumar. Von er á auknum fjölda erlendra ferðamanna og þá er vonast til þess að landsmenn nýti nýja ferðaávísun til ferðalaga innanlands.
Spegillinn
Hálfur milljarður eftir af ferðagjöfinni
Enn eru ónýttur um hálfur milljarður króna vegna ferðagjafarinnar sem staðið hefur öllum eldri en 18 ára til boða frá því í júní í fyrra. Fram til mánudags er mögulegt að nýta og sækja um gjöfina. Á þriðjudag stendur ný ferðagjöf síðan til boða.
Vonar að almenningur nýti sér ferðagjöfina í sumar
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að gildistími nýrrar ferðagjafar stjórnvalda verði lengdur um einn mánuð til að mæta óskum ferðaþjónustufyrirtækja. Flutningsmaður tillögunnar vonar að gjöfin ýti undir ferðalög innanlands í sumar líkt og í fyrra.
17.05.2021 - 12:36
Gagnrýna að fyrri ferðagjöf renni út um mánaðamót
Á sama tíma og Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að stjórnvöld hafi lagt til að ný ferðagjöf verði gefin til landsmanna til að draga úr neikvæðum áhrifum á atvinnulífið í kjölfar COVID-19, þá gagnrýna samtökin það að fyrri ferðagjöf falli senn úr gildi.
Jóhannes Þór fagnar framlengingu viðspyrnustyrkja
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að viðspyrnustyrkir til fyrirtækja skuli hafa verið framlengdir. Aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19 sem kynnt var í gær sé að hans mati í fljótu bragði skynsamleg. Nú sé til dæmis bætt við tekjufallsþrepi. 
Von er á nýrri ferðagjöf
Von er á nýrri ferðagjöf, svipaðri þeirri sem landsmenn fengu frá stjórnvöldum í fyrra. Ferðamálaráðherra segir ferðagjöfina hafa gefið góða raun og að nýja gjöfin verði kynnt á næstu dögum.
Myndskeið
„Fer til útlanda ef guð og sprautur lofa“
Ólíklegt er að ferðaþjónustufyrirtæki hafi tök á að bjóða Íslendingum jafn góð tilboð og síðasta sumar. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að vonast sé til að stjórnvöld gefi landsmönnum aðra ferðaávísun, en ekki liggur fyrir hvort af henni verður. Vegfarendur sem fréttastofa tók tali sjá flestir fram á íslenskt ferðasumar.
Myndskeið
Hátt í 50 þúsund ósóttar ferðagjafir
Hátt í fimmtíu þúsund Íslendingar hafa enn ekki notað ferðagjöf stjórnvalda sem rennur út eftir einn og hálfan mánuð. Um 600 milljónir hafa þegar verið nýttar og hefur um þriðjungur runnið til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Flestir nota ferðagjöfina á höfuðborgarsvæðinu
Hátt í 140 þúsund manns hafa nú sótt ferðagjöf stjórnvalda og hefur meirihluti þeirra sem búinn er að sækja gjöfina nýtt hana að hluta eða fullu. Flestir hafa nytt gjöfina á höfuðborgarsvæðinu.
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Myndskeið
Næstum sjötíu þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Tæplega sjötíu þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og yfir tuttugu þúsund hafa þegar nýtt hana.
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina fyrir tjaldstæði
Tjaldstæði fá ekki að taka við ferðagjöf stjórnvalda því þau falla ekki undir lög um gisithiemili, segir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður Ferðamálastofu. Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tjöld í Skagafirði, segir að þetta hafi komið verulega á óvart.
Nú er hægt að sækja ferðagjafar-appið
Ferðagjafar-app stjórnvalda hefur nú verið gert aðgengilegt í snjallsíma og þar með er hægt að sækja ferðagjöfina. Frumvarp ferðamálaráðherra um 5.000 króna ferðagjöf stjórnvalda var samþykkt á Alþingi í síðustu viku og allir sem eru fæddir árið 2002 og fyrr og eru með íslenska kennitölu og skráð lögheimili hér á landi fá ferðagjöfina. Henni er ætlað að hvetja landsmenn til ferðalaga og styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 faraldursins.
19.06.2020 - 11:06
Ferðagjöfin vonandi aðgengileg fyrir helgi
Vonast er til að landsmenn geti nálgast ferðagjöf stjórnvalda frá og með deginum í dag eða morgundeginum. 
Ferðagjöf samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í gær frumvarp ferðamálaráðherra um fimm þúsund króna ferðagjöf til landsmanna. Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu vonast til þess að sem flestir nýti gjöfina til að ferðast í sumar.
13.06.2020 - 14:19
Fólk með lögheimili erlendis fái ekki ferðagjöf
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að ferðagjöf stjórnvalda fari aðeins til þeirra sem hafa skráð lögheimili á Íslandi. Nefndarálitinu var útbýtt í gær en breytingartillagan er í samræmi við umsögn frá Þjóðskrá Íslands.