Færslur: Ferðagjöf stjórnvalda

Flestir nota ferðagjöfina á höfuðborgarsvæðinu
Hátt í 140 þúsund manns hafa nú sótt ferðagjöf stjórnvalda og hefur meirihluti þeirra sem búinn er að sækja gjöfina nýtt hana að hluta eða fullu. Flestir hafa nytt gjöfina á höfuðborgarsvæðinu.
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Myndskeið
Næstum sjötíu þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Tæplega sjötíu þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og yfir tuttugu þúsund hafa þegar nýtt hana.
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina fyrir tjaldstæði
Tjaldstæði fá ekki að taka við ferðagjöf stjórnvalda því þau falla ekki undir lög um gisithiemili, segir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður Ferðamálastofu. Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tjöld í Skagafirði, segir að þetta hafi komið verulega á óvart.
Nú er hægt að sækja ferðagjafar-appið
Ferðagjafar-app stjórnvalda hefur nú verið gert aðgengilegt í snjallsíma og þar með er hægt að sækja ferðagjöfina. Frumvarp ferðamálaráðherra um 5.000 króna ferðagjöf stjórnvalda var samþykkt á Alþingi í síðustu viku og allir sem eru fæddir árið 2002 og fyrr og eru með íslenska kennitölu og skráð lögheimili hér á landi fá ferðagjöfina. Henni er ætlað að hvetja landsmenn til ferðalaga og styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 faraldursins.
19.06.2020 - 11:06
Ferðagjöfin vonandi aðgengileg fyrir helgi
Vonast er til að landsmenn geti nálgast ferðagjöf stjórnvalda frá og með deginum í dag eða morgundeginum. 
Ferðagjöf samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í gær frumvarp ferðamálaráðherra um fimm þúsund króna ferðagjöf til landsmanna. Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu vonast til þess að sem flestir nýti gjöfina til að ferðast í sumar.
13.06.2020 - 14:19
Fólk með lögheimili erlendis fái ekki ferðagjöf
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að ferðagjöf stjórnvalda fari aðeins til þeirra sem hafa skráð lögheimili á Íslandi. Nefndarálitinu var útbýtt í gær en breytingartillagan er í samræmi við umsögn frá Þjóðskrá Íslands.