Færslur: Ferðafélag Íslands

Hafnar því að hafa beitt sér fyrir endurkomu Helga
Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hafnar því að hann hafi beitt sér fyrir því að Helgi Jóhannesson lögmaður fengi sæti á ný í stjórn félagsins. Þetta gerir hann í færslu á Facebook.
„Ég varð að gera þetta opinbert“
Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands. Í yfirlýsingu sem hún sendi félaginu segist hún ekki vilja starfa í félagi þar sem stjórnarhættir og siðferðisleg gildi ganga þvert á eigin gildi.
27.09.2022 - 11:03
Allt að 70% aukning á þátttöku frá síðasta sumri
Umtalsverð aukning hefur orðið á þátttöku landsmanna í ferðir á vegum Ferðafélags Íslands í ár ef miðað er við síðasta sumar og hafa greiðandi félagsmenn aldrei verið fleiri en nú. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að víða sé verið að fara til fjalla, upp í óbyggðir og inn á hálendi.
18.07.2021 - 20:52
Snjór stoppar ekki göngugarpa á Laugaveginum
Vegurinn í Landmannalaugar var opnaður fyrir nokkrum dögum og skálaverðir Ferðafélagsins eru að standsetja skála víða um land. Fyrstu göngugarpar sumarsins eru að búa sig í Laugavegsgöngu þrátt fyrir talsverðar fannir, sérstaklega í Hrafntinnuskeri.
16.06.2021 - 13:42
Íslendingar skoða áður yfirfulla ferðamannastaði
Það gæti verið hálfur mánuður í viðbót þar til vegir um hálendið verða opnaðir. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir Íslendinga hafa mikinn áhuga á svæðum sem hafa hingað til verið yfirfull af erlendum ferðamönnum.