Færslur: ferðabann

Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Flugfélög staðfesta ferðabann afganskra kvenna
Talibanastjórnin í Afganistan hefur bannað þarlendum konum að ferðast með flugvélum nema í fylgd með karlkyns ættingja. Það staðfesta bréf til helstu flugfélaga landsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar fyrirskipunar um lokun stúlknaskóla í landinu.
Fauci varar við nöprum Omíkron-vetri
Anthony Fauci, sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar varar við því að framundan geti verið erfiðar vikur og mánuðir vegna útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar um heimsbyggðina.
Enn bætast við ríki sem banna ferðalög frá Bretlandi
Nýtt og smitnæmara afbrigði kórónuveirunnar sem gengið hefur á Bretlandseyjum hefur orðið til þess að fjöldi ríkja hefur bannað ferðalög þaðan af hvaða tagi sem er. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti Evrópulönd í gær til að herða frekar aðgerðir til að hefta útbreiðslu þessa afbrigðis veirunnar.
21.12.2020 - 03:10
Ferðafólki vísað frá Færeyjum
Þremur ferðalöngum frá Rúmeníu og Spáni sem komu til Færeyja um helgina var synjað um að koma inn í landið. Fólkið lenti á Voga-flugvelli á föstudag og laugardag. Öllum var gert að snúa til síns heima.
Ferðatakmarkanir rýmkaðar í Noregi og Danmörku
Frá og með 15. júlí geta Norðmenn ferðast til landa Schengen-svæðisins og Evrópska efnahagssvæðisins án þess að þurfa að fara í sóttkví við heimkomu. Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á blaðamannafundi norsku ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Norðmönnum er enn ráðið frá að fara til Svíþjóðar.
25.06.2020 - 15:02
Svíar mega fara til 10 landa - meðal annars Íslands
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í dag um rýmkun ferðatakmarkana sem Svíar hafa þurft að sæta síðan í mars. Frá og með 30. júní mega Svíar ferðast til tíu landa, þeirra á meðal er Ísland sem er það eina af Norðurlöndunum sem býður Svía velkomna.
17.06.2020 - 16:25
Skulda milljarða vegna aflýstra flugferða
Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian skulda viðskiptavinum sínum milljarða vegna flugferða sem fljúga átti í apríl og maí, en sem var svo aflýst vegna kórónaveirufaraldursins.
12.06.2020 - 07:21
ESB opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun mæla með því að ríki sambandsins byrji að opna landamæri sín fyrir umferð utan Schengensvæðisins frá og með 1. júlí. Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál framkvæmdastjórnarinnar greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.
10.06.2020 - 11:17
Icelandair flýgur til 11 áfangastaða
Icelandair stefnir á að fljúga til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní þegar ferðatakmörkunum verður aflétt. Áfangastaðirnir verða Kaupmannahöfn, Berlín, München, Amsterdam, Zürich, Frankfurt, París, Lundúnir, Stokkhólmur, Ósló og Boston.
Hæstiréttur heimilar ferðabann Trumps að hluta
Hæstiréttur í Bandaríkjunum aflétti í dag, að hluta til, lögbanni á ferðabann Donalds Trumps á íbúa sex ríkja í heiminum. Niðurstaða hæstaréttar þykir mikill sigur fyrir Bandaríkjaforseta, en ríkissaksóknarar nokkura ríkja hafa látið reyna á lögmæti ferðabannsins fyrir dómstólum auk þess sem það hefur verið harðlega gagnrýnt víða um heim. Ferðabannið gildir nú í 90 daga og nær til íbúa Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens sem ekki eiga neina ættingja í Bandaríkjunum.
26.06.2017 - 16:35
Ferðabann Trumps fyrir dómstóla í dag
Dómstólar á Hawaii og í Maryland taka í dag fyrir kæru vegna tilskipunar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að banna þegnum sex múslimaríkja að koma til Bandaríkjanna. Bannið á að gilda í þrjá mánuði auk þess sem forsetinn setur ótímabundið bann við komu flóttafólks frá Sýrlandi
15.03.2017 - 08:43
Vill láta reyna á ferðabann fyrir dómstólum
Eric Schneiderman, ríkissaksóknari í New York ætlar að freista þess að fá dómstóla til að hnekkja ferðabanninu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði upp á í dag.
06.03.2017 - 23:34