Færslur: Feneyjatvíæringurinn 2019

Myndskeið
Listamenn leita að tækifærum í óreiðunni
„Það er verið að nota myndlistina með miklu ríkulegri hætti en oft áður,“ segir Markús Þór Andrésson listfræðingur um helstu einkenni Feneyjatvíæringsins í ár. Það sé ekki bara verið að varpa köldum spegli á heim á heljarþröm heldur leiti listamenn að tækifærum í óreiðunni með gleði og einlægni að vopni.
Myndskeið
Hinn litrófsborni hamur Shoplifter í Feneyjum
Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - opnaði sýninguna Chromo Sapiens á Feneyjartvíæringnum fyrir skemmstu. Sýningin er líklega metnaðarfyllsta verk Hrafnhildar til þessa og minnir einna helst að ganga inn í eins konar ofurnáttúru eða renna ofan magann á litríkum tuskubangsa. Verkið verður sýnt á Íslandi í janúar.