Færslur: Feneyjatvíæringurinn

Kastljós
Glaður ef fólki líður eins og eftir góða tónleika
Sigurður Guðjónsson sýnir verkið Ævarandi hreyfingu á Feneyjatvíæringnum. Hann lýsir því sjálfur sem fjölskynjunarskúlptúr þar sem mætast hljóð, mynd og skúlptúr sem byggður er inn á gamla skipastöð.
Feneyjatvíæringnum frestað um ár
Feneyjatvíæringnum í arkitektúr, sem átti að hefjast í ágúst, hefur verið frestað til 2021, og tvíæringnum í myndlist til 2022.
19.05.2020 - 16:46
Menningin
Sigurður Guðjónsson fulltrúi Íslands í Feneyjum
Sigurður Guðjónsson myndlistarmaður verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2021. Síðastliðin þrjú skipti hefur Kynningarmiðstöð Íslenskrar myndlistar auglýst eftir tillögum með útfærðum hugmyndum og listamann út frá þeim. Í þetta sinn var ákveðið að hafa annan hátt á.
Fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum kynntur í kvöld
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar kynnir í kvöld hver fulltrúi Íslands verður á Feneyjatvíæringnum 2021.
03.12.2019 - 14:58
Flæddi inn í íslenska sýningarskálann í Feneyjum
Sjór flæddi inn í íslenska sýningarskálann á Feneyjatvíæringnum þegar sjávarstaða í Feneyjum náði sögulegum hæðum í liðinni viku. Morgunblaðið greinir frá.
19.11.2019 - 05:19
Myndskeið
Varpa heilabylgjum á glerhjúp við Markúsartorg
Listakonurnar Æsa Björk og Tinna Þorsteinsdóttir sýna verkið Shield III í japönsku galleríi við Markúsartorg í Feneyjum. Þar varpa þær heilabylgjum á glerhjúp og umbreyta þeim í hljóð. 
Banksy prakkarast á Feneyjatvíæringnum
Banksy hefur látið til skarar skríða í Feneyjum, þar sem stærsti og virtasti myndlistarviðburður heims stendur nú yfir.
23.05.2019 - 11:15
Myndskeið
Listamenn leita að tækifærum í óreiðunni
„Það er verið að nota myndlistina með miklu ríkulegri hætti en oft áður,“ segir Markús Þór Andrésson listfræðingur um helstu einkenni Feneyjatvíæringsins í ár. Það sé ekki bara verið að varpa köldum spegli á heim á heljarþröm heldur leiti listamenn að tækifærum í óreiðunni með gleði og einlægni að vopni.
Myndskeið
Hinn litrófsborni hamur Shoplifter í Feneyjum
Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - opnaði sýninguna Chromo Sapiens á Feneyjartvíæringnum fyrir skemmstu. Sýningin er líklega metnaðarfyllsta verk Hrafnhildar til þessa og minnir einna helst að ganga inn í eins konar ofurnáttúru eða renna ofan magann á litríkum tuskubangsa. Verkið verður sýnt á Íslandi í janúar.
Þekur vöruhús með gervihári á Feneyjatvíæringi
Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarmaður er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár. Sýning hennar verður í vöruhúsi á Guidecca-eyju í Feneyjum og munu litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum sýninguna.
09.05.2019 - 22:59
Viðtal
Þokuverksmiðja á Feneyjatvíæringnum
Sigurður Arent er samtímasviðslistafræðingur og leikari og hann hefur komið víða við í íslenskri sviðslistasenu. Hann leikur um þessar mundir í verkinu Girl from the fog machine factory eftir svissneska tónlistar- og sviðslistamanninn Thom Luz. Verkið var nýlega sett upp á Feneyjatvíæringnum við góðar undirtektir.
13.08.2018 - 09:41
Hrafnhildur valin á Feneyjatvíæringinn
Hrafnhildur Arnardóttir, sem einnig gengur undir listamannsnafninu Shoplifter, hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Sýninguna vinnur Hrafnhildur í samstarfi við sýningarstjórann, Birtu Guðjónsdóttur.
Listin lifir í Feneyjum
Viva Arte Viva - eða lifi listin lifi - er yfirskrift Feneyjatvíæringsins í ár. En þótt listin listarinnar vegna hafi verið sett í öndvegi á hátíðinni er undirtónninn engu að síður pólitískari en oft áður, að mati Kristínu Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.
24.05.2017 - 17:39
Viðtal
Ólafur Elíasson gefur flóttamönnum Grænt ljós
Dansk-íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson tekur þátt í aðalsýningu, Feneyjatvíæringsins. Hann setur málefni flóttamanna á oddinn í sýningunni Green light og safnar í leiðinni fé fyrir málstaðinn. Hann segir listamenn geta haft bein áhrif á samtímann ekki síður en stjórnmálamenn.
Vill ekki kalla sig fulltrúa Bandaríkjanna
Verk listamannsins Marks Bradford verma bandaríska skálann á Feneyjartvíæringnum í ár. Hann var valinn sem fulltrúi lands síns, en það hefur vakið hann til umhugsunar, í ljósi þess að hann er bæði svartur og samkynhneigður - og segist ekki líða eins og land sitt standi lengur með honum.
16.05.2017 - 16:03
Túnis með vegabréf á lofti í Feneyjum
Það er margt merkilegt við vegabréf og vegabréfsáritanir og það er það sem skáli Túnis fjallar um á Feneyjatvíæringnum, í endurkomu sinni eftir 50 ára fjarveru.
15.05.2017 - 16:05
„Fór fram úr okkar björtustu vonum“
Það eru fleiri menningarhátíðir í gangi um þessar mundi en Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en Feneyjartvíæringurinn hófst í vikunni. Víðsjá náði tali af Kristínu Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og íslenska skálans í Feneyjum, sem stödd er úti í sólinni.
12.05.2017 - 16:32
Listræn stjórn íslenska skálans í tröllahöndum
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017, hefur látið listræna stjórn skálans í hendur tveggja trölla, að nafni Ūgh og Bõögâr.
Íslenska verkið ekki flutt heim frá Feneyjum
Listaverkið í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum sem lauk í gær verður ekki flutt til Íslands og sýnt hér, eins og venjan hefur verið undanfarin ár. Þetta segir Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
23.11.2015 - 21:31
Íslenski skálinn ritskoðaður
„Það er hægt að þvæla góðum hugmyndum inn í skriffinnsku endalaust,“ segir Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Hafnarborgar. „Og ég held við verðum að horfast í augu við það að íslenski skálinn í Feneyjum hefur verið ritskoðaður.“ Fjallað var um lokun íslenska skálans í Víðsjá í gær.
26.05.2015 - 18:24
Sverrir varð að listaverki í Feneyjum
Sverrir Agnarsson formaður félags Múslima á Íslandi var viðstaddur opnun verks Christoph Büchel á Feneyjatvíæringnum. Hann var himinlifandi með framlag Íslands í ár og segir Moskuna vera þá fallegustu í Evrópu í dag.
15.05.2015 - 13:14
Svínvirkar að senda Seyðfirðinginn Büchel
Það hefur reynst áhrifamikil ráðstöfun að senda seyðfirskan myndlistarmann sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringinn. Þar setur hann upp verk sem koma Íslendingum furðu mikið við, sprottið upp úr hugmyndaheimi sem við þekkjum svo vel úr íslenskri eldhúsumræðu.
15.05.2015 - 11:41