Færslur: Femínismi

„Árangur næst í umhverfi sem fyllir fólk ástríðu“
Ráðstefna Ungra athafnakvenna í dag „Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin“ er sú fyrsta sem haldin er með gestum í Hörpu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Ráðstefnan var haldin í Norðurljósasal og var einnig streymt á vefnum. 
Pistill
Í kapphlaupi við kvenleikann
Hvað er það að vera „nógu mikil“ kona? Alþjóða frjálsíþróttasambandið telur sig hafa fundið niðurstöðuna í mæliglasi og hefur á grundvelli þess útilokað einn fremsta hlaupara heims frá keppni. Anna Marsibil Clausen fer yfir sögu og samhengi Caster Semenya í pistli í Lestinni á Rás 1.
20.09.2020 - 14:00
Kerfi byggt á sárustu þjáningum kvenna
Kona í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi kom út í sumar hjá Angústúru forlagi. Bókin var fyrst gefin út árið 1975 í Líbanon. Saadawi er egypskur rithöfundur, læknir og baráttukona fyrir mannréttindum en verkið var bannað í heimalandi hennar. Sjálf hefur hún setið í fangelsi og verið gerð útlæg úr Egyptalandi fyrir baráttu sína. 
14.08.2019 - 14:53
Nýtt femínískt veftímarit
Flóra er nýtt óháð feminískt veftímarit. Sóla Þorsteinsdóttir og Steinunn Ólína Hafliðadóttir pistlahöfundar kíktu í Núllið og ræddu tildrög þess að Flóra varð til.
14.09.2018 - 10:44
Femínískt frelsi blómstrar í vísindaskáldskap
Nanna Hlín Halldórsdóttir segir frá verkum Octavíu Butler og hvernig vísindaskáldsögur hennar sýndu fram á skapandi krafta miðilsins og hvernig hann færði lesendum aðra heima lausa undan kúgun feðraveldis, heimsvaldsstefnu, kynþáttafordóma eða kapítalisma.
22.07.2018 - 12:35
Viðtal
Fjöldi karla upplifir #metoo sem árás
„Til þess að hegðun manna breytist verða þeir að vera meðvitaðir um áhrif karlmennskunnar á eigið líf,“ segir bandaríski heimspekingurinn Tom Digby en hann hefur kennt og skrifað um karlmennsku, kyn og heimspeki undanfarin 30 ár.
12.04.2018 - 16:33
Viðtal
Er fræðaheimurinn bergmálshellir?
Í síðustu viku var haldið málþing í Háskóla Íslands, um femíníska heimspeki. Ein af þeim sem þar kom fram var Kristie Dotson, prófessor við Michigan-háskóla. Hún heimsótti Víðsjá á leið á málþingið til að ræða um femíníska heimspeki.
05.04.2017 - 15:11
Pistill
Unglingsstelpur á jaðrinum
Á síðustu árum hafa unglingsstelpur sýnt og sannað að þær eru meira en bara staðalímyndin sem vestræn menning hefur málað af þeim. Hvað gerist þegar jaðarsettur hópur finnur „sína rödd“? Sóla Þorsteinsdóttir, bókmennafræðingur og meistaranemi í menningarfræði, flutti óð til unglingsstelpna í pistli sínum í Lestinni.
22.03.2017 - 18:00