Færslur: Feminismi

Hnotskurn: Móðir #metoo langlífust á skjánum
Spennuþáttaröðin Law & Order: Special Victims Unit varð á dögunum langlífasta leikna þáttaröð á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. Í Hnotskurn þætti vikunnar er fjallað um áhrif þáttanna á umræðuna í bandarísku samfélagi og raunveruleg kynferðisbrot sem leikin hafa verið eftir í þáttunum:
Dilkadrættir í mannlegum samskiptum
„Alltaf þegar við hittum annað fólk verðum við einhvern veginn að skilja hvaðan það kemur, þannig að við setjum það í hólf. En sum þessara hólfa geta verið erfið og óréttlát,“ segir Ásta Kristjana Sveinsdóttir, prófessor í heimspeki við háskólann í San Francisco.
17.03.2019 - 16:15
Konur að breyta bandarískum stjórnmálum
„Kvennahreyfingar í Bandaríkjunum hafa verið mjög uppteknar síðustu áratugi í Bandaríkjunum og leitt mikilvæga baráttu. Sú barátta hefur hinsvegar tengst málaefnalegatengdum herferðum, þar hefur fóstureyðingarlöggjöfin verið hvað mest áberandi og baráttan gegn almennri byssueign. En þegar Trump var kjörinn þá breyttist þetta,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur.
12.07.2018 - 10:50
Er konan baggi á herðum kvenna?
Myndlistarkonan Hildur Ása Henrýsdóttir hefur vakið athygli fyrir framsetningu sína á kvenlíkamanum í list sinni, en hún notar sjálfa sig sem fyrirmynd. Sjálfsmyndin er því útgangspunktur hennar, sem gefur henni vissulega ákveðið frelsi, en þegar betur er að gáð er þar kannski líka ákveðinn baggi, sem allir kvenkyns listamenn burðast með.
13.02.2017 - 13:05
Hvað er að vera unglingur?
Danssýningin GRRRRRLS kannar unglingsár stelpna. Danshöfundar verksins vilja meina að allt breytist þegar klukkan slær 13 ár en það er þá sem að klukkan hringir inn unglinginn.
11.01.2017 - 21:24
Sleater-Kinney gefur út nýja plötu
Riot Grrrl var jaðar pönk sena sem myndaðist í Washington fylki bandaríkjanna á fyrri hluta 10. áratugarins. Senan sameinaði feminísk skrif, pönk og stjórnmál. Út frá hreyfingunni spruttu hinar ýmsu pönk-hljómsveitir, svo sem eins og Bikini Kill og Sleater-Kinney. Síðarnefnda hljómsveitin hefur nýverið lokið tónleikaferðalagi um heiminn og gefur nú út nýja plötu.
06.01.2017 - 16:35
Mynd með færslu
Feminísk bylting í Nashville
Arnar Eggert og kátir kappar hans ferðuðust til Nashville í þetta sinnið og könnuðu aðstæður en söngkonur eins og Kacey Musgraves, Angaleena Presley og fleiri eru að gefa karllægum iðnaðinum þar langt nef.
29.02.2016 - 13:49