Færslur: fellibylur

Leitað áfram á Kínahafi meðan annar fellibylur nálgast
Leit heldur áfram að sjómönnum sem saknað er af gripaflutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem fórst í Kínahafi þegar fellibylurinn Maysak gekk yfir. Enn öflugri fellibylur nálgast nú japönsku eyna Kyushu.
05.09.2020 - 03:25
Erlent · Japan · Óveður · fellibylur · Sjóslys
Enn er leitað að skipverjum á Kínahafi
Leit stendur enn yfir að fjörutíu skipverjum af flutningaskipi sem hvolfdi í ofsaveðri á austanverðu Kínahafi.
04.09.2020 - 02:36
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
Fellibylurinn Maysak skellur á Kóreuskaga
Hið minnsta ein kona er látin og yfir tvö þúsund hafa þurft að leita skjóls eftir að fellibylurinn Maysak kom að landi á suðurstönd Suður-Kóreu. Það er í annað sinn í sömu vikunni að fellibylur gengur yfir Kóreuskaga.
03.09.2020 - 02:14
Viðtal
Þrír hafa farist í óveðrinu í Louisiana
Þrír hafa farist í fellibylnum Láru í Louisiana í Bandaríkjunum í dag. Mikill viðbúnaður er í þremur ríkjum vegna veðursins og enn er hætta á sjávarflóðum. Nína Rún Bergsdóttir, sem býr í Louisiana, segir mikla hættu á ferðum þegar slíkt óverður skellur á enda eru mjög há tré á þessum slóðum sem geti fallið á hús. Hún býr sig undir rafmagnsleysi næstu daga.
27.08.2020 - 19:52
Myndskeið
Óttast gríðarlega eyðileggingu þegar Lára nær landi
Talið er að fellibylurinn Lára verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann kemur upp að strönd Bandaríkjanna síðar í dag. Óttast er að eyðilegging af völdum hans verði gríðarleg.
26.08.2020 - 15:19
Lára nær styrk fellibyls og nálgast Bandaríkin
Hitabeltisstormurinn Lára hefur náð styrk fellibyls sem reiknað er með að nái ströndum Texas eða Louisiana í Bandaríkjunum annað kvöld.
25.08.2020 - 14:03
Átta látin af völdum hitabeltisstorms á Hispaníólu
Fellibyljir tveir fara nú hraðbyri yfir Mexíkó-flóa. Í dag varð Lára, þá með styrk hitabeltisstorms, samtals átta að bana á Haítí og Dómíníska lýðveldinu. Bandarískir fjölmiðlar segja þetta í fyrsta sinn frá því mælingar hófust, eða um 150 ára skeið sem tveir fellibyljir geisa samtímis á þessum slóðum.
23.08.2020 - 22:42
Isaias orðinn fellibylur
Fellibylurinn Isaias er nú genginn á land í Suður Karólínuríki. Isaias, sem áður hafði misst nokkuð af styrk sínum og var orðinn að hitabeltisstormi, jók styrk sinn á ný eftir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
04.08.2020 - 06:29
Isaias færist í aukana
Hitabeltisstormurinn Isaias sækir nú í sig veðrið efir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar á Flórída búa sig nú undir að hitabeltisstormurinn Isaias skelli á ríkinu. Veðurfræðingar óttast að hann nái aftur styrk fellibyls áður en hann nær landi.
02.08.2020 - 07:45
Fyrsta stigs fellibylur nálgast Flórída
Hitabeltisstormurinn Isaias hefur öðlast styrk fyrsta stigs fellibyls. Hann nálgast nú Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að hafa farið yfir Karíbahaf.
31.07.2020 - 06:18
Fellibylurinn Hanna hamast á Texas og Norðaustur-Mexíkó
Fellibylurinn Hanna gekk á land í Texas um klukkan sautján að staðartíma, eða 22 að íslenskum tíma. Hanna er fyrsti stormur þessa fellibyljatímabils vestra og telst fyrsta stigs fellibylur, sem þýðir að meðalvindhraði nær allt að 40 metrum á sekúndu. Mikið úrhelli fylgir Hönnu og varað er við flóðahættu í suðurhluta Texas og Norðaustur-Mexíkó.
25.07.2020 - 23:47
28 hafa fundist látin eftir fellibylinn Phanfone
Staðfest dauðsföll af völdum fellibylsins Phanfone, sem gekk yfir Filippseyjar um jólin, eru orðin 28, samkvæmt tilkynningu stjórnvalda. Tólf er enn saknað. Fellibylurinn gekk yfir miðbik eyjanna og tók fyrst land á aðfangadag. Hann orsakaði mikil flóð og fjöldi heimila í mörgum héruðum á mörgum eyjum gjöreyðilagðist.
28.12.2019 - 06:15
Myndband
Minnst tuttugu hafa látist í fellibylnum Phanfone
Minnst tuttugu hafa látist á Filippseyjum af völdum fellibylsins Phanfone sem gekk yfir landið í gær. Fjöldi fólks þarf á neyðaraðstoð að halda og mörg heimili á Filippseyjum verða líklega án vatns og rafmagns vikum saman.
26.12.2019 - 20:53
200.000 manns hafa flúið fellibylinn Kammuri
Einn maður er látinn og yfir 200.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í strand- og fjallahéruðum sunnanverðrar Lúsoneyjar á Filippseyjum vegna fellibylsins Kammuri sem þar gekk á land um miðnæturbil að staðartíma. Óttast er að hann valdi hvorutveggja flóðum og aurskriðum auk þeirrar ógnar sem stafar af veðurofsanum sjálfum, sem fer enn vaxandi.
03.12.2019 - 02:29
Tugir þúsunda flýja fellibyl á Filippseyjum
Um 70.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna fellibylsins Kammuri sem búist er við að skelli á austanverðum Filippseyjum í kvöld eða nótt. Meðalvindhraði verður yfir 40 metrar á sekúndu og vindhviður yfir 50 þegar Kammuri tekur land, gangi spár veðurfræðinga eftir, og ausandi rigning fylgir honum hvert fótmál.
02.12.2019 - 06:48
Myndskeið
Japan: Tugir látnir, fimmtán saknað
Að minnsta kosti 56 létust þegar fellibylurinn Hagibis fór yfir stóran hluta Japans um helgina. Fimmtán er ennþá saknað. Björgunarsveitir leituðu að þeim fram í myrkur. Fellibylurinn er sá öflugasti sem farið hefur yfir landið í yfir sextíu ár. Honum fylgdi gríðarlegt úrhelli sem olli flóðum og skriðuföllum.
14.10.2019 - 13:23
Erlent · Asía · Veður · Japan · fellibylur
Aftakaveður yfirvofandi í Japan
Japanar búa sig undir versta fellibyl sem farið hefur yfir landið í rúmlega sextíu ár. Djúp lægð á stærð við Evrópu kemur að landi á morgun. Á annað þúsund flugferðum hefur verið aflýst og gert er ráð fyrir að samgöngur á sjó og landi fari úr skorðum.
11.10.2019 - 12:16
Erlent · Asía · Veður · Japan · fellibylur
Myndskeið
Hitabeltisstormur nær til Bahama-eyja
Hitbeltisstormur fer nú yfir hamfarsvæðin á Bahama-eyjum. Um 1.300 er enn saknað eftir fellibylinn Dorian sem skildi eftir sig fordæmalausa eyðileggingu.
14.09.2019 - 19:45
2.500 saknað af Bahamaeyjum
Um 2.500 manns er saknað eftir að fellibylurinn Dorian fór yfir norðanverðar Bahamaeyjar. Almannavarnir eyjaklasans greina frá þessu. Carl Smith, talsmaður almannavarna, segir líkur á að talan verði eitthvað lægri, þar sem ekki er búið að bera listann saman við lista stjórnvalda yfir þá sem gista í neyðarskýlum eða hefur verið komið til bjargar. Yfirvöld óttast þó að fjöldi látinna af völdum fellibylsins verði miklu meiri en þau 50 sem hafa fundist hingað til.
12.09.2019 - 03:38
Krotað á veðurspákort forsetans
Fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta með blaðamönnum í gær vegna fellibylsins Dorian verður að líkindum lengi í minnum hafður. Þar hélt forsetinn á korti þar sem spáð var fyrir um leið fellibylsins, og virtist kortið eiga að styðja við fyrri yfirlýsingar forsetans.
05.09.2019 - 12:48
Fellibylurinn Dorian stækkar en veiklast
Fellibylurinn Dorian færist nú frá Bahamaeyjum og fikrar sig áfram í átt að austurströnd Bandaríkjanna, á snigilshraða að kalla má. Hann hefur veiklast og telst nú annars stigs fellibylur. Þrátt fyrir það er hann talinn ákaflega hættulegur, meðal annars þar sem hann hafi stækkað og vegna flóðahættu sem honum fylgir. Að minnsta kosti fimm hafa látist á Bahamaeyjum vegna fellibylsins og er búist við fleiri dauðsföllum.
03.09.2019 - 18:18
Segir fimmta stigs fellibylji fordæmislausa
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt, eða gefið í skyn, að fimmta stigs fellibyljir þekkist ekki, séu fordæmislausir, eða að hann hafi ekki vitað að þeir fyrirfyndust.
03.09.2019 - 15:56
Minnst fimm látnir af völdum Dorian
Að minnsta kosti fimm eru látnir á Bahamaeyjum af völdum fellibylsins Dorian sem hefur farið hægt yfir norðanverðan eyjaklasann. Styrkur Dorian hefur lækkað lítið eitt, er nú fjórða stigs fellibylur í stað fimmta og efsta stigs eins og hann náði á meðan hann var yfir Bahamaeyjum.
03.09.2019 - 01:37