Færslur: fellibylur

Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.
Viðbúnaður í Shanghai vegna fellibyls
Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Kína og tugþúsundum íbúa stórborgarinnar Shanghai hefur verið komið í öruggt skjól vegna fellibylsins Chanthu sem nálgast hana. Disneyland skemmtigarðinum hefur verið lokað til morguns. 
13.09.2021 - 14:02
Erlent · Asía · Veður · Kína · fellibylur
Glíma við olíumengun í Mexíkóflóa
Starfsmenn olíu- og gasvinnslufyrirtækisins Talos Energy keppast nú við að ná böndum yfir allstóran, ílangan olíuflekk í Mexíkó-flóa. Olían virðist streyma úr leiðslum neðansjávar.
06.09.2021 - 04:06
Flóðaviðvaranir í New York borg vegna Idu
Leifar fellibylsins Idu hafa valdið talsverðu tjóni á norðausturströnd Bandaríkjanna. Honum fylgdu hvirfilbylir og flóð meðal annars í New York borg. Í tilkynningu frá bandarísku veðurstofunni er varað við mikilli rigningu og lífshættulegum flóðum allt til suðurhluta Nýja Englands í dag.
02.09.2021 - 04:54
Björgunarmenn leita fólks í kjölfar Idu
Staðfest er að fjögur eru látin eftir að fellibylurinn Ida gekk yfir Louisiana og Mississippi í Bandaríkjunum. Eins til viðbótar er saknað en talið er að hann hafi orðið krókódíl að bráð.  
01.09.2021 - 00:13
Bandaríkin
Hundruð þúsunda án rafmagns á austurströndinni
Hundruð þúsunda eru án rafmagns á austurströnd Bandaríkjanna eftir að hitabeltisstormurinn Henrý gekk á land í dag. Henrý var fyrst skilgreindur sem fellibylur, en dregið hafði úr krafti hans áður en hann náði ströndum.
22.08.2021 - 22:18
Fellibylurinn Henri stefnir á New York
Fellibylurinn Henri stefnir hraðbyri að ströndum New York-ríkis í Bandaríkjunum og er þegar farinn að láta til sín taka þar. Óveður sem skall á í gærkvöld í aðdraganda fellibylsins varð til þess að blása þurfti af stórtónleika sem blásið var til í Central Park í New York-borg í tilefni af tilslökunum á sóttvarnareglum. Búist er við að bylurinn sjálfur taki land á Long Island um klukkan 16 í dag að íslenskum tíma.
22.08.2021 - 03:44
Mexíkó
Minnst átta fórust af völdum fellibylsins Grace
Minnst átta hafa létu lífið þegar þriðja stigs fellibylurinn Grace fór hamförum í Veracruz-ríki í Mexíkó á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem yfirvöld sendu frá sér að kvöldi dags. Sex hinna látnu tilheyrðu sömu fjölskyldu og öll nema eitt bjuggu þau í Xalapa, höfuðborg Veracruz-ríkis, þar sem mikið tjón varð.
22.08.2021 - 00:45
Grace aftur til Mexíkó sem þriðja stigs fellibylur
Fellibylurinn Grace snýr aftur til austurstrandar Mexíkós, þríefldur eftir stuttan stans yfir hlýjum sjónum á Mexíkóflóa. Grace gekk á land á Yukatan-skaganum í Mexíkó á fimmtudag, þá sem fyrsta stigs fellibylur. Stormurinn feykti þökum af byggingum, braut tré og setti rafmagnsmöstur á hliðina auk þess sem úrhellisrigningin sem honum fylgdi olli usla víða.
21.08.2021 - 06:15
Fellibylurinn Grace snýr aftur, tvíefldur
Fellibylurinn Grace snýr aftur til austurstrandar Mexíkós, tvíefldur eftir stuttan stans yfir hlýjum sjónum á Mexíkóflóa. Grace gekk á land á Yukatan-skaganum í Mexíkó á fimmtudag, þá sem fyrsta stigs fellibylur. Stormurinn feykti þökum af byggingum, braut tré og setti rafmagnsmöstur á hliðina auk þess sem úrhellisrigningin sem honum fylgdi olli usla víða.
21.08.2021 - 03:18
Íbúar Mexíkó leita skjóls undan fellibylnum Grace
Flugferðum var aflýst í gær og ferðamenn þurftu að hafast við í neyðarskýlum þegar fyrsta stigs fellibylurinn Grace tók land á austanverðum Yucatan-skaga í Mexíkó. Búist er við úrhellisrigningu og flóðum af völdum fellibylsins.
19.08.2021 - 11:09
Mannskæður fellibylur nálgast Flórída
Fellibylurinn Elsa nálgast vesturströnd Flórídaskagans og reikna veðurfræðingar bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar með því að hann gangi norðaustur yfir skagann með morgninum og feti sig svo norður með austurströndinni. Elsa er fyrsti fellibylur þessa fellibyljatímabils á vestanverðu Atlantshafi. Hann náði fellibylsstyrk á leið sinni yfir Karíbahafið á dögunum, breyttist í hitabeltisstorm þegar hann gekk yfir Kúbu en hefur nú aftur náð fellibylsstyrk.
07.07.2021 - 04:44
Auknar líkur á fellibyljum yfir Atlantshafi
Á næstu fimm árum mun hitastig á yfirborði jarðar líklega verða 1,5 gráðum heitara en það var fyrir iðnbyltingu. Árum saman hafa vísindamenn varað við því að hitastig heims fari hækkandi og því muni fylgja miklar breytingar á veðurfari. Gangi ný spá eftir eru auknar líkur á hitabeltisfellibyljum yfir Atlantshafi.
Fellibylurinn Yass tekur land á austurströnd Indlands
Fellibylurinn Yass hefur tekið land á austurströnd Indlands, þar sem óttast er að hann eigi eftir að valda miklu tjóni. Meðalvindhraði er á milli 36 og 39 metrar á sekúndu en vel yfir 40 metrar á sekúndu í hviðum. 1.200.000 manns hefur þegar verið gert að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum ríkjanna Vestur-Bengal og Odisha, þar sem stormurinn hefur þegar kostað tvö mannslíf hið minnsta.
26.05.2021 - 06:22
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · fellibylur
Fellibylurinn Tauktae veldur tjóni á Indlandi
Fellibylur sem fer yfir Gujarat-ríki á Indlandi hefur orðið að minnsta kosti sjö manns að bana. Hátt í eitt hundrað er saknað. Mörg hundruð þúsund íbúar ríkisins eru án rafmagns. 
18.05.2021 - 17:34
Erlent · Asía · Veður · Indland · fellibylur
Heita 310 milljónum dala til mannúðaraðstoðar
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hét því í samtali við Alejandro Giammattei forseta Gvatemala að 310 milljónum dala yrði varið til mannúðaraðstoðar í Mið-Ameríku.
27.04.2021 - 02:16
Hondúras og Gvatemala
Yfir 400.000 í þörf fyrir brýna neyðaraðstoð
Yfir 400.000 manns í Hondúras og Gvatemala eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt Norsku flóttamannahjálpinni, sem rekur hjálparstarf víðsvegar um heiminn. Tveir geipiöflugir fellibyljir, Eta og Iota, gengu yfir löndin í nóvember, urðu á þriðja hundrað manns að bana og skildu eftir sig slóð eyðileggingar.
09.12.2020 - 03:25
Yfir 150.000 enn heimilislaus eftir óveður í Hondúras
Yfir 150.000 manns eru enn heimilislaus í Hondúras eftir að tveir öflugir fellibyljir fóru þar yfir fyrr í þessum mánuði. Fjórða stigs fellibylurinn Eta skall á Mið-Ameríkuríkjunum Hondúras og Níkaragva 3. nóvember og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Iota, annar og enn öflugri fellibylur, dundi svo á löndunum tveimur innan við hálfum mánuði síðar.
29.11.2020 - 01:49
Gríðarlegt tjón af völdum fellibylsins Iota
Nú er talið að fellibylurinn Iota hafi orðið 44 að fjörtjóni í löndum Mið-Ameríku. Björgunarsveitir leggja hart að sér við björgun mannslífa og mannvirkja.
20.11.2020 - 02:14
Iota veldur dauða og eyðileggingu
Nú eru yfir þrjátíu látin af völdum fellibylsins Jóta sem geisar um Mið-Ameríku aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Eta olli stórtjóni á sömu slóðum.
19.11.2020 - 05:09
Myndskeið
Bein afleiðing af hlýnun loftslags
Fellibylurinn Iota kom á land í Nígaragua í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti á árinu. Óttast er að eyðileggingin verði mjög mikil. Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í Nígaragua og Hondúras. Tveir, hið minnsta, hafa farist í hamförunum.
17.11.2020 - 19:56
Fimmta stigs fellibylurinn Iota er skollinn á Níkaragva
Fellibylurinn Iota tók land á norðanverðri Atlantshafsströnd Níkaragva laust fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Iota er fimmta stigs fellibylur, þar sem meðalvindhraðinn nær allt að 72 metrum á sekúndu og hviður eru enn hvassari, skýfall eltir skýfall og sjávarflóð ógna strandbyggðum hvar sem hann fer, segir í viðvörun Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Tugir þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Níkaragva og Hondúras, þar sem fellibylurinn mun hamast hvað harðast.
Fimmta stigs fellibylur nálgast Mið-Ameríku
Hitabeltisstormurinn Iota, sem nálgast ríki í Mið-Ameríku er orðin fimmta stigs fellibylur. Gert er ráð fyrir að hann valdi manntjóni og mikilli eyðileggingu í Níkaragva og Hondúras.
16.11.2020 - 17:50
Nær hálf milljón Víetnama flýr yfirvofandi fellibyl
Stjórnvöld í Víetnam hafa gert um 460.000 manns að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Fellibylurinn Vamco, sem varð minnst 42 að fjörtjóni á Filippseyjum í vikunni og eyðilagði eða stórskemmdi yfir 300.000 heimili á Luzon-eyju, er byrjaður að láta til sín taka við strönd Víetnams, þar sem hann mun ganga á land með morgninum.
15.11.2020 - 04:07
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam · Filippseyjar · fellibylur
42 fórust á Filippseyjum og þúsundir enn í vanda
Minnst 42 létu lífið þegar fellibylurinn Vamco gekk yfir Filippseyjar í vikunni og björgunarstörfum er langt í frá lokið. Strandgæsla, her, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar keppast enn við að bjarga þúsundum íbúa Kagajan-héraðs á norðurodda Luzoneyju, sem komast hvorki lönd né strönd vegna flóða í kjölfar fellibylsins. Wamco var þriðji fellibylurinn sem skall á Filippseyjum á þremur vikum, en sá 21. og jafnframt sá mannskæðasti á árinu.
14.11.2020 - 04:09