Færslur: Félagsmálaráðuneytið

Spegillinn
Þrisvar sinnum stærra átak en í hruninu
Þeir sem að hafa verið lengi atvinnulausir geta sótt um nám á næsta ári í framhaldsskólum eða háskólum án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, bindur vonir við að frumvarp verði að lögum á þingi sem hefst á fimmtudaginn. Miðað er við að í boði verði 2000 skólapláss í framhaldsskólum og 1000 í háskólum.
25.08.2020 - 17:38
Jafngildir tveggja vikna vinnu að svara Pírötum
Það jafngildir tveggja vikna vinnu sérfræðings að svara fyrirspurnum þingflokks Pírata til fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Máttu leggja stjórnvaldssekt á Menn í vinnu
Vinnumálastofnun var heimilt að leggja 2,5 milljón króna stjórnvaldsekt á starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Þetta kemur fram í úrskurði félagsmálaráðuneytisins. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í september á síðasta ári.
Styrkja Stígamót um 20 milljónir
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur tekið ákvörðun um að styrkja starfsemi Stígamóta um tuttugu milljónir króna næsta árið. Aukið álag hefur verið í þjónustu samtakanna að undanförnu. Styrkveitingunni er ætlað að létta álagið og draga úr biðtíma eftir þjónustunni.
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
780 skráðir á útkallslista velferðarþjónustunnar
Um 780 manns hafa skráð sig á útkallslista velferðarþjónustunnar. Félagsþjónustufulltrúi segir að erfitt geti verið að manna þjónustu við viðkvæma hópa og það sé eitt helsta áhyggjuefnið hjá sveitarfélögunum.
Fleiri sveitarfélög geti innleitt Barnasáttmálann
Barnamálaráðherra undirritaði í morgun samning sem á að tryggja öllum sveitarfélögum landsins stuðning  við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að sveitarfélög bíði í röðum eftir að innleiða samninginn.
18.11.2019 - 12:54
Sjónarhóll barnsins í forgrunni HEIMA
Þreyta, hungur og kuldi er raunveruleiki fyrstu sólarhringa fylgdarlausra barna og ungmenna sem leita að alþjóðlegri vernd hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtölum UNICEF á Íslandi við 31 barn sem kom hingað til lands á árunum 2016 til 2018 í leit að alþjóðlegri vernd. Viðtölin voru tekin vegna verkefnisins HEIMA, þar sem UNICEF skoðar móttöku barna út frá sjónarhorni barnanna sjálfra. Rætt var við börn á aldrinum 7 til 18 ára, auk ungmenna á aldrinum 18 til 21 árs.
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Fá leiðsöguhund í 80 ára afmælisgjöf
Blindrafélagið er áttatíu ára í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, styrkti félagið í tilefni dagsins um þrjár milljónir, eða fyrir kaupum og þjálfun á leiðsöguhundi.
19.08.2019 - 18:56
Vill styrkja húsnæðismarkaðinn úti á landi
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst ráðast í aðgerðir til þess að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Hann telji að aðgerðir af hálfu stjórnvalda þurfi til svo hægt sé að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á landsbyggðinni. Víða hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi.
Árborg tekur við fimm sýrlenskum flóttamönnum
Íslenska ríkið og sveitarfélagið Árborg hafa gert samning um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, undirrituðu samninginn á dögunum.
Fagnar boðuðum aðgerðum ráðherra í þágu barna
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fagnar boðuðum aðgerðum félags- og barnamálaráðherra vegna þeirrar tölfræði sem UNICEF birti í síðustu viku. Þar kom fram að um 13 þúsund barna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, eða um 16,4 prósent.
29.05.2019 - 11:40
Sérstök áhersla á yngri innflytjendur
Samanlagt 24 milljónum var veitt til 21 verkefnis úr þróunarsjóði innflytjendamála í dag. Á vef stjórnarráðsins segir að sjóðnum sé ætlað að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.
13.04.2019 - 01:11
Fréttaskýring
Takmarkaður réttur slítur barnsskónum
NPA er að geta skrópað í skólanum, NPA er rjóminn af félagsþjónustu - crème de la crème,  NPA er álag, NPA er flókið, NPA er uppspretta siðferðislegra álitamála, NPA er frelsi, NPA er nánd, NPA er að losna úr stofufangelsi, NPA er ábyrgð. Þetta er meðal þess sem Spegillinn hefur heyrt um Notendastýrða persónulega aðstoð en lög um hana voru samþykkt í apríl í fyrra. Þjónustan er óðum að slíta barnskónum hér á landi, þó ekki án vaxtaverkja.