Færslur: félagsmálaráðherra
Hefur boðað til annars fundar í tengslum við Laugaland
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti fund á föstudaginn með konum sem hafa lýst ofbeldi sem þær voru beittar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Annar fundur verður boðaður í þessari viku, samkvæmt upplýsingum úr félagsmálaráðuneytinu, þótt enn sé óljóst hvaða dag. Í framhaldi af þeim fundi verður tekin ákvörðun um það hvort starfsemin á Laugalandi verði rannsökuð.
17.02.2021 - 10:02
Réttur barns að njóta samvista með báðum foreldrum
Í nýju frumvarpi félagsmálaráðherra til fæðingarorlofs er lagt til að skipting fæðingarorlofsréttar verði þannig að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en þó verði heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra sé þess óskað í því skyni að koma til móts við aðstæður fjölskyldna.
26.11.2020 - 21:05
Kemur alls ekki til greina að hætta við flutning
Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að hætta við flutning brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þrátt fyrir aðvaranir um að flutningurinn veiki starfsemina.
13.07.2020 - 19:31
„Glórulaus“ veiking á brunavarnasviði
Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verður flutt norður á Sauðárkrók í haust. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tilkynnti um flutningana í lok maí á fundi þar sem hann boðaði aðgerðir til að efla brunavarnir í landinu. Innan sviðsins starfa nú fjórir sérfræðingar og ljóst er að enginn þeirra hefur hug á að flytja norður í land.
11.07.2020 - 15:09
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
30.06.2020 - 13:53
Fagna flutningi starfa til Sauðárkróks
Frá og með október verður opinberum stöðugildum fjölgað um átta á Sauðárkróki. Starfsmönnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður fjölgað ásamt því að fjögur störf verða færð frá Reykjavík.
24.06.2020 - 13:07
Sumarbúðir í Skagafirði fyrir ungmenni með sérþarfir
Sumarbúðir fyrir börn með ADHD og einhverfu verða starfræktar í Skagafirði í sumar. Búðirnar eiga að létta álagi af fjölskyldum í kjölfar COVID-19 og fjölga þeim valkostum sem stendur hópnum til boða.
03.06.2020 - 16:22
Ætlar ekki að bregðast við atvinnuleysi að svo stöddu
Félagsmálaráðherra ætlar ekki að bregðast við auknu atvinnuleysi að svo stöddu. Atvinnuleysi hefur aukist um þriðjung á þessu ári og mælist nú rúm fjögur prósent.
23.12.2019 - 20:01
Ráðherra segir glapræði að loka Krýsuvík
Gera þarf úrbætur á meðferðarheimilinu í Krýsuvík svo hægt sé að skrifa undir nýjan samning um rekstur þess. Krafa er gerð um fasta viðverðu starfsmanns - en vistmaður svipti sig lífi þegar enginn var á vakt. Félagsmálaráðherra segir að það væri glapræði að loka heimilinu og vill tryggja rekstur þess til framtíðar.
26.10.2019 - 19:05