Færslur: félagsmálaráðherra

Spegillinn
Hugað verði betur að breyttum vinnutíma
Félagsmálaráðherra vill að hugað verði betur að breyttum vinnutíma í næstu kjarasamningum og að komið verði betur til móts við fólk með skerta vinnugetu.
Hjálparstarfi kirkjunnar veittur 10 milljóna styrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað tíu milljón króna styrk til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginmarkmiðið er efla félagslega þjónustu við þau sem nýta sér þjónustu hjálparstarfsins.
39 kvótaflóttamenn til landsins næstu tvo daga
Von er á rúmlega sjötíu kvótaflóttamönnum til landsins á næstunni. Fólkið átti að koma á síðasta ári en för þess til landsins hefur tafist vegna heimsfaraldursins. Þrjátíu og níu kvótaflóttamenn koma til landsins á morgun og fimmtudag Fólkið er frá Sýrlandi og hefur för þess til Íslands tafist vegna heimsfaraldursins. Á næstunni kemur svipaður fjöldi til viðbótar frá ýmsum löndum. Fólkið hefði átt að koma til Íslands á síðasta ári en kemst fyrst nú.
07.09.2021 - 20:22
Myndskeið
Þau atvinnulausu finna mest fyrir kreppunni
Ríkisstjórnin ætlar að verja um fimm milljörðum króna til að unnt verði að skapa um sjö þúsund manns atvinnu. Úrræðið er ætlað þeim sem hafa verið án vinnu í eitt ár eða lengur. Forsætisráðherra segir að kreppan vegna faraldursins hafi ekki verið jafndjúp og óttast var. „En stóri vandinn er hins vegar atvinnuleysi. Þau sem eru atvinnulaus það er fólkið sem er að finna kannski mest fyrir þessari kreppu.“
Viðtal
Útvíkka ráðningastyrki með nýju atvinnuátaki
Með nýju atvinnuátaki „Hefjum störf“ stefnir ríkisstjórnin á að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra sveitarfélaga, telur alla græða á átakinu.
Hefur boðað til annars fundar í tengslum við Laugaland
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti fund á föstudaginn með konum sem hafa lýst ofbeldi sem þær voru beittar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Annar fundur verður boðaður í þessari viku, samkvæmt upplýsingum úr félagsmálaráðuneytinu, þótt enn sé óljóst hvaða dag. Í framhaldi af þeim fundi verður tekin ákvörðun um það hvort starfsemin á Laugalandi verði rannsökuð.
Réttur barns að njóta samvista með báðum foreldrum
Í nýju frumvarpi félagsmálaráðherra til fæðingarorlofs er lagt til að skipting fæðingarorlofsréttar verði þannig að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en þó verði heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra sé þess óskað í því skyni að koma til móts við aðstæður fjölskyldna.
26.11.2020 - 21:05
Kemur alls ekki til greina að hætta við flutning
Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að hætta við flutning brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þrátt fyrir aðvaranir um að flutningurinn veiki starfsemina.
„Glórulaus“ veiking á brunavarnasviði
Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verður flutt norður á Sauðárkrók í haust. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tilkynnti um flutningana í lok maí á fundi þar sem hann boðaði aðgerðir til að efla brunavarnir í landinu. Innan sviðsins starfa nú fjórir sérfræðingar og ljóst er að enginn þeirra hefur hug á að flytja norður í land.
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
Fagna flutningi starfa til Sauðárkróks
Frá og með október verður opinberum stöðugildum fjölgað um átta á Sauðárkróki. Starfsmönnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður fjölgað ásamt því að fjögur störf verða færð frá Reykjavík.
Sumarbúðir í Skagafirði fyrir ungmenni með sérþarfir
Sumarbúðir fyrir börn með ADHD og einhverfu verða starfræktar í Skagafirði í sumar. Búðirnar eiga að létta álagi af fjölskyldum í kjölfar COVID-19 og fjölga þeim valkostum sem stendur hópnum til boða.
Ætlar ekki að bregðast við atvinnuleysi að svo stöddu
Félagsmálaráðherra ætlar ekki að bregðast við auknu atvinnuleysi að svo stöddu. Atvinnuleysi hefur aukist um þriðjung á þessu ári og mælist nú rúm fjögur prósent.
23.12.2019 - 20:01
Myndskeið
Ráðherra segir glapræði að loka Krýsuvík
Gera þarf úrbætur á meðferðarheimilinu í Krýsuvík svo hægt sé að skrifa undir nýjan samning um rekstur þess. Krafa er gerð um fasta viðverðu starfsmanns - en vistmaður svipti sig lífi þegar enginn var á vakt. Félagsmálaráðherra segir að það væri glapræði að loka heimilinu og vill tryggja rekstur þess til framtíðar.