Færslur: Félagslíf

Sjónvarpsfrétt
Dreymir um heimsmeistaramót í sjó- og íssundi
Sundhópurinn Kuldavinir hittist við Skorradalsvatn á uppstigningardag til að ljúka vetrartímabilinu með sundspretti. Í hópnum eru rúmlega sjötíu manns, en fyrsti Íslendingurinn gekk ekki til liðs við hann fyrr en fyrir mánuði. Stofnandann dreymir um að skipuleggja heimsmeistaramót í sjósundi á Íslandi. 
28.05.2022 - 11:47
Kaffihús PEPP enn án húsnæðis - „Fólk er niðurbrotið“
Grasrótarsamtökin PEPP fyrir fólk í fátækt, hafa ekki fundið viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Samtökin tilkynntu í byrjun mánaðarins að vinsælu kaffihúsi þeirra í Mjódd yrði lokað, þar sem húsaleigusamningi þeirra hefði verið sagt upp. Allt innbú þeirra verður flutt í geymslu á morgun og framtíð kaffihússins er óráðin. Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri PEPP, segir skjólstæðinga þeirra miður sín yfir að missa athvarf sitt.
26.10.2021 - 16:45
Viðtal
Voru heima alla daga og máttu varla hitta neinn
„Ég var brjáluð og fór að hágráta. Mér fannst þetta ömurlegt því það var búið að segja manni að menntaskóli væri svo mikilvæg ár,“ segir Ingunn Marta Þorsteinsdóttir. Hún og Júlía Pálsdóttir vinkona hennar urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar þær byrjuðu spenntar í Menntaskólanum í Reykjavík í haust en lítið beið þeirra nema fjarkennsla og einangrun.
26.05.2021 - 09:11
Margra mánaða bið eftir símavini
Um 25 bíða nú eftir að fá úthlutað símavini hjá Rauða krossinum. Verkefnisstjóri segir það geta tekið fólk langan tíma að stíga það skref að óska eftir símavini. Yngri notendum og einnig erlendum hefur fjölgað.
Viðtal
„Það er betra að hætta inn í sumarið“
„Fyrsta árið var svolítið skrítið, það vantaði svolítið inn í tilveruna því þessi tilvera, vinnutilveran, sérstaklega þegar maður er búinn að vinna svona lengi á sama stað, er partur og jafnvel stór partur af hverjum manni, vinnustaðurinn, vinnufélagarnir.“ Svona lýsir Jóhann Salomon Gunnarsson þeim tímamótum að hætta að vinna.