Færslur: Félags- og barnamálaráðherra

Viðtöl
Ráðherrar vísa Hjalteyrarmálinu hver á annan
Forsætisráðherra segir það hlutverk dómsmálaráðherra að ákveða hvort ráðist verði í rannsókn á Vistheimili á Hjalteyri. Dómsmálaráðherra segir það hins vegar á ábyrgð forsætisráðherra. Barnamálaráðherra vísar málinu frá sér. 
Segist vilja byrja á úrræðum fyrir börn í mestum vanda
Barnamálaráðherra bindur miklar vonir við nýsamþykktar breytingar í málefnum barna sem auka eiga samvinnu og bæta samfellu í þjónustu við börn. Hann vill að byrjað verði á þjónustu við börn sem eiga í mestum vanda. 
Sjónvarpsfrétt
Þorpið afhenti íbúðir
Biðröð myndaðist utan við nýtt fjölbýlishús í Gufunesi í Reykjavík dag þar sem 45 íbúðakaupendur fengu lykla afhenta. Allir voru þeir að kaupa fyrstu íbúð sína. Félagsmálaráðherra afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni og síðan fengu nýir eigendur sína lykla hver af öðrum. Þorpið vistfélag byggði íbúðirnar, en alls stendur til að byggja 137 íbúðir. 
Spegillinn
Frumvarp um févíti ekki lagt fram
Frumvarp um brotastarfsemi á vinnumarkaði sem átti að leggja fram í tengslum við lífskjarasamninginn verður ekki lagt fram fyrir þinglok. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að leggja fram frumvarp hefur ekki náðst sátt um það innan verkalýðshreyfingarinnar. Líklegt er að tekist verði á um málið í næstu kjaraviðræðum.
Leita leiða til að stytta biðtíma atvinnuleysisbóta
Það tekur Vinnumálastofnun almennt fjórar til sex vikur að afgreiða umsóknir um atvinnuleysibætur frá því þær berast. Oft tekur afgreiðslan skemmri tíma, einkum þegar öll gögn fylgja með umsókn, en þó getur dregist að afla gagna.
Rannsókn á Laugalandi á að ljúka í desember
Félagsmálaráðuneytið gerir ráð fyrir að rannsókn á meðferð kvenna sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997-2007 ljúki í desember. Konurnar hafa lýst illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á heimilinu, sem áður bar heitið Varpholt.
Ráðherra kynnti tillögur til úrbóta í brunavörnum
Heimildir til að fjöldi fólks verði skráður á sama lögheimili verða endurskoðaðar og kannað skal hve margir búa húsnæði sem ekki er ætlað til íbúðar. Jafnramt skal skrá alla leigusamninga ásamt því sem skilgreina ber mismunandi tegundir útleigu.
Ráðherra fundar með meintum þolendum
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hyggst hitta meinta þolendur af meðferðarheimilinu Laugalandi áður en hann tekur ákvörðun um hvort farið verður í opinbera rannsókn á meintu harðræði á heimilinu.
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Frásagnir af ofbeldi á Laugalandi á borði ráðherra
Forsætisráðherra segir félags- og barnamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um málefni kvenna sem hafi lýst harðræði og ofbeldi á Laugalandi í Eyjafirði. Málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans.
04.02.2021 - 22:56
343 börn bíða í allt að tvö ár eftir greiningu
Allt að tveggja ára bið er eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og nú eru 343 börn á biðlista þar. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár og þau bíða lengur en áður. Veita á 80 milljónum króna til að stytta biðlistana, einkum hjá yngstu börnunum. Markmiðið er að hann verði kominn niður í 200 börn á næsta ári og að þau þurfi ekki að bíða lengur en í tíu mánuði.
Miklar breytingar í nýjum lögum um fæðingarorlof
Fyrsta janúar taka gildi breytingar á lögum um fæðingarorlof og er helsti munurinn frá fyrri lögum að það lengist úr tíu mánuðum í tólf. Heimildir til framsals fæðingarorlofsréttar eru rýmkaðar mikið og ýmislegt annað breytist sömuleiðis.
Mikilvægt að feður taki meira en þrjá mánuði í orlof
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra aukast um tíu milljarða króna á fimm ára tímabili, frá 2017 til 2022. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. Hann segir að gagnrýni á nýtt frumvarp um fæðingarorlof hafi verið mætt.
Heimahjúkrun ein forsenda þess að fólk búi lengur heima
Heimahjúkrun er ein forsenda þess stefnumiðs íslenskra stjórnvalda að fólki verði gert mögulegt að búa sem lengst á eigin heimili þótt aldurinn færist yfir.
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Minna svigrúm í nýjum fæðingarorlofslögum
Sá hluti fæðingarorlofs sem foreldrar geta skipt á milli sín verður styttur og sá tími sem foreldrar hafa til að nýta sér það verður styttur, verði frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi að lögum. Þar er ennfremur lagt til að foreldrar fái sjálfstæðan rétt til töku orlofs eftir fósturlát eða andvana fæðingu. 
Myndskeið
Eyrnamerkja þrjú þúsund námspláss fyrir atvinnulausa
Þeim sem hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur býðst að hefja nám og fá fullar atvinnuleysisbætur í eina önn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Vinnumálastofnun hefur eyrnamerkt þrjú þúsund námspláss í menntakerfinu fyrir þennan hóp.
Myndskeið
Kalla eftir samræmi í stuðningi við fjölskyldur
Framkvæmdastjóri Einstakra barna kallar eftir því að viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum til að styðja við fjölskyldur fatlaðra og langveikra barna verði samræmd.
„Glórulaus“ veiking á brunavarnasviði
Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verður flutt norður á Sauðárkrók í haust. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tilkynnti um flutningana í lok maí á fundi þar sem hann boðaði aðgerðir til að efla brunavarnir í landinu. Innan sviðsins starfa nú fjórir sérfræðingar og ljóst er að enginn þeirra hefur hug á að flytja norður í land.

Mest lesið