Færslur: Félagasamtök

Vill að stjórnvöld setji atvinnugeirum skýr losunarmörk
Framkvæmdastjóri Landverndar segir ríkisstjórnina ekki hafa gripið til alvöru loftslagsaðgerða sem taki beint á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland sé langt frá því að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.  Þrenn umhverfisverndarsamtök skora á stjórnvöld, í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Glasgow,að setja sér markmið um 70% samdrátt í losun fyrir árið 2030. 
Samtök kennara í Hong Kong lögð niður
Fagkennarasambandið, fjölmennasta verkalýðsfélag Hong Kong tilkynnti í dag að það yrði leyst upp. Kínversk stjórnvöld segja kennara hafa verið í fararbroddi mótmæla í landinu fyrir tveimur árum.
10.08.2021 - 12:35
Styðja við og efla stelpurokk í Tógó
Rokkbúðirnar Stelpur rokka og félagssamtökin Sól í Tógó standa að söfnun til uppbyggingar tónlistarstarfs í Tógó. Fulltrúi Stelpur rokka á Íslandi segir að þetta séu mögulega fyrstu rokkbúðirnar af þessu tagi í Vestur-Afríku. Almenningur í Tógó hefur jafnan engan aðgang að tónlistarnámi en landið er mjög fátækt.
22.07.2018 - 16:12
Vilja aðild að Transparency International
Allt útlit er fyrir að landsdeild alþjóðasamtakanna Transparency International verði stofnuð á Íslandi innan skamms. Samtökin Gagnsæi, sem stofnuð voru í lok síðasta árs, hafa sótt um aðild að samtökunum.
03.03.2015 - 15:53