Færslur: Félag sjúkraþjálfara

Skilyrði um tveggja ára reynslu sjúkraþjálfara afnumið
Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi umdeilt skilyrði um að sjúkraþjálfarar þurfi að hafa starfað í tvö ár eftir löggildingu til að ríkið taki þátt í kostnaði sjúklings.
„Í rauninni verið að brjóta á þeim sjúkratryggða“
Formaður Félags sjúkraþjálfara segir félagið að óbreyttu þurfa að leita til dómstóla vegna íþyngjandi ákvæðis reglugerðar um nýútskrifaða sjúkraþjálfara. Hún telur reglugerðina búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir efnameiri geti fengið þjónustu fyrr.
Viðtal
„Þetta er aðför að starfsréttindum okkar fólks“
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, telur að breytt reglugerð um endurgreiðslu á kostnaði sjúkraþjálfara vinni gegn nýliðun í greininni og leiði til verri þjónustu á landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri reglugerð þurfa nýútskrifaðir sjúkraþjálfara að vinna í tvö ár eftir útskrift til að fá samþykkta greiðsluþátttöku frá ríkinu.
Sakar sjúkraþjálfara um að beita sjúklingum fyrir sig
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sakar sjúkraþjálfara um að beita sjúklingum fyrir sig í deilu við yfirvöld. Sjúklingar þurfa nú að greiða allt að átta þúsund krónur fyrir sjúkraþjálfun og sækja sjálfir endurgreiðslu til Sjúkratrygginga. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sent Samkeppniseftirlitinu bréf og tilkynnt grun um ólögmætt verðsamráð sjúkraþjálfara.
Verður til þess að fólk hættir að fara í sjúkraþjálfun
Full greiðsla fyrir sjúkraþjálfun kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Mörgum fötluðum sé það illgerlegt að fara með reikninga fyrir sjúkraþjálfun í Sjúkratryggingar og óska eftir endurgreiðslu. Viðbúið sé að margir öryrkjar hætti að sækja sér heilbrigðisþjónustu, eins og sjúkraþjálfun og heimsóknir til sérfræðilækna sem margir hverjir taki aukagjald sem ekki sé niðurgreitt af ríki.
Alrangt að sjúkraþjálfarar viðhafi ólögmætt verðsamráð
Þeir sem sækja meðferð hjá sjúkraþjálfara þurfa nú að greiða fullt gjald, á bilinu 6.000 til 8.000 krónur, fyrir skiptið og sækja sjálfir um niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sjúkratryggingar hafa tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Formaður félagsins segir alrangt að sjúkraþjálfarar viðhafi ólögmætt verðsamráð.
„Fólk er ekki malbik“
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa samþykkt að segja sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Aðgerðirnar ættu þó að hafa óveruleg áhrif á sjúklinga, segir sjúkraþjálfari. Sjúkraþjálfarar vilja skýrari stefnu og svör um hvernig eigi að haga innkaupum í heilbrigðisþjónustu.
Færri hljóta örorku eftir aukna niðurgreiðslu
Hægt er að færa rök fyrir því að færri hljóti örorku vegna stoðkerfisvanda eftir aukna greiðsluþátttöku ríkisins við sjúkraþjálfun, að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Færri hafa hlotið örorku vegna stoðkerfissjúkdóma á þessu ári en undanfarin tíu ár.
Færri hljóta örorku vegna stoðkerfissjúkdóma
Færri hafa hlotið örorku vegna stoðkerfissjúkdóma það sem af er þessu ári en undanfarin ár. Formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, telur að þróunina megi rekja til þess að nú þarf fólk að greiða minna fyrir tíma hjá sjúkraþjálfara.
Mikil aðsókn og kostnaður meiri en til stóð
Fleiri nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkraþjálfarar eru ánægðir með kerfið en líst illa á vinnuskjal sem birtist vegna misskilnings á vef Sjúkratrygginga Íslands í byrjun vikunnar.