Færslur: Félag íslenskra náttúrufræðinga

„Autt atkvæði er autt atkvæði“
„Þetta stangast á við lög um alla aðra atkvæðagreiðslu,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann lagði fram frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að við atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings teljist autt atkvæði ógilt. Tilefnið er nýlegur úrskurður Félagsdóms um að auðir seðlar skyldu taldir með í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisins í vor.
BHM telur dóm Félagsdóms rangan
Bandalag háskólamanna (BHM) telur að dómur Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Bandalagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag.
Samningurinn gildir þótt fleiri hafi sagt nei en já
Félagsdómur hefur viðurkennt að samkomulag um breytingar á kjarasamningi milli Félags íslenskra náttúrufræðinga og íslenska ríkisins sé í gildi þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi viljað fella samninginn en samþykkja hann. Dómurinn var kveðinn upp í gær.