Færslur: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Viðræðurnar eru flóknar en þokast áfram
Samningafundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins, sem hófst klukkan 13, stendur enn. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, kveðst ánægður með vinnu dagsins og samninganefndirnar og segir að viðræðurnar þokist áfram en að þetta sé flókið verkefni. Fundinum lýkur um klukkan 18 og hefur annar verið boðaður á morgun.
Hjúkrunarfræðingar og ríkið hafa fundað í allan dag
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hafa fundað með ríkissáttasemjara frá klukkan eitt í dag og stendur fundur enn.
Segir hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni oft gleymast
Hjúkrunarfræðingur segir landsbyggðina oft gleymast í umræðunni um kjaramál. Hún vill leggja stofnanasamninga af og segir alla eiga að sitja við sama borð í samningagerð.
Fyrsti samningafundur í hálfan mánuð
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda hjá ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í dag. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars.
Fundur boðaður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Félags hjúkrunarfræðinga og ríkisins á samningafund á mánudag. Síðasti fundur í deilunni var 24. mars.
„Fólk leggur allt til hliðar”
Á annað hundrað hjúkrunarfræðingar sem vinna utan heilbrigðiskerfisins hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar sem eru í fæðingarorlofi skráð sig á listann.
Spegillinn
Gæti kostað ríkið 3-4 milljarða
Kostnaður ríkisins vegna styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufóki gæti numið nokkrum milljörðum króna. Stytting úr 40 stundum í 36 þýðir að manna þarf sem nemur 450 nýjum stöðugildum. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mestu breytingar á vinnumarkaði sem gerðar hafa verið í áratugi.
12.02.2020 - 17:07
  •