Færslur: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Fagnar því að heilbrigðisyfirvöld hafi áttað sig
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að loksins hafi heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir slæmri stöðu á bráðamóttöku Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Tími hafi verið kominn til og vonandi rætist nú úr.
Sjónvarpsfrétt
Sólveig Anna segir yfirlýsingu Bárunnar sorglega
Formenn stéttarfélaganna Bárunnar og Eflingar deila hart hvor á aðra á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins en forseti Alþýðusambandsins hvetur til samstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir sorglegt að formaður Bárunnar hafi ekki um annað merkilegra að hugsa en að senda frá sér harðorða ályktun þar sem segir að uppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ósvífnar og óskiljanlegar.
Sjónvarpsfrétt
Staðan snúin og svört — ásókn eykst í sjúkrasjóði
Mannekla á bráðamóttöku Landspítala hefur sjaldan verið meiri. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu spítalans, segir að uppsafnað álag eftir kórónuveirufaraldurinn sé helsta ástæðan og segir stöðuna snúna. Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að staðan sé svört, ásókn í sjúkrasjóði félagsins hafi tvöfaldast á þremur árum.
„Við eigum börn og fjölskyldur eins og aðrir“
Fyrirsjáanleikinn er enginn og fólk er orðið langþreytt. Þetta segir Aníta Aagestad, hjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún gengur nú kvöldvaktina á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, í sóttkví. Það sárvantar fólk á deildina. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga vonast eftir aðgerðum frá stjórnvöldum, ýmis sóknarfæri séu til staðar. Hún harmar það að 14 hjúkrunarfræðinemar fái ekki að halda áfram námi eftir jól vegna plássleysis í háskólunum.
Morgunvaktin
„Er einhver sem hefur tekið 15 ár í að reisa spítala?“
Það er óviðunandi hversu langan tíma hefur tekið að byggja nýjan Landspítala ekki síst í ljósi þess að sá sem fyrir er er löngu hættur að standast nútímakröfur sjúkrahúsa. Efla þarf eftirlit með heilbrigðiskerfinu. Þetta er mat formanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands.
Hjúkrunarfræðingar kvíða vetrinum
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölskyldulíf hjúkrunarfræðinga sem gæta sóttvarna sinna umfram aðrar starfsstéttir. Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar hafi flutt af heimilum sínum til að geta verið í sjálfskipaðri sóttkví á milli vakta og þá eru dæmi um að börn hjúkrunarfræðinga hafi ekki fengið að fá vini í heimsókn til að halda smithættu á heimili í lágmarki.
Kastljós
Endurskoða þarf verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu
„Það má alltaf gera betur, eitt af því sem þarf að skoða er verkaskipting í heilbrigðiskerfinu og tilfærsla verkefna milli fagstétta,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en að ekki sé að ástæðulausu að hjúkrunarfræðingar sinni ýmsum stjórnunarstörfum.
Myndskeið
Vinnuvikan styttist hjá þúsundum í næstu viku
Tugþúsundir launafólks í dagvinnu hjá hinu opinbera þurfa aðeins að vinna 36 klukkstundir í komandi viku í stað 40 stunda. Formenn BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna þessum kaflaskilum í baráttunni. Vaktavinnufólk þarf að bíða til 1. maí.
Niðurstaða gerðardóms „mikil vonbrigði“
Niðurstaða gerðardóms frá því í gær, um kjör hjúkrunarfræðinga, er „mikil vonbrigði“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér síðdegis. Þar segir að mun meira hafi þurft til og að stjórn félagsins harmi „að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga.“
„Framkvæmdin og útfærslan er algjörlega eftir“
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir það fagnaðarefni að niðurstaða sé komin í kjaradeilu þeirra við ríkið eftir tæpt eitt og hálft ár í kjarabaráttu. Gerðardómur birti úrskurð sinn um launalið sem vísað var til hans fyrr í sumar og úrskurðar að ríkið leggi Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum til aukna fjármuni til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga.
Gerðardómur skipaður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Ástráður Haraldsson héraðsdómi og aðstoðarríkissáttasemjari hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og auk hans skipa dóminn þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og doktor í sálfræði og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og doktor í heilsuhagfræði.
Tveir þriðju hjúkrunarfræðinga sögðu já
Hjúkrunarfræðingar samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem felur í sér að launaliðnum í kjaradeilu þeirra við ríkið verði vísað til gerðardóms.
Spegillinn
Gerðardómur skili eigi síðar en 1. september
Ef miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins verður samþykkt á gerðardómur að skila úrskurði eigi síðar en 1. september. Ef tillagan verður felld verða að líða rúmar tvær vikur þar til verkfall gæti hafist. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á morgun og lýkur á laugardag.
Mjög sérstakt að launamál fari aftur fyrir gerðardóm
„Ég er sátt. Ef ég horfi til baka yfir þetta fimmtán mánaða ferli má í rauninni segja að við séum búin að ná mjög stórum hluta af því sem við vorum að berjast fyrir. Fyrir utan auðvitað launaliðinn,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í deilu félagsins við ríkið í gærkvöldi.
Öðruvísi en að setja allan samninginn í gerðardóm
Verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í morgun var afstýrt í gærkvöld með miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni. Í miðlunartillögunni felst að hluti launaliðarins fari í gerðardóm. Ríkissáttasemjari segir virði í því að samkomulag hafi náðst um önnur atriði og aðeins launaliðurinn fari fyrir gerðardóm. Fái miðlunartillagan ekki brautargengi þyngist deilan enn frekar.
Erfitt að halda áfram að skima án hjúkrunarfræðinga
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að án hjúkrunarfræðinga verði mjög erfitt að halda áfram skimun fyrir kórónuveirunni. Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst í fyrramálið klukkan átta, ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.  
Hlé á samningaviðræðum hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins gerðu hlé á samningaviðræðum sínum klukkan rúmlega fjögur í dag.
Fundi lokið án niðurstöðu og viðræður á viðkvæmu stigi
Fundi ríkis og samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hjá ríkissáttasemjara lauk á sjötta tímanum án niðurstöðu. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi.
„Mér er nóg boðið eftir 38 ára starf“
Göngudeildin er ekki á undanþágulista Landspítalans en mannauðsstjóri segir að sótt verði um undanþágu skelli verkfallið á. Hjúkrunarfræðingur sem fréttastofa tók tali eftir félagsfund sagði að hún væri í fyrsta skipti á nærri fjörutíu ára ferli hlynnt verkfalli.
Mæta vongóð til fundar: „Sitjum eins lengi og þarf“
„Við sitjum við eins lengi og þarf og eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fyrir sáttafund ríkisins og hjúkrunarfræðinga sem hófst klukkan ellefu. Það eru aðeins fjórir dagar í boðað verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst að óbreyttu klukkan átta á mánudagsmorgun.
Viðtöl
„Mjög þungt mál og það styttist í verkfall“
Engin niðurstaða varð á samningafundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög alvarlega og undirbúningur verkfalls sé í fullum gangi. Næsti fundur verður á mánudag.
Tvær vikur í verkfall hjúkrunarfræðinga
Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins verður í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Tvær vikur eru þangað til ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst.
Myndskeið
Verkfall hjúkrunarfræðinga: „Mjög margt mun bíða“ á LSH
2600 hjúkrunarfræðingar fara að óbreyttu í verkfall eftir rúmar tvær vikur eftir 15 mánaða samningsleysi. Mjög alvarleg tíðindi, segir forstjóri Landspítalans. Margt muni bíða og þjónusta fara úr skorðum. Vonbrigði, segir formaður samninganefndar ríkisins.
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall
Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga samþykkti verkfallsaðgerðir. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um verkfallsboðun. Já sögðu 85,5 prósent og nei 13,3 prósent.
Ljóst í dag hvort hjúkrunarfræðingar boða verkfall
Atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu lýkur á hádegi í dag og er niðurstöðu að vænta fljótlega í kjölfarið. Atkvæðagreiðslan nær til rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðinga.