Færslur: Félag íslenskra atvinnuflugmanna

Uppsagnir flugmanna dæmdar ólögmætar
Félagsdómur staðfesti nú síðdegis ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í Félagi Íslenskra Atvinnuflugmanna. Formaðurinn segir málið fordæmisgefandi, ekki bara fyrir flugmenn heldur fyrir öll stéttarfélög í landinu.
Spegillinn
Félagsleg undirboð í sinni tærustu mynd
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það sé hvorki siðferðislega rétt né lögum samkvæmt að segja upp fastráðnum flugmönnum í kjaradeilu til þess að þvinga þá til að gefa eftir lungann af sínum kjörum. Verkfall 11 flugmanna hjá flugfélaginu Bláfugli hefur staðið yfir í hálfan mánuð.
15.02.2021 - 17:00
Kröfu um lögbann á verkfallsvörslu synjað
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu synjaði í dag kröfu flugfélagsins Bláfugls um að lögbann yrði sett á verkfallsvörslu vegna verkfalls 11 flugmanna félagsins. Verkfall þeirra hefur staðið frá mánaðamótum.
Flugmenn tóku margir persónulega þátt í útboðinu
Icelandair Group sagði í gær upp 88 manns og taka uppsagnirnar gildi fyrsta október. Þar af voru 68 flugmenn. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að uppsagnirnar hafi komið félagsmönnum í opna skjöldu eftir vel heppnað hlutafjárútboð, sem margir þeirra hafi tekið þátt í.
Flugmenn Icelandair á upprifjunarnámskeið um öryggismál
Sex til átta flugmenn verða um borð í flugvélum Icelandair frá mánudegi. Flugrekstrarstjóri félagsins segir þá hafa alla öryggisþjálfun sem krafist er en fari þó á stutt upprifjunarnámskeið næstu daga. Hagfræðingur segir Icelandair í lífróðri og að verið sé að reyna að bjarga fyrirtækinu.
Icelandair ræður aftur 114 flugmenn af 421
Icelandair hefur dregið til baka 114 uppsagnir flugmanna af þeim 421 sem sagt var upp í apríl. Alls munu því 139 flugmenn starfa hjá Icelandair um mánaðamótin.
Fréttaskýring
„Vanir því að fá vandamál í andlitið á 80% hljóðhraða“
Flugmenn hjá Icelandair bjóðast til að taka á sig tuttugu og fimm prósenta skerðingu á launum og réttindum til þess að hjálpa félaginu í gegnum efnahagsþrengingar. Forstjórinn segir í bréfi til starfsfólks að það sé helsta hindrunin fyrir því að bjarga Icelandair. Flugfreyjur reiddust við bréfið og ætla ekki að taka á sig launalækkun. Flugvirkjar sömdu í dag.