Færslur: Félag grunnskólakennara

Nýr formaður telur mikilvægt að efla félagið
„Mér finnst mikilvægt að virkja félagið og efla hinn almenna félagsmann til starfa og umræðu um kjör og aðstæður kennara,“ segir Mjöll Matthíasdóttir, nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara.  
07.05.2022 - 18:33
Sitjandi formaður Félags grunnskólakennara felldur
Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari í Þingeyjarskóla, hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara næstu fjögur árin.
07.05.2022 - 15:06
Kjörsókn hjá FG rúmlega 33 prósent á hádegi
Þriðjungur félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hafði tekið þátt í formannskosningu á hádegi í dag. Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan tvö á hádegi á morgun.
Kosning hafin um nýja formenn FG og FF
Formannskjör Félags grunnskólakennara og Félags framhaldsskólakennara hófst í dag. Þrjú sækjast eftir að stýra Félagi grunnskólakennara og tveir bítast um formennskuna í Félagi framhaldsskólakennara. Atkvæðagreiðslu um formann FG lýkur á laugardag og til formanns FF á föstudag.
Mótframboð gegn formönnum FG og FF
Formenn Félags grunnskólakennara og Félags framhaldsskólakennara hafa bæði fengið mótframboð. Þrjú sækjast eftir að stýra Félagi grunnskólakennara og tveir bítast um formennskuna í Félagi framhaldsskólakennara. Framboðsfundir verða í kvöld og annað kvöld. Þann 7. maí kemur í ljós hverjir hafa orðið fyrir valinu. Félögin tvö eru aðildarfélög Kennarasambands Íslands.
Þorgerður og Mjöll gefa kost á sér í formennsku
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér í formennsku félagsins. Hún var kjörin formaður árið 2018. 
21.04.2022 - 10:40
Grunnskólakennarar samþykkja nýjan kjarasamning
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning með ríflega 60% atkvæða. Samningurinn byggir á lífskjarasamningnum, en helstu umbætur fyrir kennara felast í auknum sveigjanleika til fjarvinnu, að sögn formanns Félags grunnskólakennara.
18.03.2022 - 10:29
Viðtal
Snýr upp á Dalvíkurbyggð en ekki foreldrana
„Þau mega alveg hafa sína skoðun á því og ég get ímyndað mér að fólk sem á í hlut finnist ýmislegt um þetta og þá sérstaklega ef það er tilgreint svona nálægt. En það voru ekki tilgreind nöfn eða annað í þessum fréttaflutningi eða annað en það sem kemur fram í dómnum sem slíkum,“ segir formaður Félags grunnskólakennara um gagnrýni foreldra á að bæjarfélagið Dalvíkurbyggð hafi verið nefnt á nafn í fréttatilkynningu Kennarasambandsins.
Kennarar vilja fá greitt - sveitarfélög segja nei
Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar kröfu Félags grunnskólakennara um að greiða kennurum útkall samkvæmt kjarasamningi fyrir smitrakningu. Félagið er þegar með tvö mál gegn sveitarfélögunum fyrir félagsdómi tengd covid-vinnu. Formaður Félags grunnskólakennara segir útkallsgreiðslur líka enda fyrir dómi, takist ekki að semja. 
Spegillinn
Segir niðurstöðuna dapurlega og mikil vonbrigði
Grunnskólakennarar kolfelldu í dag kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lauk á hádegi í dag og var niðurstaðan sú að nei sögðu tæp 74% og tæpur fjórðungur sagði já.
Kennarar kolfelldu kjarasamninginn
Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71% og 24,82% sögðu já.
13.01.2022 - 12:51
Viðbúið að hökt verði í vinnu og skóla í vikunni
Gera má ráð fyrir að hjól atvinnulífsins verði ekki á fullum gangi fyrstu vinnuviku ársins þegar nærri fjórtán þúsund manns eru frá vegna covid og engin kennsla í skólum á morgun þar sem skipuleggja á sóttvarnir. 
Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning
Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðdegis í gær. Þetta segir í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.
Spegillinn
Ágreiningur um styttingu vinnutíma kennara
Kjaradeila Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er komin á borð ríkissáttasemjara. Samningurinn sem undirritaður var í byrjun september 2020 rennur út um áramótin.
Spegillinn
Vilja verkstjórn sáttasemjara í kjaradeilu
Kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga rennur út um næstu áramót. Viðræður um nýjan kjarasamning hafa ekki borið árangur og nú hefur kjaradeilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Hann hefur boðað deilendur á samningafund á föstudaginn, 17. desember.
Spegillinn
Dæmi um að vanti réttindakennara í yfir 30% starfa
Hlutfall réttindalausra sem vinna við kennslu í grunnskólum landsins var 16% á síðasta ári, en er mjög misjafnt eftir landshlutum.
18.10.2021 - 17:24
Hólfaskipting nauðsynleg og áskoranir í skólastarfi
Formaður félags grunnskólakennara segir að hólfa þurfi niður skóla til að koma í veg fyrir smit og sóttkví skólabarna. Margar áskoranir bíði kennara og foreldra fyrir komandi skólavetur. Á morgun hefst bólusetning 12-16 ára barna í Laugardalshöll. Hún er þegar hafin víða á landsbyggðinni.
Myndskeið
Er 75% öryrki eftir árás grunnskólanemanda
Grunnskólakennari sem hlaut áverka af völdum nemanda síns í kennslustofu fyrir nokkrum árum er nú 75% öryrki eftir árásina. Dæmi eru um að kennarar hafi farið í langt leyfi frá störfum í kjölfar slíkra atvika eða jafnvel horfið frá kennslu. Formaður Félags grunnskólakennara segir að réttur kennara til öryggis á vinnustað sé ekki nægilega vel tryggður.
Myndskeið
Skertur skóladagur hjá mörgum
Ekki geta allir nemendur fengið heilan skóladag nú þegar hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi í skólum landsins í fyrramálið. Starfsfólk grunnskólanna var í óða önn í dag að breyta uppröðun borða í kennslustofum til að mæta nýjum reglum. Skólastjóri segir að ekki séu nægilega margar skólastofur svo allir geti mætt og verið í tveggja metra fjarlægð frá öðrum nemendum.
02.11.2020 - 19:30
Félag grunnskólakennara andvígt undanþágum yngri bekkja
Stjórn Félags grunnskólakennara sendi í kvöld frá sér ályktun þar sem farið er fram á að heilbrigðis- og menntamálaráðherrar endurskoði þær undanþágur frá sóttvarnareglum, sem gefnar eru í nýrri reglugerð um skólastarf, enda sé með þeim grafið alvarlega undan meginmarkmiði reglugerðarinnar. Formaður félagsins segir þær á skjön við reglugerð og tilmæli heilbrigðisráðherra frá því fyrir helgi.
Grunnskólakennarar samþykktu samninginn
Rúm 73% grunnskólakennara samþykktu kjarasamning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga 7. október.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Grunnskólakennarar þurfi að finna fyrir ákveðnu öryggi
Formaður félags grunnskólakennara segir nýundirritaðan kjarasamning opna á sveigjanlegra starfsumhverfi fyrir kennara, en nýr samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga var undirritaður á ellefta tímanum í gærkvöld.
Spyrja sig hvort sóttvarnir í skólum séu nægar
Það þarf að skoða í hverjum skóla fyrir sig hvað hægt er að gera til að takmarka röskun á skólastarfi vegna farsóttarinnar, að mati formanns félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar séu hræddir eins og aðrir landsmenn.
Kjaraviðræður grunnskólakennara til ríkissáttasemjara
Viðræðuáætlun samninganefndar Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út í gær. Ekki tókst að semja og kjaraviðræðunum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við fréttastofu að atburðarás síðustu daga hafi verið mikil vonbrigði.
01.10.2020 - 23:13