Færslur: Félag framhaldsskólakennara

Kosning hafin um nýja formenn FG og FF
Formannskjör Félags grunnskólakennara og Félags framhaldsskólakennara hófst í dag. Þrjú sækjast eftir að stýra Félagi grunnskólakennara og tveir bítast um formennskuna í Félagi framhaldsskólakennara. Atkvæðagreiðslu um formann FG lýkur á laugardag og til formanns FF á föstudag.
Mótframboð gegn formönnum FG og FF
Formenn Félags grunnskólakennara og Félags framhaldsskólakennara hafa bæði fengið mótframboð. Þrjú sækjast eftir að stýra Félagi grunnskólakennara og tveir bítast um formennskuna í Félagi framhaldsskólakennara. Framboðsfundir verða í kvöld og annað kvöld. Þann 7. maí kemur í ljós hverjir hafa orðið fyrir valinu. Félögin tvö eru aðildarfélög Kennarasambands Íslands.
Framhaldsskólakennarar samþykktu kjarasamning
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var hjá ríkissáttasemjara 31. mars síðastliðinn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara runnu út um áramótin. 
Samningur framhaldsskólakennara og ríkisins í höfn
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólumskrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Nýja samningnum er ætlað að gilda frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023.
Ræða aukagreiðslur vegna COVID-álags
Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið renna út um áramótin. Guðjón Hreinn Hauksson formaður félags þeirra er uggandi yfir hægum gangi viðræðna. Kennarar hafa lagt til við samningaborðið að þeir fái aukagreiðslur vegna mikils álags í starfi í faraldrinum.