Færslur: Febrúarstormur

Myndskeið
Varla stætt við kæjann í Reykjavíkurhöfn
Það var varla stætt við kæjann í Reykjavíkurhöfn í nótt þegar Kristján Þór Ingvarsson, kvikmyndatökumaður RÚV, var á ferðinni fyrir fréttastofuna í nótt. Hann tók meðfylgjandi myndir áður en vindurinn náði hámarki.
14.02.2020 - 07:37
„Þetta er þolanlegt ennþá“
Staðan í Vestmannaeyjum er svipuð, en veðrið hefur vesnað síðan áðan, segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. „Við erum komin í 42 metra í raunmælingu og það er slydda í þessu og svona hamagangur.“
14.02.2020 - 04:17
„Þetta er bara gangur lífsins hérna hjá okkur“
Vindurinn er að aukast í Reykjavíkurhöfn, segir Jósep Stefánsson hafnsögumaður í samtali við fréttastofu. Hann segir að einhver skip hafi notað veðrið til þess að koma inn til hafnar og landað. Þau skip sem ekki komast inn til löndunar liggi flest í vari úti fyrir Garðskaga eða Kjalarnesi.
14.02.2020 - 03:41
Hjálmar: Veturinn hefur verið óvenjulegur
Hjálmar Björgvinsson, aðgerðarstjóri í samhæfingamiðstöð Ríkislögreglustjóra, beinir þeim tilmælum til fólks að æða ekki út í neina óvissu í óveðrinu sem fer yfir landið. Hingað til hefur álagið mest veirð á Vestmannaeyjum og Suðurlandi, en veðrið á eftir að fara yfir Reykjanes, Faxaflóa og Vesturland þegar líður á morguninn.
14.02.2020 - 03:34
Hættulegt veður og fólki ráðlagt að vera heima
„Þessi rauði litur er bara til að leggja áherslu á að þetta veður er mjög hættulegt,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í síðdegisfréttum Útvarps. 
13.02.2020 - 16:33
Öllum skólum í Reykjavík lokað og læknatímum aflýst
Kennsla í öllum grunnskólum og öllum leikskólum í Reykjavík fellur niður á morgun, föstudag. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir hádegi á morgun og fólk beðið um að vera ekki á ferli að óþörfu.
13.02.2020 - 16:31
Viðtal
Fullt tilefni til að halda sig heima í óveðrinu
„Ég held að það sé alveg fullt tilefni til þess að menn haldi sig bara heima á meðan það versta gengur yfir, nema þeir hafi brýnt erindi út. Auðvitað verða menn að fylgjast með stöðunni hverju sinni á hverjum stað,“ segir Oddur Árnason, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þar er verið að undirbúa viðbrögð við óveðrinu á morgun.
13.02.2020 - 15:55
Öllum vegum að höfuðborginni lokað í nótt
Áætla má að öllum vegum út úr Reykjavík verði lokað í nótt og þeir verði lokaðir langt fram á morgundaginn. Vegagerðin hefur birt yfirlit yfir þá vegi sem eru á óvissustigi vegna veðursins sem er á leiðinni.
13.02.2020 - 14:16
  •