Færslur: FBI

Sjónvarpsfrétt
Leit FBI getur auðveldlega orðið vopn í höndum Trumps
Í gærkvöld gerði bandaríska alríkislögreglan í fyrsta skipti í sögunni húsleit hjá fyrrverandi forseta. Donald Trump er sagður hafa tekið með sér skjöl úr Hvíta húsinu án leyfis og í trássi við lög. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið geti auðveldlega orðið vopn í höndum Trumps í komandi kosningabaráttu.
09.08.2022 - 20:04
Ógnin frá Kína kalli á nýtt leikskipulag varnarmála
Forstöðumenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI og bresku leyniþjónustunnar MI5 vara við mikilli ógn við efnahag og öryggi Vesturlanda sem stafi frá Kína. Yfirlýsing stofnananna var gefin á sameiginlegum fundi í Thames House, höfuðstöðvum MI5, í London í gær.
07.07.2022 - 15:05
Deilur og stríð · Erlent · Asía · Evrópa · FBI · MI5 · Leyniþjónusta · Kína
Sameinuðust um að vara við ógn frá kínverska ríkinu
Leiðtogar Bresku leyniþjónustunnar MI5 og bandarísku alríkislögreglunnar FBI vöruðu í dag við auknum umsvifum Kommúnistaflokksins í Kína.
06.07.2022 - 23:18
Erlent · Stjórnmál · Bretland · Bandaríkin · Kína · FBI · MI5 · Njósnir
90 fimleikakonur krefja FBI um milljarðabætur
90 bandarískar fimleikakonur hyggjast krefja bandarísku alríkislögregluna, FBI, um milljarðabætur vegna aðgerðaleysis og vanrækslu embættisins í rannsókn á misgjörðum Larrys Nassars, læknis bandaríska fimleikasambandsins.
09.06.2022 - 01:35
Foringi glæpagengis framseldur til Bandaríkjanna
Leiðtogi voldugasta glæpahrings Haití var framseldur til Bandaríkjanna í dag. Yfirvöld á Haití segja að líkja megi ofbeldisöldunni í landinu við stríðsástand. Maðurinn hefur stjórnað glæpastarfseminni úr fangaklefa í Port-au-Prince.
Heimskviður
Njósnamál í Danmörku
Danska stjórnin sætir harðri gagnrýni vegna njósnamála, ekki síst handtöku og ákæru á Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustu danska hersins. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stjórnina eru Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, og Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá hafa margir háttsettir embættismenn einnig gagnrýnt málsmeðferðina, sem verður að teljast í hæsta máta óvenjulegt.  
Víðtæk rannsókn á gíslatökumálinu í Texas framundan
Sá sem hafði fjóra í gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas hét Malik Faisal Akram og var breskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Bandaríska alríkislögreglan greindi frá nafni mannsins í dag en hann féll eftir umsátur lögreglu um bænahúsið.
16.01.2022 - 23:26
Einn fundinn heill á húfi í Colorado en tveggja leitað
Einn þeirra sem saknað var eftir gróðureldana miklu í Colorado í Bandaríkjum er fundinn heill á húfi. Tveggja er enn saknað. Rannsókn stendur yfir á upptökum eldanna.
03.01.2022 - 01:14
Á varðbergi vegna hótana um skotárásir í skólum
Bandarísk stjórnvöld og löggæsla eru á varðbergi vegna orðróms á samskiptaforritinu Tik Tok um fyrirhugaðar skotárásir í skólum. Yfirvöld segja þó enga trúverðuga hótun hafa borist.
18.12.2021 - 00:37
Leyniskjöl um rannsókn á morði Kennedys opinberuð
Nærri fimmtán hundruð leyniskjöl tengd rannsókninni á morði Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta 22. nóvember 1963 voru gerð opinber í dag.Fjölmargar kenningar hafa sprottið upp um morðið á þeim tæpu 60 árum sem liðin eru frá morðinu.
16.12.2021 - 01:17
Svikapóstar sendir af netþjónum FBI
Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú innbrot í tölvukerfi stofnunarinnar. Þúsundir falsaðra tölvupósta voru sendar úr einum netþjóna stofnunarinnar, þar sem varað er við mögulegri netárás.
14.11.2021 - 18:16
Höfða mál vegna njósna flugumanns FBI innan moska
Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál þriggja múslíma búsettra í Kaliforníuríki gegn bandarísku alríkislögreglunni (FBI) sem þeir segja hafa fylgst með ferðum þeirra eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Það hafi verið gert eingöngu vegna trúar þeirra.
Staðfesta að Petito hafi verið myrt
Bandaríska alríkislögreglan FBI staðfesti í gærkvöld að líkið sem fannst í Wyoming um helgina væri lík hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito. Grunur leikur á að hún hafi verið myrt. Petito hvarf sporlaust á ferðalagi með unnusta sínum, Brian Laundrie.
22.09.2021 - 02:08
Telja lík Gabrielle Petito vera fundið
Bandaríska alríkislögreglan segir að lík sem fannst í Grand Teton-þjóðgarðinum í Wyoming-ríki sé hin 22 ára gamla Gabrielle Pe­tito sem leitað hefur verið að um nokkra hríð.
20.09.2021 - 00:22
Sjóherinn og FBI gera skýrslu um fljúgandi furðuhluti
Leyniþjónusta Bandaríska sjóhersins og Alríkslögreglan (FBI) hafa nú 180 daga til þess að ljúka skýrslu um vitneskju sína um ferðir fljúgandi furðuhluta í lofthelgi Bandaríkjanna.
11.01.2021 - 00:26
Sprengjugerðarmaður verður ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld hafa í hyggju að opna á ný fyrir ákæru á hendur líbískum manni sem grunaður er um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.
Donald Trump náðar Michael Flynn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.
Handteknir við að afhenda „Hamasliða“ vopnabúnað
Tveir Bandaríkjamenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og ákærðir eftir að þeir létu manni sem þeir héldu fulltrúa Hamas-samtakanna hljóðdeyfa og annan búnað fyrir byssur í té.
05.09.2020 - 00:29
FBI kemur upp um svæsna svikamyllu
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom upp um umfangsmikla svikastarfsemi varðandi innskráningu nemenda í nokkra af eftirsóttustu háskólum Bandaríkjanna. Alls voru á fimmta tug manns ákærðir fyrir aðild að svindlinu.
13.03.2019 - 04:48
Leita að raðsprengjumanni
Böggull sprakk á póstdreifingarhúsi í San Antonio í Texas um sex leytið í morgun að íslenskum tíma. Washington Post greinir frá því að bögglinum hafi átt að fara til Austin. Fyrstu fregnir hermdu að einn hefði særst í sprengingunni en FBI greinir frá því á Twitter að enginn hafi særst.
20.03.2018 - 12:03