Færslur: FBI

Sjóherinn og FBI gera skýrslu um fljúgandi furðuhluti
Leyniþjónusta Bandaríska sjóhersins og Alríkslögreglan (FBI) hafa nú 180 daga til þess að ljúka skýrslu um vitneskju sína um ferðir fljúgandi furðuhluta í lofthelgi Bandaríkjanna.
11.01.2021 - 00:26
Sprengjugerðarmaður verður ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld hafa í hyggju að opna á ný fyrir ákæru á hendur líbískum manni sem grunaður er um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.
Donald Trump náðar Michael Flynn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.
Handteknir við að afhenda „Hamasliða“ vopnabúnað
Tveir Bandaríkjamenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og ákærðir eftir að þeir létu manni sem þeir héldu fulltrúa Hamas-samtakanna hljóðdeyfa og annan búnað fyrir byssur í té.
05.09.2020 - 00:29
FBI kemur upp um svæsna svikamyllu
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, kom upp um umfangsmikla svikastarfsemi varðandi innskráningu nemenda í nokkra af eftirsóttustu háskólum Bandaríkjanna. Alls voru á fimmta tug manns ákærðir fyrir aðild að svindlinu.
13.03.2019 - 04:48
Leita að raðsprengjumanni
Böggull sprakk á póstdreifingarhúsi í San Antonio í Texas um sex leytið í morgun að íslenskum tíma. Washington Post greinir frá því að bögglinum hafi átt að fara til Austin. Fyrstu fregnir hermdu að einn hefði særst í sprengingunni en FBI greinir frá því á Twitter að enginn hafi særst.
20.03.2018 - 12:03