Færslur: Faxaflóahafnir

Tryggja hafnir fyrir væntanlegri lægð
Veðurfræðingar vara við djúpri lægð sem vænta má að gangi yfir landið annað kvöld. Veðrið verður verst um suðvestanvert landið. Starfsmenn hafna fylgjast með veðurspá og gera ráðstafanir í samræmi við hana.
04.01.2022 - 16:02
Sjónvarpsfrétt
Langt í land í orkuskiptum á sjó
Jarðefnaeldsneyti verður áfram helsti orkugjafinn í íslenskum sjávarútvegi, komi ekki til stefnubreytingar af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um orkuskipti í sjávarútvegi sem kynnt var í Hörpu í morgun.
Sjónvarpsfrétt
Borgin kaupir allt Hafnarhúsið
Reykjavíkurborg hyggst koma á fót safni Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. 2,2 milljörðum króna verður varið í kaup á húsnæðinu en ráðast þarf í töluverðar endurbætur á því.
Smit í Viking Sky - Farþegum gert að bera GPS hálsmen
Tveir ferðamenn um borð í skemmtiferðarskipinu Viking Sky greindust smitaðir af COVID-19 í síðstu viku. Skipið siglir hringferðir um landið og hefur viðkomu í öllum landshlutum. Þetta er annað smitið sem greinist um borð í skipinu við Íslandsstrendur í sumar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að láta farþega ganga með GPS hálsfestar til þess að auðvelda smitrakningu. Skipið er nú í Faxaflóahöfn og munu farþegar, sem lokið hafa sóttkví, fara með flugi úr landi í dag.
Engin stór skip í ár en stefnir í metfjölda á næsta ári
Engin stór skemmtiferðaskip eru væntanleg til Reykjavíkur í ár og von er á mun færri farþegum en útlit var fyrir í byrjun árs. Hins vegar lítur út fyrir metár í skipakomum og farþegafjölda á næsta ári.
Ekki hægt að greina málsatvik úr eftirlitsmyndavélinni
„Þær myndavélar sem eru til staðar hjá Faxaflóahöfnum voru í lagi á umræddum tíma og virkuðu eins og vænst er til,“ segir í svari frá Magnúsi Þór Ásmundssyni, hafnarstjóra Faxaflóahafnar, við fyrirspurn fréttastofu um eftirlitsmyndavélar á þeim tíma sem gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum.
Faxaflóahafnir tapa milljarði vegna COVID-19
Faxaflóahafnir verða af fjórðungi árstekna sinna í ár vegna COVID-19 faraldursins. Þetta segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. Komum farþegaskipa hefur fækkað og flutningar dregist saman.
29.07.2020 - 10:13
Myndskeið
Farþegar skemmtiferðaskips koma til landsins með flugi
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til hafnar hér á landi í fyrramálið. Farþegarnir sextíu koma til landsins með flugi og verða skimaðir á Keflavíkurflugvelli.
Síðdegisútvarpið
Rafvæðing hafnarinnar stórt skref í umhverfismálum
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um háspennubúnað fyrir flutningaskip í Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík. Skúli Helgason, borgarfulltrúi, segir að um ákveðin tímamót sé að ræða þar sem verkefnið sé nú fullfjármagnað með með þessari undirritun. Umhverfis- og auðlindaráðherra segir þetta stórt skref vegna loftslagsbreytinga.
15.05.2020 - 16:59
Fyrrverandi bæjarstjórar og forstjórar meðal umsækjenda
26 umsóknir bárust um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þetta kemur fram á vefsíðu Faxaflóahafna. Ekki kemur fram hvenær gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir. Hæfnisnefnd annast viðtöl við umsækjendur.
06.05.2020 - 07:12
Myndskeið
Nýr Magni skráður í Kingstown fyrst um sinn
Magni, nýr dráttarbátur Faxaflóahafna, kom til hafnar í Reykjavík fyrir helgi. Báturinn er 32 metra langur og 12 metra breiður, smíðaður í Víetnam. Samgöngustofa er að yfirfara Magna áður en hann verður tekinn í notkun.
03.03.2020 - 10:52