Færslur: fatlaðir
Lífið þungbært fyrir fatlað fólk á Gaza-svæðinu
Mannréttindavaktin segir líf fatlaðs fólks á Gaza-svæðinu sérstaklega erfitt. Því valdi herkví Ísraela og skortur á liðsinni af hálfu Hamas-liða sem ráða ríkjum á svæðinu. Tvær milljónir Palestínumanna búa á svæðinu sem hefur löngum verið þjakað af fátækt og afleiðingum stríðsátaka.
03.12.2020 - 05:55
Rúmir 17 milljarðar í þjónustu við fatlað fólk
Sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á næsta ári. Nemur upphæðin 17,2 milljörðum króna.
16.10.2020 - 16:45
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna smitaðir
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna í Grafarvogi fyrir fólk með þroskahamlanir og einhverfu hafa greinst með kórónuveirusmit.. Verið er að skima íbúa á heimilinu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að þetta hafi mikil áhrif á starfsemina, en allt verði gert til að halda henni eins stöðugri og hægt er.
18.09.2020 - 12:23
Í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fötluðum nemanda
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga í þrígang nemanda sínum, ungum manni, sem glímir við þroskahömlun. Brotin áttu sér meðal annars stað á salerni á Þjóðminjasafninu
14.07.2020 - 18:41
„Heldur samfélagið að við séum ódrepandi?“
Fá kórónuveirusmit hafa komið upp á sambýlum og búsetukjörnum á Íslandi. Þetta leiddi eftirgrennslan Landssamtakanna Þroskahjálpar í ljós. Lokanir og skerðing þjónustu bitnuðu þó bæði á fötluðum og aðstandendum þeirra. Móðir fatlaðs unglingspilts segir að í tvær vikur hafi bæði skólinn og öll þjónusta dottið út, sá tími hafi verið nánast óyfirstíganlegur.
14.05.2020 - 15:49
780 skráðir á útkallslista velferðarþjónustunnar
Um 780 manns hafa skráð sig á útkallslista velferðarþjónustunnar. Félagsþjónustufulltrúi segir að erfitt geti verið að manna þjónustu við viðkvæma hópa og það sé eitt helsta áhyggjuefnið hjá sveitarfélögunum.
25.03.2020 - 12:38
Barist fyrir sömu hlutum 50 árum síðar
Formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra segir réttindabaráttu fatlaðra á margan hátt á sama stað og fyrir 50 árum. Hún segir hina sífelldu baráttu við kerfið draga allan mátt úr foreldrum.
20.11.2019 - 14:40