Færslur: Fatlað fólk

Undirbúningur að rannsókn vistheimila tefst
Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að afla upplýsinga um aðbúnað og meðferð fullorðins fólks með fatlanir eða geðrænan vanda, hefur ekki skilað samantekt sinni eins og til stóð. Niðurstöður frá nefndinni eru undanfari þess að formleg rannsókn geti hafist á vistheimilum fyrir fullorðna.
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
Sjónvarpsfrétt
Margt fatlað fólk innlyksa dögum saman vegna snjóa
Í þrjár vikur hið minnsta hefur snjór og klaki hulið gangséttir á höfuðborgarsvæðinu. Fatlað fólk hefur margt hætt við læknisheimsóknir og fleira þar sem þau komast vart út úr húsi fyrir fannfergi. Víða er ógjörningur að komast í hjólastól eftir gangstéttum.
Útvarpsviðtal
Geta ekki flúið stríðið og leita skjóls í baðkörum
Þegar stríð geisar gleymist fatlað fólk. Það getur oft ekki flúið og leitað skjóls, einangrast og á erfitt með að verða sér úti um nauðsynjavörur eins og mat og lyf. Upplýsingafulltrúi Þroskahjálpar segir stöðu fatlaðs fólks í Úkraínu grafalvarlega.
02.03.2022 - 21:00
Víðtækt samstarf um rafrænar lausnir
Unnið er að því að koma upp stafrænu umboðsmannakerfi hjá stjórnsýslunni til að tryggja aðgengi aðstandenda að stafrænni þjónustu fyrir hönd þeirra sem geta ekki nýtt hana sjálfir. Um helgina var greint frá því að dæmi séu um að fólk með þroskahömlun hafi ekki aðgang að bankareikningum og frá ungum fötluðum manni sem gat ekki séð niðurstöðu úr COVID-prófi þar sem hann getur ekki fengið rafræn skilríki.
Eiga ekki skilríki og geta ekki farið í heimabankann
Dæmi eru um að fólk með þroskahömlun hafi engan aðgang að bankareikningum sínum vegna þess að það hefur ekki getað sótt um rafræn skilríki. Samtökin Þroskahjálp hafa ítrekað bent stjórnvöldum á að finna þurfi aðra auðkennisleið fyrir þennan hóp, verið sé að brjóta mannréttindi á þeim.
Getur ekki sótt um rafræn skilríki vegna fötlunar
Móðir ungs fatlaðs manns gagnrýnir að hann getur ekki fengið rafræn skilríki vegna kröfu um að hann sæki um þau sjálfur. Maðurinn fór í COVID-próf  en gat ekki sótt niðurstöðuna vegna þess að hann skorti skilríkin. Móðirin segir brýnt að úr sé bætt.
Morgunútvarpið
Atvinnutækifæri ungs fatlaðs fólks
Um síðustu helgi fór fram ráðstefna um atvinnumál fatlaðra undir heitinu Göngum í takt. Þar kom fram að víða er pottur brotinn í þeim málum og úrbóta og framfara er þörf, sem og þegar kemur að menntunartækifærum fatlaðs fólks. Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri hjá Þroskahjálp brennur fyrir þessi málefni.
Fékk ekki að aðstoða konu sína sem er með Alzheimer
Eiginmaður konu með Alzheimer gagnrýnir að hafa ekki fengið að aðstoða hana við að kjósa og telur að eiginkona sín hafi ekki fengið að njóta kosningaleyndar. Hjónin hyggjast kæra framkvæmdina.
Segir brýnt að hækka framfærslu og draga úr skerðingum
„Mann langar til að búa við góðar aðstæður,“ segir fötluð einstæð móðir. Ný rannsókn á fjárhagsstöðu fatlaðs fólks var kynnt í dag, formaður Öryrkjabandalagsins segir stöðuna slæma og bregðast verði við henni.
13.09.2021 - 19:32
Fæstir ná endum saman og þurfa að neita sér um margt
80% fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 60% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og meira en einn af hverjum tíu þiggur mataraðstoð frá hjálparsamtökum. Staða einstæðra fatlaðra foreldra er enn verri þar sem 90% eiga erfitt með að ná endum saman og hátt í helmingur þeirra getur ekki gefið börnum sínum næringarríkan mat. 
13.09.2021 - 14:34