Færslur: fatf

175 milljónir í sektir fyrir að skrá ekki eigendur
Hátt í sex hundruð fyrirtæki hafa verið sektuð fyrir að láta hjá líða að skrá raunverulega eigendur sína líkt og nýleg lög kveða á um. Lögin voru sett til að bregðast við því að Ísland var sett á svokallaðan gráan lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti. Samkvæmt skriflegu svari Fyrirtækjaskrár við fyrirspurn Fréttastofu RÚV kemur fram að dagsektir nemi tíu þúsund krónum. Heildarfjárhæð sekta Fyrirtækjaskrár eru rúmar hundrað sjötíu og fimm milljónir króna.
30.06.2020 - 12:04
Ísland ætti að losna af gráa listanum í október
Ísland ætti að losna af gráum lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti í október gangi áform eftir. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og þá vonuðust ráðherrar ríkisstjórnarinnar að Ísland losnaði af listanum snemma á þessu ári. Það gekk ekki eftir. ,,Það er ánægjulegt að fá það staðfest í dag að við höfum komið þeim aðgerðum sem útaf stóðu í framkvæmd með fullnægjandi hætti,“ segir dómsmálaráðherra.
24.06.2020 - 17:08
Stefna á að komast af lista FATF í febrúar
Íslensk stjórnvöld stefna á því að komast af gráum lista Financial Action Task Force á næsta fundi samtakanna í febrúar á næsta ári. Fjármálaráðherra viðurkennir að ákveðinn losarabragur hafi verið á málaflokknum sem kann að hafa sitt að segja að Ísland hafi lent á listanum.