Færslur: fataverslun

Lélegustu janúarútsölur í 19 ár auka verðbólgu
Mikil verðbólga skýrist meðal annars af því að janúarútsölur hafa ekki verið lélegri í nítján ár. Hagfræðideild Landsbankans telur að verslanir hafi lækkað verð minna en í meðalári, vegna þess að Íslendingar séu nú háðari því að kaupa föt og skó hér á landi í faraldrinum. 
26.01.2021 - 17:50
Viðtal
„Jólagjöfin í ár er gott sokkapar og ný brók“
Kaupmenn þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum og haga jólaverslun eftir samkomutakmörkunum. Feðgarnir Jón Ragnarsson og Ragnar Sverrisson voru á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Mikilvægt sé að rýmka opnunartíma í byrjun desember til að forðast mannmergð í jólaösinni.
18.11.2020 - 14:00
Opnaði búð til að gefa fjörutíu ára fatasafni nýtt líf
„Ég man aldrei eftir mér öðruvísi en að hafa áhuga á fötum,“ segir kona sem nýverið fór á eftirlaun og opnaði verslun þar sem hún selur fatasafn sitt til fjörutíu ára. Hún vill gefa fötunum nýtt líf og segir nýjan kafla vera að hefjast, þar sem hún ætlar að einbeita sér að myndlist og barnabörnum sínum fimmtán. 
21.10.2020 - 20:30
Morgunvaktin
Framleiðsla á fötum tvöfaldaðist síðustu tuttugu ár
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir textíliðnaðinn ágæta birtingarmynd af ofneyslu. Miklu meira sé framleitt en þörf er á og umhverfisleg og samfélagsleg vandamál af völdum textílframleiðslu aukist hratt. Birgitta var gestur á Morgunvakt Rásar 1 í dag.
Myndskeið
Vaxin upp úr fermingarfötunum fyrir fermingu
Um helmingur drengja hefur skilað fermingarfötunum vegna þess að hann er vaxinn upp úr þeim að sögn eiganda tískufataverslana. Stúlka sem vaxin er upp úr sínum fötum segir leitt að geta ekki notað þau. Ekkert sé að finna í búðum nema blómakjóla.
29.07.2020 - 19:14