Færslur: fataiðnaðurinn

Viðtal
Fataskipti til höfuðs tískusóun
Landvernd hefur undanfarið vakið athygli á tískusóun og leitar leiða til að sporna gegn því sem stundum er kallað skynditíska. Á laugardaginn verða settir upp fataskiptamarkaðir víða um land þar sem fólk getur skipt heillegum fötum, sem ekki eru lengur í notkun, út fyrir notuð.
03.04.2019 - 16:19
H&M og Zara kaupa af stórmengandi verksmiðjum
Tískurisar á borð við H&M og Zara kaupa textílefnið viskós í stórum stíl af mjög mengandi verksmiðjum í Kína, Indónesíu og Indlandi. Þetta segir í umfjöllun The Guardian þar sem vitnað er í nýlega skýrslu frá stofnuninni Changing Markets. Krafan um ódýra og hraða framleiðslu í bland við slaka umhverfislöggjöf í löndunum þremur reynist baneitruð blanda, segir í skýrslunni. Viskós er gerviefni unnið úr beðmi umbreyttu með efnameðferð og oft notað sem ódýrari kostur í staðinn fyrir silki.
04.07.2017 - 10:56
Krafan um ódýran fatnað
Fast fashion eða hröð tíska er „menning, það er ákveðinn lífstíll en um leið hugtak yfir hvernig flestir í hinum vestræna heimi eru að neyta fatnaðar í dag,“ skrifaði Una Valrún í lokaritgerð sinni við Listaháskóla Íslands á síðasta ári.
05.04.2017 - 18:00