Færslur: Fatahönnun

Landinn
Tók gínu með sér í landsliðsferð til Norður-Makedóníu
Saga Sif Gísladóttir er að útskrifast sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og er að setja upp sýningu ásamt samnemeendum sínum í Hafnarhúsinu í Reykjavík. En hún er líka markmaður Vals í úrvalsdeild kvenna í handbolta og fór í sín fyrstu landsliðsverkefni á árinu þar sem hún vakti mikla athygli. Útskriftarlínan er einmitt innblásin af togstreitu milli heimanna tveggja.
16.05.2021 - 13:30
Garðalundur sigraði í Stíl
Félagsmiðstöðin Garðalundur í Garðabæ fór með sigur af hólmi í Stíl 2021, árlegri hönnunarkeppni ungs fólks, sem fram fór í íþróttahúsinu Digranesi á laugardaginn. Þemað í ár var „sirkus“ og var öllu til tjaldað.  
22.03.2021 - 13:01
Glæpakvendi sveipuð merkjavöru í réttarsalnum
Æsispennandi réttarhöld yfir svikahrappnum Önnu Delvey, réttu nafni Anna Sorokin, standa yfir þessa dagana í New York. Anna var á fimmtudag dæmd fyrir víðfeðm fjársvik sem ófu þræði þess lygavefs sem hún skapaði um sjálfa sig og glamúrlíf sitt.
26.04.2019 - 13:16
Öll verðum við á endanum að beinum
Listamaðurinn og fatahönnuðurinn Torfi Fannar Gunnarsson verður í Hönnunarsafni Íslands næstu vikurnar þar sem að hann mun sýna og prjóna flíkur eftir pöntunum.
08.08.2018 - 16:45
Frans páfi fær sérhannaðan geimbúning
Geimfarar úr alþjóðlegu geimstöðinni afhentu Frans páfa sérhannaðan bláan geimbúning á föstudag. Búningi páfa fylgir þó sérleg hvít skikkja til að aðgreina hann frá óbreyttum geimförum.
Konan sem bylti bandarísku handtöskunni
Bandaríski tískuhönnuðurinn Kate Spade lést þann 5. júní síðastliðinn. Hún hannaði varning undir merkinu Kate Spade New York. Spade varð frægust fyrir að hanna handtöskur sem slógu í gegn á tíunda áratugnum. Fjöldi fólks úr tísku- og skemmtanaiðnaðinum hefur minnst Spade síðustu daga.
09.06.2018 - 14:38
Kardashian sökuð um hugverkaþjófnað
Löghlýðnum tískulöggum hefur borist liðsauki frá Instagram-reikningnum Diet Prada en á síðunni eru nýjungar í tískuheiminum vaktaðar og stolnar hugmyndir dregnar fram í dagsljósið. Margar af skærustu stjörnum tískuheimsins eru áskrifendur en þeirra á meðal eru Naomi Campbell, ritstjórinn Edward Enninful og fyrirsætan Gigi Hadid.
23.05.2018 - 16:40
Fagna trúarlegum tilvísunum í tískunni
„Í rauninni er miklu meira um þetta en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, um þemað á Met Gala í ár en viðburðurinn er sagður Ofurskál eða Óskar tískuheimsins.
09.05.2018 - 12:21
Tímamót á tískuviku í Sádi-Arabíu
Evrópskir og arabískir hönnuðir fylktu liði í Riyadh, á fyrstu arabísku tískuviku í Sádi-Arabíu, dagana 10.-15. apríl. Eftir þriggja vikna seinkun og ýmsa örðugleika sem tengdust meðal annars veðri, nærliggjandi stríðsátökum og seinagangi í vegabréfsáritunum blaðamanna og annara hátíðargesta, var brotið blað í menningarsögu landsins.
23.04.2018 - 11:40
Landsliðsbúningurinn - ekki aftur slæma hönnun
Landsliðsbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður frumsýndur eftir hádegi í dag. Linda Björg Árnadóttir lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands segist vona að það verði einhver hugmynd að baki hönnuninni sem verði útfærð vel.
15.03.2018 - 10:14
Rómantíkin á undan lífinu á sýningu Gucci
Ítalska tískuhúsið Gucci vakti mikla athygli á tískuvikunni í Mílanó í síðustu viku. Alessandro Michele, listrænn stjórnandi vörumerkisins, segir kenningar Donnu J. Harawat um sæborgina, og Michels Foucaults um fagurfræði sjálfsins, vera innblásturinn að sýningunni.
01.03.2018 - 12:35
Viðtal
Pulsan er táknmynd íslensku þjóðarinnar
„Pulsan er í okkur öllum og við Íslendingar erum pulsuþjóð," segir Ylfa Ösp Áskelsdóttir, og pulsan á það skilið að fá eigin hönnunarlínu.
16.02.2018 - 17:00
Íslenskir hönnuðir leita til Sierra Leone
Íslensk hönnun og afrískt handverk mætast í verkefninu Sweet Salone, þar sem hönnunarfyrirtækin Kron by Kronkron og As we grow hafa hafið framleiðslu á vörum, sem er unnið af handverksfólki í Sierra Leone. Ein pöntun frá íslenskum framleiðanda getur numið nokkrum árslaunum fyrir handverksfólk þar í landi.
03.12.2017 - 19:20
Hönnuðir marsera í átt að sjálfbærni
Sjálfbærni og möguleikar hönnuða og arkitekta til að stuðla að vistvænni lifnaðarháttum voru í forgrunni á Hönnunarmars, sem haldinn var í níunda sinn nú um helgina. Níu greinar hönnunar sameinuðust á 130 viðburðum á um 80 stöðum.
29.03.2017 - 13:09
Ástríða að gera flíkur sem endast
„Ég held að allir þekki einhvern sem hefur átt flík sem einhver amma hefur prjónað og hefur enst lengi. Oft er talað um að hún hreinlega vaxi með barninu. Prjón hegðar sér svolítið þannig,“ segja eigendur hönnunarfyrirtækisins As we grow, sem hlaut á dögunum Íslensku hönnunarverðlaunin.
18.10.2016 - 11:20
Djarfari hönnuðir á minni markaðssvæðum
Áræðni og skeytingarleysi um markaðslögmálin eru meðal þess sem einkennir vestnorræna fatahönnuði. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja ára rannsóknar sem listakonurnar Sara Cooper og Nina Gorfer gerðu á áhrifum veðurs, landfræðilegrar staðsetningar og umhverfis á fatahönnuði á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
13.04.2016 - 15:39