Færslur: Fátækt fólk

Átta fylki Mexíkó hafa lögleitt þungunarrof
Fylkisþingið í Guerrero sunnanvert í Mexíkó staðfesti í dag lög sem gerir þungunarrof á allt að tólftu viku meðgöngu löglegt og refsilaust. Þar með hafa átta af 32 fylkjum Mexíkó farið þá leið.
Rithöfundur studdur af Trump verður frambjóðandi
Rithöfundurinn J.D. Vance verður frambjóðandi Repúblikana þegar kosið verður um öldungadeildarþingmann fyrir Ohio í Bandaríkjunum í nóvember. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti yfir stuðningi við Vance fyrir nokkrum vikum.
Átta fórust í eldsvoða í Manila á Filippseyjum
Átta fórust í gríðarmiklum eldsvoða sem geisaði í gær í þéttbýlu hverfi fátæks fólks í Manila, höfuðborg Filippseyja. Sex börn eru meðal þeirra látnu.
02.05.2022 - 03:40
Færri sækja um jólaaðstoð en áður
Um þriðjungi færri umsóknir um aðstoð hafa borist Mæðrastyrksnefnd fyrir þessi jól en þau síðustu og nýjum umsækjendum um jólaaðstoð Hjálparstofnunnar kirkjunnar hefur fækkað. Enn er hægt að sækja um jólaaðstoð hjá hjálparsamtökum um allt land.
Fæstir ná endum saman og þurfa að neita sér um margt
80% fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 60% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og meira en einn af hverjum tíu þiggur mataraðstoð frá hjálparsamtökum. Staða einstæðra fatlaðra foreldra er enn verri þar sem 90% eiga erfitt með að ná endum saman og hátt í helmingur þeirra getur ekki gefið börnum sínum næringarríkan mat. 
13.09.2021 - 14:34
Myndskeið
Sárafátækir fengið þónokkrar hafragrautsskálar
Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra segir að þeir sem glíma við sára fátækt hér á landi hafi fengið aukin stuðning hér á landi. Einstæðir foreldrar hafi fengið hærri barnabætur. Það megi útbúa margar skálar af hafragraut fyrir þann aukna stuðning.
15.04.2021 - 14:31
Fátækt sýnileg, áþreifanleg og fer vaxandi
Stærsti hópurinn sem leitar aðstoðar hjálparsamtaka er fólk sem framfleytir sér með fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og fólk á atvinnuleysis- eða örorkubótum. Æ fleira fólk af erlendum uppruna hefur ekki aðrar bjargir en að framfleyta sér og sínum með fjárhagsaðstoð félagsþjónustunnar.
Viðtal
42% fleiri barnafjölskyldur þurfa aðstoð
Ríflega fjörutíu prósenta aukning er á umsóknum barnafjölskyldna um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna fátæktar. Margir nýir hafa bæst í þennan hóp frá því kórónuveirufaraldurinn braust út, segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Margir í þessum hópi hafi misst vinnuna í faraldrinum. Þá sé dýrara að halda heimili nú en áður.
06.12.2020 - 19:51
Hjálparsamtök hafa fengið 81 milljón í styrki
Félaga- og hjálparsamtök hafa samtals fengið úthlutað styrkjum upp á tæplega 81 milljón í ár til að bregðast við aukinni aðsókn í þjónustu við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Hæstu fjárhæðina fékk Hjálparstarf kirkjunnar, samtals 8,7 milljónir eða rúmlega 10% af því fé sem úthlutað var.
„Sjóðirnir eru komnir að þolmörkum“
Fleiri hafa sótt um aðstoð hjálparsamtaka í ár en í fyrra. Hjálparstarf kirkjunnar býr sig undir enn meiri aukningu og erfiðan vetur og Hjálpræðisherinn sér fram á talsvert fleiri beiðnir um aðstoð en í fyrra.
Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
Fleiri heimili fengu fjárhagsaðstoð
Þeim heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum fjölgaði um tæp 13% á milli áranna 2018 og ‘19. Þetta var í fyrsta skiptið frá árinu 2013 sem viðtakendum aðstoðarinnar fjölgaði. Einstæðir barnlausir karlar eru sá hópur sem fékk hlutfallslega oftast fjárhagsaðstoð, en þeir voru 43,6% þeirra sem þáðu hana. 
6107 leikföng fyrir 6107 fátæk íslensk börn
Aðstandendur leiksýningarinnar Álfahallar í Þjóðleikhúsinu leita til landsmanna um hjálp við að safna saman 6107 leikföngum fyrir 8. apríl. Leikföngin eiga að tákna fátæk íslensk börn á stóra sviðinu.
28.03.2017 - 18:42
Mikilvægt að berjast gegn fátækt
Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það afar mikilvægt að berjast gegn fátækt með aðgerðum í þágu þeirra sem mest þurfi á að halda. Hún segist alltaf hafa talað fyrir þverfaglegri teymisvinnu fyrir fólk sem glími við fátækt. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, spurði Nichole hvernig stjórnarmeirihlutinn ætli að bregðast við fátækt.
21.03.2017 - 18:59
Samstarf um jólaaðstoð fjórða árið í röð
Í dag var undirritaður samningur um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Fulltrúar fernra samtaka undirrituðu samninginn, en þetta er fjórða árið í röð sem þessi samtök starfa saman að verkefninu.
10.11.2016 - 16:34
Missa jafnvel heilu veturna úr grunnskóla
Þau börn sem alast upp í Reykjavík samtímans hafa misgóð spil á hendi. Hundruð barna í borginni búa við fátækt og bága félagslega stöðu. Í nýrri skýrslu sem gefin er út á vegum Rauða krossins og ber yfirskriftina Fólkið í skugganum er horft til þeirra hópa sem búa við bág kjör, nú þegar blússandi uppgangur er í þjóðfélaginu. Sérstaklega er fjallað um börn sem standa höllum fæti í Efra-Breiðholti.
03.11.2016 - 19:24
Fátækt fólk - Tryggvi Emilsson
Fátækt fólk, æviminningar Tryggva Emilssonar kom út árið 1976 og vakti gríðarleg viðbrögð. Bókin var metsölubók og svo að segja á hvers manns vörum. Miklar ritdeilur urðu um efni hennar, ekki síst lýsingar Tryggva á illri meðferð sem hann varð fyrir í vist í eyfirskri sveit í byrjun síðustu aldar.
03.09.2015 - 13:34