Færslur: Fátækt fólk

Fæstir ná endum saman og þurfa að neita sér um margt
80% fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 60% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og meira en einn af hverjum tíu þiggur mataraðstoð frá hjálparsamtökum. Staða einstæðra fatlaðra foreldra er enn verri þar sem 90% eiga erfitt með að ná endum saman og hátt í helmingur þeirra getur ekki gefið börnum sínum næringarríkan mat. 
13.09.2021 - 14:34
Myndskeið
Sárafátækir fengið þónokkrar hafragrautsskálar
Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra segir að þeir sem glíma við sára fátækt hér á landi hafi fengið aukin stuðning hér á landi. Einstæðir foreldrar hafi fengið hærri barnabætur. Það megi útbúa margar skálar af hafragraut fyrir þann aukna stuðning.
15.04.2021 - 14:31
Fátækt sýnileg, áþreifanleg og fer vaxandi
Stærsti hópurinn sem leitar aðstoðar hjálparsamtaka er fólk sem framfleytir sér með fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og fólk á atvinnuleysis- eða örorkubótum. Æ fleira fólk af erlendum uppruna hefur ekki aðrar bjargir en að framfleyta sér og sínum með fjárhagsaðstoð félagsþjónustunnar.
Viðtal
42% fleiri barnafjölskyldur þurfa aðstoð
Ríflega fjörutíu prósenta aukning er á umsóknum barnafjölskyldna um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna fátæktar. Margir nýir hafa bæst í þennan hóp frá því kórónuveirufaraldurinn braust út, segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Margir í þessum hópi hafi misst vinnuna í faraldrinum. Þá sé dýrara að halda heimili nú en áður.
06.12.2020 - 19:51
Hjálparsamtök hafa fengið 81 milljón í styrki
Félaga- og hjálparsamtök hafa samtals fengið úthlutað styrkjum upp á tæplega 81 milljón í ár til að bregðast við aukinni aðsókn í þjónustu við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Hæstu fjárhæðina fékk Hjálparstarf kirkjunnar, samtals 8,7 milljónir eða rúmlega 10% af því fé sem úthlutað var.
„Sjóðirnir eru komnir að þolmörkum“
Fleiri hafa sótt um aðstoð hjálparsamtaka í ár en í fyrra. Hjálparstarf kirkjunnar býr sig undir enn meiri aukningu og erfiðan vetur og Hjálpræðisherinn sér fram á talsvert fleiri beiðnir um aðstoð en í fyrra.
Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
Fleiri heimili fengu fjárhagsaðstoð
Þeim heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum fjölgaði um tæp 13% á milli áranna 2018 og ‘19. Þetta var í fyrsta skiptið frá árinu 2013 sem viðtakendum aðstoðarinnar fjölgaði. Einstæðir barnlausir karlar eru sá hópur sem fékk hlutfallslega oftast fjárhagsaðstoð, en þeir voru 43,6% þeirra sem þáðu hana. 
6107 leikföng fyrir 6107 fátæk íslensk börn
Aðstandendur leiksýningarinnar Álfahallar í Þjóðleikhúsinu leita til landsmanna um hjálp við að safna saman 6107 leikföngum fyrir 8. apríl. Leikföngin eiga að tákna fátæk íslensk börn á stóra sviðinu.
28.03.2017 - 18:42
Mikilvægt að berjast gegn fátækt
Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það afar mikilvægt að berjast gegn fátækt með aðgerðum í þágu þeirra sem mest þurfi á að halda. Hún segist alltaf hafa talað fyrir þverfaglegri teymisvinnu fyrir fólk sem glími við fátækt. Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, spurði Nichole hvernig stjórnarmeirihlutinn ætli að bregðast við fátækt.
21.03.2017 - 18:59
Samstarf um jólaaðstoð fjórða árið í röð
Í dag var undirritaður samningur um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Fulltrúar fernra samtaka undirrituðu samninginn, en þetta er fjórða árið í röð sem þessi samtök starfa saman að verkefninu.
10.11.2016 - 16:34
Missa jafnvel heilu veturna úr grunnskóla
Þau börn sem alast upp í Reykjavík samtímans hafa misgóð spil á hendi. Hundruð barna í borginni búa við fátækt og bága félagslega stöðu. Í nýrri skýrslu sem gefin er út á vegum Rauða krossins og ber yfirskriftina Fólkið í skugganum er horft til þeirra hópa sem búa við bág kjör, nú þegar blússandi uppgangur er í þjóðfélaginu. Sérstaklega er fjallað um börn sem standa höllum fæti í Efra-Breiðholti.
03.11.2016 - 19:24
Fátækt fólk - Tryggvi Emilsson
Fátækt fólk, æviminningar Tryggva Emilssonar kom út árið 1976 og vakti gríðarleg viðbrögð. Bókin var metsölubók og svo að segja á hvers manns vörum. Miklar ritdeilur urðu um efni hennar, ekki síst lýsingar Tryggva á illri meðferð sem hann varð fyrir í vist í eyfirskri sveit í byrjun síðustu aldar.
03.09.2015 - 13:34