Færslur: Fátækt

Þeim allra fátækustu fjölgar í fyrsta sinn í rúm 20 ár
Alþjóðabankinn óttast að þeim sem búa við sára fátækt eigi eftir að fjölga í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi vegna kórónuveirufaraldursins. Líkur eru á að allt að 150 milljónir jarðarbúa bætist í þann hóp á næsta ári. 
08.10.2020 - 04:50
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
„Sjóðirnir eru komnir að þolmörkum“
Fleiri hafa sótt um aðstoð hjálparsamtaka í ár en í fyrra. Hjálparstarf kirkjunnar býr sig undir enn meiri aukningu og erfiðan vetur og Hjálpræðisherinn sér fram á talsvert fleiri beiðnir um aðstoð en í fyrra.
Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.
31.07.2020 - 02:55
Hungur vex í heiminum
Hungur hrjáir nánast einn af hverjum níu jarðarbúum. Ástandið versnar á þessu ári, ekki síst vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Líklegt að sárafátækt muni aukast á Suðurnesjum
Allar líkur eru á að fjölga muni í hópi þeirra íbúa á Suðurnesjum sem teljast sem sárafátækir. Brýnt er að stjórnvöld og samfélagið allt komi til aðstoðar. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í Velferðarvaktinni.
Um tvöþúsund fjölskyldur hafa fengið mataraðstoð
Mun meira hefur verið um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands frá því í mars og síðustu mánuði en á sama tíma fyrir ári. Um 300 matarpokar eru afhentir á dag, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Ástandið hafi verið mjög erfitt síðan farsóttin braust út.
07.07.2020 - 12:44
Sumarsamvera til að rjúfa einangrun
Samtökin Pepp Ísland sem berjast gegn fátækt standa fyrir svokallaðri Sumarsamveru í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd.
29.06.2020 - 03:55
Fleiri heimili fengu fjárhagsaðstoð
Þeim heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum fjölgaði um tæp 13% á milli áranna 2018 og ‘19. Þetta var í fyrsta skiptið frá árinu 2013 sem viðtakendum aðstoðarinnar fjölgaði. Einstæðir barnlausir karlar eru sá hópur sem fékk hlutfallslega oftast fjárhagsaðstoð, en þeir voru 43,6% þeirra sem þáðu hana. 
Spegillinn
Vilja ávísun fyrir börnin
„Í lok mars var ég alveg úrræðalaus og ísskápurinn tómur.“ Þetta segir Hildur Oddsdóttir, einstæð, tveggja barna móðir. Kristín, önnur kona sem glímir við fátækt óttast að geta ekki boðið börnunum sínum á nein námskeið í sumar. Heimsfaraldurinn virðist hafa aukið á vanda þeirra sem búa við sárafátækt á Íslandi. 
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. 
Umboðsmaður skuldara býst við umsóknum í vor
Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara býst við að umsóknum um aðstoð muni fjölga í vor og sumar. Hún segir mjög eðlilegt að fólk í skertu starfshlutfalli eða það sem misst hafi vinnuna, sé kvíðið út af fjárhagnum, en til séu ýmsar aðferðir til lausnar. 
29.03.2020 - 12:15
Vill ekki sjá fátækt í íslensku samfélagi
Ásmundur Einar Daðason, félags - og barnamálaráðherra, segir að fjölþættar aðgerðir til að bæta stöðu fátækra séu í burðarliðnum hjá ráðuneytinu. Mismunandi er milli sveitarfélaga hversu mikla fjárhagsaðstoð fólk fær.
06.03.2020 - 18:44
Viðtal
Vill að stjórnvöld taki fátækt fastari tökum
Stjórnvöld stefna að því að árið 2030 verði helmingi færri undir fátæktarmörkum á Íslandi en nú. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að eigi það að takast þurfi stjórnvöld að setja mælanleg markmið. Vilborg telur rétt að leggja Tryggingastofnun niður og og koma í veg fyrir að fólk eigi á hættu að verða tekjulaust mánuðum saman. Þá vill hún að fátækt fólk komi meira að stefnumótun í málaflokknum. 
04.03.2020 - 17:15
Kveikur
Svona er fátækt á Íslandi
Íslendingar hafa löngum stært sig af því að hér á landi sé engin stéttaskipting, allir séu jafnir og eigi jafna möguleika. Líklega vitum við þó betur. Tugþúsundir Íslendinga búa við fátækt sem takmarkar möguleika þeirra. Og þótt við viljum ekki hugsa til þess, geta allir orðið fyrir áfalli, tekjumissi, sem vindur upp á sig og endar í fátæktargildru.
03.03.2020 - 20:05
Dreifa mat til þeirra sem á þurfa að halda
Tæplega 100 fjölskyldur á Norðurlandi hafa þegið matar- og fjárhagsaðstoð fyrir jólin í gegnum Facebook-hópinn Matargjafir Akureyri og nágrenni. Umsjónarkonur hópsins segja fólk tilbúið að láta gott af sér leiða.
23.12.2019 - 15:35
Fátækt, ofbeldi og vesalingar samtímans
Édouard Louis er ört rísandi stjarna í bókmenntaheimi Evrópu um þess mundir. Hann er 26 ára gamall, fæddur árið 1992 inn í verkamannafjölskyldu í Hallencourt í Norður-Frakklandi.
Viðtal
Um 800 börn fá fjárhagsaðstoð frá borginni
Regína Ásvaldsdóttur, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir um átta hundruð börn í þeim fjölskyldum sem fengu fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg til framfærslu í fyrra. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sé fyrsti viðkomustað íbúa sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.
05.03.2019 - 09:46
Nær 2.000 heimili fá mataraðstoð fyrir jólin
Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjálparsamtaka hafa í nógu að snúast þessa dagana þar sem jólaúthlutanir eru á næsta leiti. Mörg þúsund manns njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin.
07.12.2017 - 16:30
Fátæktarklám í jólalagi
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran gengur niðurlútur eftir strönd í Líberíu og virðir fyrir sér lítil börn sem reyna að festa blund í árabátum á víð og dreif í flæðarmálinu. Hann horfir í myndavélina, brosir vinalega og segir að hvít strönd í heitu landi sé í hugum fólks frekar nær paradís en þeim hryllingi sem þarna blasir við honum.
06.12.2017 - 17:00