Færslur: Fátækt

33 milljónir Brasilíumanna lifa við hungurmörk
Rúmlega 33 milljónir Brasilíumanna búa við svo þröngan kost eftir tveggja ára heimsfaraldur, mikið atvinnuleysi og óðaverðbólgu að þær hafa ekki aðgang að nægum mat alla daga vikunnar og teljast lifa við hungurmörk. Það eru 14 milljónum fleiri en fyrir tveimur árum og nær 23 milljónum fleiri en 2018, samkvæmt nýrri rannsókn brasilísku samtakanna PENSSAN sem rannsaka málefni tengd fæðu og fæðuöryggi í Brasilíu.
Þúsundir mótmæltu óöld, óðaverðbólgu og óstjórn á Haítí
Þúsundir streymdu út á götur og torg helstu borga og bæja á Haítí í gær til að mótmæla óöld og glæpum í landinu, óðaverðbólgu og óstjórn. Mótmælendur hópuðust saman á torgum og strætum, lokuðu vegum og kröfðust tafarlausrar afsagnar Ariels Henry forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Fjölmennust og hörðust voru mótmælin í Port-au-Prince, þar sem einn maður lét lífið og nokkrir særðust
23.08.2022 - 06:20
Sjónvarpsfrétt
Verðbólgan bítur og fjölskyldur í fátækt kvíða haustinu
Barnafjölskyldur sem búa við fátækt á Íslandi kvíða haustinu og útgjöldum tengdum skólabyrjun og frístundum. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan skömmu eftir hrun. Einstæðar mæður á örorkulífeyri óttast það í hverjum mánuði að þær nái ekki endum saman og segja tekjurnar duga skammt.
16.07.2022 - 20:25
Sómalía
Milljónir í neyð vegna mestu þurrka um áratugaskeið
Miklir og langvarandi þurrkar ógna afkomu og lífi milljóna Sómala sem horfa fram á enn eitt þurrkaárið. Þurrkarnir eru þeir verstu sem geisað hafa í Sómalíu í fjörutíu ár, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og sómölskum stjórnvöldum, og hungursneyð blasir við minnst 250.000 manns. Milljónir eru í hrakningum og sjá fram á matarskort.
09.07.2022 - 06:30
Líbíumenn mótmæla orkuskorti og upplausn
Þúsundir Líbíumanna flykktust út götur helstu borga landsins um helgina til að mótmæla síversnandi lífskjörum, orkuskorti og upplausn í stjórnmálum.Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að miðla málum meðal deilandi pólítískra fylkinga án teljandi árangurs.
03.07.2022 - 07:49
Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Matvælaverðshækkun talin geta aukið verulega á fátækt
David Malpass forseti Alþjóðabankans varar við því að gríðarleg matvælaverðshækkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu geti aukið á fátækt hundraða milljóna manna um allan heim.
30% félaga í ASÍ og BSRB eiga í fjárhagserfiðleikum
Þrjátíu prósent félagsmanna í BSRB og aðildarfélögum Alþýðusambandsins eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta leiða niðurstöður nýrrar könnunar í ljós. Sextíu prósent einstæðra foreldra á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman.
19.01.2022 - 13:29
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Talibanar sárbæna þjóðir heims um hjálp
Talibanar í Afganistan báðu í dag samfélag þjóðanna um mannúðaraðstoð vegna síversnandi aðstæðna í landinu. Alþjóðastofnanir segja að hungur blasi við meira en helmingi þjóðarinnar í vetur.
07.01.2022 - 17:13
Samhjálp bauð 200 bágstöddum í jólamat í ár
Fjáröflun Samhjálpar fyrir jólamat þetta árið gekk vonum framar. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir þakklæti vera þeim efst í huga í dag. Yfir 200 manns fengu jólamat met öllu tilheyrandi á kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag og jóladag.
25.12.2021 - 17:15
Hungursneyð blasir við Sómölum verði ekki brugðist við
Alvarleg hungursneyð blasir við einum af hverjum fjórum íbúa Afríkuríkisins Sómalíu vegna mikilla þurrka sem ekki sér fyrir endann á. Þurrkarnir eru þeir verstu og langvinnustu í landinu um þrjátíu ára skeið.
Færri sækja um jólaaðstoð en áður
Um þriðjungi færri umsóknir um aðstoð hafa borist Mæðrastyrksnefnd fyrir þessi jól en þau síðustu og nýjum umsækjendum um jólaaðstoð Hjálparstofnunnar kirkjunnar hefur fækkað. Enn er hægt að sækja um jólaaðstoð hjá hjálparsamtökum um allt land.
Viðurkennir klaufagang í samskiptum við Frakka
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að klaufalega hafi verið staðið að samskiptum við Frakka í tengslum við Aukus-samkomulag Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands. Ástralir riftu milljarðasamningi um kaup á frönskum kafbátum sem olli mikilli reiði þarlendra ráðamanna. 
Milljónir evrópskra barna búa við sára fátækt
Börnum sem búa við fátækt og sárafátækt í Evrópu hefur fjölgað mjög í heimsfaraldrinum og brýnt er að snúa þeirri óheillaþróun við. Milljónir evrópskra barna búa við sára fátækt og jafnvel í ríkum löndum á borð við Þýskaland á fjórða hvert barn á hættu að alast upp við fátækt og félagslega einangrun. Þetta kemur fram í fyrstu skýrslu Barnaheilla um fátækt meðal barna í Evrópu, en samtökin hyggjast vinna slíka skýrslu árlega héðan í frá.
27.10.2021 - 06:54
Kaffihús PEPP enn án húsnæðis - „Fólk er niðurbrotið“
Grasrótarsamtökin PEPP fyrir fólk í fátækt, hafa ekki fundið viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Samtökin tilkynntu í byrjun mánaðarins að vinsælu kaffihúsi þeirra í Mjódd yrði lokað, þar sem húsaleigusamningi þeirra hefði verið sagt upp. Allt innbú þeirra verður flutt í geymslu á morgun og framtíð kaffihússins er óráðin. Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri PEPP, segir skjólstæðinga þeirra miður sín yfir að missa athvarf sitt.
26.10.2021 - 16:45
Hlutfallsleg fátækt í ríkjum OECD minnst á Íslandi
Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD en hér á landi, samkvæmt tölum sem stofnunin birti í gær í tilefni alþjóðlegs dags sem tileinkaður er baráttunni gegn fátækt í heiminum.
19.10.2021 - 06:19
Efnahagsmál · Erlent · Innlent · Stjórnmál · Tekjur · Fátækt · OECD
Vöruverð fryst til að spyrna við verðbólgu
Argentísk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi við fjölda einkafyrirtækja um að frysta vöruverð í nokkra mánuði til að draga úr verðbólgu í landinu. Fátækt er mikil og verðbólga hefur geisað í tvo áratugi.
Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Rafmagnslaust í Líbanon næstu daga
Algert rafmagnsleysi er í Líbanon, eftir að olía kláraðist í tveimur stærstu orkuverum landsins í dag. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir líbönskum yfirvöldum. Dýpsta efnahagskreppa sem orðið hefur í heiminum frá 1850 er nú í Líbanon og hefur lífskjörum í landinu hrakað mikið á síðustu átján mánuðum.
09.10.2021 - 16:37
Myndir
„Þetta kom bara eins og virkilegur rassskellur“
Í eitt og hálft ár hafa PEPP, grasrótarsamtök fólks í fátækt, rekið vinsælt kaffihús í Breiðholti þar sem allt er ókeypis. Nú eru samtökin búin að missa húsnæðið og framtíðin óráðin. Rútína fjölda fastagesta er í uppnámi.
08.10.2021 - 21:01
Bitnar á fátækum konum
Eftir að umdeild lög um þungunarrof tóku gildi í Texas í byrjun þessa mánaðar hafa margar konur farið yfir fylkismörkin til Oklahoma. Þungunarrof er óheimilt í Texas eftir 6 vikna meðgöngu.
26.09.2021 - 17:16
Segir brýnt að hækka framfærslu og draga úr skerðingum
„Mann langar til að búa við góðar aðstæður,“ segir fötluð einstæð móðir. Ný rannsókn á fjárhagsstöðu fatlaðs fólks var kynnt í dag, formaður Öryrkjabandalagsins segir stöðuna slæma og bregðast verði við henni.
13.09.2021 - 19:32
Fæstir ná endum saman og þurfa að neita sér um margt
80% fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 60% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og meira en einn af hverjum tíu þiggur mataraðstoð frá hjálparsamtökum. Staða einstæðra fatlaðra foreldra er enn verri þar sem 90% eiga erfitt með að ná endum saman og hátt í helmingur þeirra getur ekki gefið börnum sínum næringarríkan mat. 
13.09.2021 - 14:34
Hafa þegar veitt 80 börnum aðstoð vegna skólabyrjunar
Sjálfboðaliðar og starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar standa í ströngu þessa dagana við úthlutun til efnalítilla foreldra í byrjun skólaársins. Þegar hafa um áttatíu börn fengið aðstoð og segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, það sína tilfinningu að fleiri komi á morgun, en þá verður úthlutað frá klukkan 13 til 15.
25.08.2021 - 16:06