Færslur: Fasteignir

Kveikur
Þegar draumaheimilið er gallað
Hildur Gylfadóttir og Ágúst Scheving Jónsson fluttu inn í draumahúsið sitt árið 2018 en fundu strax á því galla. En það er flókið ferli að fá úr slíkum göllum greitt.
03.12.2020 - 07:00
Myndskeið
Hlutdeildarlán - fáar íbúðir virðast í boði
Hámarksverð nýrra íbúða í reglugerðardrögum um hlutdeildarlán er svo lágt að erfitt er að finna fasteignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrðin. Tekjulágir geta sótt um hagstæð hlutdeildarlán um mánaðamótin. Þau eru hluti af lífskjarasamningunum. 
Mesta hækkun á fasteignamarkaði í þrjú ár
Mikil virkni hefur verið á fasteignamarkaði í sumar. Mesta hækkun íbúðaverðs í þrjú ár mældist á höfuðborgarsvæðinu og hrein útlán viðskiptabankanna hafa stóraukist á undanförnum mánuðum.
Myndskeið
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
Viðbúið að lög um jarðakaup fari fyrir dóm
Forsætisráðherra segir viðbúið að einhverjir reyni á lögmæti nýrra laga um jarðakaup fyrir dómstólum. Samkvæmt þeim mega tengdir aðilar ekki eiga meira en 10 þúsund hektara lands.
Offramboð á Airbnb-íbúðum keyrir niður leiguverð
Lækkun leiguverðs er að stærstum hluta til komin vegna offramboðs á íbúðum sem voru í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Hvort leiguverð heldur áfram að lækka veltur að miklu leyti á hvort ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
18.06.2020 - 12:23
Íbúðaverð hækkar mest á Akranesi
Íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi síðasta árið. Verð á íbúðum hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, en sú þróun er í samræmi við þróun síðustu ára. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans um fasteignamarkaðinn.
09.06.2020 - 20:00
Myndskeið
Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á
Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir.
Myndskeið
Nálæg hverfi narta í hæla miðborgarinnar
Miðborgin verður áfram dýrasta hverfi höfuðborgarsvæðisins þótt fasteignaverð í nálægum hverfum nálgist verðið þar. Þótt margar íbúðir í miðbænum standi auðar seljast þær á endanum, segir sérfræðingur í húsnæðismörkuðum.
Fjárhagslegri endurskipulagningu Upphafs lokið
Vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Upphafs fasteignafélags slhf. með útgáfu forgangsskuldabréfs að fjárhæð 1 milljarðs króna er lokið. Með þessu er tryggt að Upphafi takist að klára þær framkvæmdir sem félagið er með í gangi.
31.10.2019 - 16:49
Myndskeið
Segir FME hljóta að rannsaka GAMMA Novus
Sérfræðingur í fjármálamörkuðum segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málefni fjárfestingasjóðsins Gamma Novus til skoðunar, ef það er ekki þegar byrjað á því. Forsvarsmenn Gamma vinna að áætlun sem ætlað er að hámarka endurheimtur úr sjóðnum.
03.10.2019 - 19:22
Erfði íbúð en fær afslátt af stimpilgjaldi
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íbúðareigandi, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu neitaði um helmingsafslátt af stimpilgjöldum, hafi átt rétt á afslættinum.
21.06.2019 - 21:04
Bjarg reisir 33 leiguíbúðir á Akranesi
Fyrsta skóflustunga var tekin á Akranesi í morgun að rúmlega 30 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag, sem ASÍ og BSRB stofnuðu, ætlar að byggja þar. Í tilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði afhentar til leigenda í byrjun júní á næsta ári.
04.10.2018 - 11:37
Viðtal
Sveitarfélög þurfi að bregðast við leiguverði
Neyðarástand ríkir á leigumarkaði, að sögn Margrétar Kristínar Blöndal, nýkjörins formanns Leigjendasamtakanna. Hún var gestur í Silfrinu í morgun og kallaði þar eftir því að sveitarfélög grípi til aðgerða til aðstoðar þeim sem hafa varla efni á húsnæði. Margrét hefur sjálf verið á leigumarkaði meira og minna frá sautján ára aldri. Hún telur ástandið á leigumarkaði hafa versnað undanfarin ár.
30.09.2018 - 13:47
Hvernig eignast maður íbúð?
Það er líklegast draumur flestra að eignast á endanum íbúð, eða bara húsnæði yfir höfuð. Það eru hins vegar ekki allir sem að gera sér grein fyrir því ferli sem að fylgir því og fæstir vita við hverju þeir eiga að búast.
29.05.2018 - 14:44
Airbnb ýtir undir verðhækkun húsnæðis
Aukin umsvif Airbnb hér á landi hafa ýtt undir verðhækkun íbúðarhúsnæðis á undanförnum árum. Í nýrri rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands um áhrif Airbnbn á íslenskan húsnæðismarkað kemur fram að rekja megi 2% af árlegri verðhækkun íbúðarhúsnæðis á síðustu þremur árum beint til Airbnb. Það svarar til um 15% af þeirri hækkun sem orðið hefur á íbúðaverði á þeim tíma.
27.02.2018 - 12:11
Helgarviðtal
Vill varðveita „íslensku eldhúsinnréttinguna“
Furðusafn fasteignaljósmynda eftir íslensku textíllistakonuna Nínu Harra hefur farið eins og eldur í sinu um netheima á síðustu dögum. Það er einstakt úrtak sérvalinna íslenskra fasteignaljósmynda sem mynda áhugaverða heild. Nína segir safnið innblásið af náttúruverndarsjónarmiðum
09.02.2018 - 15:59
  •