Færslur: Fasteignaviðskipti

Myndskeið
Íbúðir rjúka út í fyrstu blokkinni í 15 ár
Fyrsta fjölbýlishúsið í fimmtán ár rís nú á Ísafirði. Á tíu dögum seldust fjórar af þrettán íbúðum hússins og bæjarstjórinn vonast til að eftirspurnin reynist öðrum hvatning til að ráðast í húsbygginar. 
Viðtal
Fasteignaverð á Akureyri 75% af verði í RVK
Fasteignaverð á Akureyri er nú um 75 prósent af því sem það er á höfuðborgarsvæðinu, um 70 prósent á Akranesi og Í Reykjanesbæ og um 65 prósent í Árborg, samkvæmt mati hagfræðideildar Landsbankans.
11.07.2019 - 09:10
Fasteignavelta dróst saman í júní
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu dróst saman í júní. Veltan dróst saman 9,7% frá því sem hún var í maí. Kaupsamningum fækkaði um 20,4%, úr 623 þinglýstum samningum í 496. Veltan í júní dróst einnig saman um 11,2% milli ára Kaupsamningum fækkaði um 23,8% en 651 samningi var þinglýst í mánuðinum í fyrra.
08.07.2019 - 07:22
84% íbúða seldust undir ásettu verði
Alls seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl og einungis 10% íbúða seldist yfir ásettu verði. Verð minni íbúða hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.
Hefur ekki áhyggjur af offramboði fasteigna
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki stórar áhyggjur af offramboði á fasteignamarkaði. Fasteignaverð kunni að lækka en það fari eftir því hvernig rauntekjur þróist og gengi krónunnar. Már segir að kólnun á fasteignamarkaði sé viðbúin eftir uppsveifluna. 
07.02.2019 - 07:31
Fasteignaverð hækkar enn
Verð á einbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8 prósent í september síðastliðnum og verð á fjölbýli um 0,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans sem kom út í dag.
Fasteignaverð tekur kipp
Fasteignaverð heldur áfram að hækka mikið frá því í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 18,4 prósent og verð á einbýli um 20,8 prósent, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst.
Minni fasteignaviðskipti í upphafi árs
Fasteignaviðskipti fyrstu fimm mánuði ársins voru töluvert minni en þau voru að meðaltali síðasta ár. Í Hagsjá Landsbankans, sem birt var í gær, segir að frá árinu 2009 fram til 2016 hafi verið samfelld aukning viðskipta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi viðskipta fyrstu fimm mánuði þessa árs hafi hins vegar verðið töluvert minni en meðaltal síðasta árs. Sú þróun er sögð endurspegla þann framboðsskort sem ríkt hefur á markaðnum upp á síðkastið.
15.06.2017 - 14:25
Lóðir í stórum hluta Vogabyggðar til sölu
Níu lóðir í Vogabyggð hafa verið auglýstar til sölu. Byggja má íbúðir á hátt í 60 þúsund fermetrum á lóðunum. Ekkert verð er sett á lóðirnar, heldur óskað eftir tilboðum í gegnum fasteignasala, fyrir dagslok 19. apríl. Landsbankinn áskilur sér að minnsta kosti viku til að fara yfir tilboðin.
26.03.2017 - 15:23
Mesta hækkun húsnæðisverðs í heimi
Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum jafn mikið í fyrra og á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins Knight Frank. Sérfræðingar þess meta verðhækkunina 14,7%, frá fjórða ársfjórðungi 2015 til fjórða ársfjórðungs 2016. Á sama tímabili hækkaði húsnæðisverð í Evrópu að meðaltali um 5,4%. Húsnæðisverð í heiminum öllum hækkaði að meðaltali um 6%.
21.03.2017 - 17:06
Íbúðir seldar á yfirverði án skoðunar
Verð á fasteignum í Noregi hefur hækkað mikið að undanförnu, þó sýnu mest í höfuðborginni Ósló þar sem hækkunin nemur 16% á einu ári. Dæmi eru um íbúðir þar sem fermetraverðið er hátt í tvær milljónir íslenskra. Kaupendur greiða jafnvel yfirverð án þess að skoða íbúðirnar.
05.09.2016 - 12:19
Ekki sé erfiðara að kaupa húsnæði en áður
Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að ekki sé rétt að tala um að erfiðara sé að kaupa húsnæði nú en áður á Íslandi. Gögn um þróun launa og húsnæðisverð sýni það. Þá sé hlutfall af tekjum sem fari í húsnæði hér lægra en á Norðurlöndunum. Mikil hækkun fasteignaverðs sé að hluta til leiðrétting eftir lækkun sem átti sér stað eftir hrunið.
Aukin fasteignaviðskipti á Suðurlandi
Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga fasteigna á Suðurlandi nær þrefaldaðist í janúar. Heildarupphæð 36 kaupsamninga í fyrra var tæplega 460 milljónir, en heildarupphæð 55 kaupsamninga í ár er rúmlega 1,3 milljarðar. Þar af voru 42 kaupsamningar í Árborg, samtals fyrir tæpan milljarð. Greint er frá þessu á sunnlenska.is í dag.
  •