Færslur: Fasteignaviðskipti

Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
Mesta hækkun á fasteignamarkaði í þrjú ár
Mikil virkni hefur verið á fasteignamarkaði í sumar. Mesta hækkun íbúðaverðs í þrjú ár mældist á höfuðborgarsvæðinu og hrein útlán viðskiptabankanna hafa stóraukist á undanförnum mánuðum.
Bankarnir aldrei lánað meira fyrir íbúðarkaupum
Hrein ný útlán íslensku viðskiptabankanna vegna íbúðarkaupa hafa aldrei verið meiri í einum mánuði, eins og þau voru í maí síðastliðnum. Þá námu ný útlán bankanna 22,3 milljörðum króna.
Myndskeið
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
Íbúðaverð hækkar, mikið framboð og mikil óvissa
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% á milli mánaða í febrúar. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir ennfremur að vísbendingar séu um að framboð nýrra íbúða sé meira nú en nokkru sinni fyrr. Mikil óvissa sé þó á íbúðamarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.
Myndskeið
Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á
Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir.
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
1130 skráð sig á lista eftir íbúð í Gufunesi
Meira en ellefu hundruð hafa skráð sig á lista eftir íbúð í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi. Engar íbúðir eru þó enn komnar í sölu. Dregið verður á milli kaupenda ef fleiri en einn sækjast eftir sömu íbúð.
08.12.2019 - 17:58
FEB fær viku til þess að skila greinargerð
Lögmenn kaupenda íbúða við Árskóga í Breiðholti lögðu fram aðfararbeiðnir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari veitti Félagi eldri borgara viku frest til þess að gera grein fyrir vörnum sínum.
Kaupendur krefjast lykla fyrir dómstólum
Kaupendur tveggja íbúða í nýjum fjölbýlishúsum Félags eldri borgara við Árskóga sendu í dag aðfararbeiðni til dómara. Þess er krafist að þau fái íbúðirnar afhentar. Lögmenn þeirra staðfesta þetta. Kaupsamningur sé skýr og félaginu beri skylda til þess að afhenda íbúðirnar.
Myndskeið
Íbúðir rjúka út í fyrstu blokkinni í 15 ár
Fyrsta fjölbýlishúsið í fimmtán ár rís nú á Ísafirði. Á tíu dögum seldust fjórar af þrettán íbúðum hússins og bæjarstjórinn vonast til að eftirspurnin reynist öðrum hvatning til að ráðast í húsbygginar. 
Viðtal
Fasteignaverð á Akureyri 75% af verði í RVK
Fasteignaverð á Akureyri er nú um 75 prósent af því sem það er á höfuðborgarsvæðinu, um 70 prósent á Akranesi og Í Reykjanesbæ og um 65 prósent í Árborg, samkvæmt mati hagfræðideildar Landsbankans.
11.07.2019 - 09:10
Fasteignavelta dróst saman í júní
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu dróst saman í júní. Veltan dróst saman 9,7% frá því sem hún var í maí. Kaupsamningum fækkaði um 20,4%, úr 623 þinglýstum samningum í 496. Veltan í júní dróst einnig saman um 11,2% milli ára Kaupsamningum fækkaði um 23,8% en 651 samningi var þinglýst í mánuðinum í fyrra.
08.07.2019 - 07:22
84% íbúða seldust undir ásettu verði
Alls seldust 84 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í apríl og einungis 10% íbúða seldist yfir ásettu verði. Verð minni íbúða hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum.
Hefur ekki áhyggjur af offramboði fasteigna
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki stórar áhyggjur af offramboði á fasteignamarkaði. Fasteignaverð kunni að lækka en það fari eftir því hvernig rauntekjur þróist og gengi krónunnar. Már segir að kólnun á fasteignamarkaði sé viðbúin eftir uppsveifluna. 
07.02.2019 - 07:31
Fasteignaverð hækkar enn
Verð á einbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8 prósent í september síðastliðnum og verð á fjölbýli um 0,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans sem kom út í dag.
Fasteignaverð tekur kipp
Fasteignaverð heldur áfram að hækka mikið frá því í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 18,4 prósent og verð á einbýli um 20,8 prósent, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst.
Minni fasteignaviðskipti í upphafi árs
Fasteignaviðskipti fyrstu fimm mánuði ársins voru töluvert minni en þau voru að meðaltali síðasta ár. Í Hagsjá Landsbankans, sem birt var í gær, segir að frá árinu 2009 fram til 2016 hafi verið samfelld aukning viðskipta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi viðskipta fyrstu fimm mánuði þessa árs hafi hins vegar verðið töluvert minni en meðaltal síðasta árs. Sú þróun er sögð endurspegla þann framboðsskort sem ríkt hefur á markaðnum upp á síðkastið.
15.06.2017 - 14:25
Lóðir í stórum hluta Vogabyggðar til sölu
Níu lóðir í Vogabyggð hafa verið auglýstar til sölu. Byggja má íbúðir á hátt í 60 þúsund fermetrum á lóðunum. Ekkert verð er sett á lóðirnar, heldur óskað eftir tilboðum í gegnum fasteignasala, fyrir dagslok 19. apríl. Landsbankinn áskilur sér að minnsta kosti viku til að fara yfir tilboðin.
26.03.2017 - 15:23
Mesta hækkun húsnæðisverðs í heimi
Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum jafn mikið í fyrra og á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins Knight Frank. Sérfræðingar þess meta verðhækkunina 14,7%, frá fjórða ársfjórðungi 2015 til fjórða ársfjórðungs 2016. Á sama tímabili hækkaði húsnæðisverð í Evrópu að meðaltali um 5,4%. Húsnæðisverð í heiminum öllum hækkaði að meðaltali um 6%.
21.03.2017 - 17:06
Íbúðir seldar á yfirverði án skoðunar
Verð á fasteignum í Noregi hefur hækkað mikið að undanförnu, þó sýnu mest í höfuðborginni Ósló þar sem hækkunin nemur 16% á einu ári. Dæmi eru um íbúðir þar sem fermetraverðið er hátt í tvær milljónir íslenskra. Kaupendur greiða jafnvel yfirverð án þess að skoða íbúðirnar.
05.09.2016 - 12:19
Ekki sé erfiðara að kaupa húsnæði en áður
Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að ekki sé rétt að tala um að erfiðara sé að kaupa húsnæði nú en áður á Íslandi. Gögn um þróun launa og húsnæðisverð sýni það. Þá sé hlutfall af tekjum sem fari í húsnæði hér lægra en á Norðurlöndunum. Mikil hækkun fasteignaverðs sé að hluta til leiðrétting eftir lækkun sem átti sér stað eftir hrunið.
Aukin fasteignaviðskipti á Suðurlandi
Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga fasteigna á Suðurlandi nær þrefaldaðist í janúar. Heildarupphæð 36 kaupsamninga í fyrra var tæplega 460 milljónir, en heildarupphæð 55 kaupsamninga í ár er rúmlega 1,3 milljarðar. Þar af voru 42 kaupsamningar í Árborg, samtals fyrir tæpan milljarð. Greint er frá þessu á sunnlenska.is í dag.