Færslur: Fasteignaviðskipti
Áframhaldandi spennu spáð á fasteignamarkaði
Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu ellefu til tólf prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Eins gæti það orðið raunin vaxi ferðaþjónusta kröftuglega að nýju. Þetta er meðal þess sem fullyrt er í nýrri skýrslu Jakobson Capital um fasteignamarkaðinn á Íslandi.
28.01.2022 - 06:54
Sögulega lítið af húsnæði til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi einbýlishúsa og fjölbýlishúsaíbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu lágmarki. Fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu sem er rúmlega 20% minna en var um það bil mánuði fyrr. Hlutfall óverðtryggðra lána við íbúðarkaup fer vaxandi.
17.01.2022 - 06:00
Veðsetningarhlutfall fasteignalána lækki í 80%
Við núverandi aðstæður er rétt að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda úr 85% í 80%. Hámarkshlutfall fyrir fyrstu kaupendur verður hins vegar óbreytt í 90%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
30.06.2021 - 08:57
Katrín: Líðandi kjörtímabil lærdómsríkt og óvenjulegt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í formannsávarpi sínu á rafrænum landsfundi Vinstri grænna sem hófst sídegis að kjörtímabilið hafi verið óvenjulegt og lærdómsríkt. Það sé ekki síst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
07.05.2021 - 18:34
Heimilin hafa staðið af sér faraldurinn
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi náð sögulegum hæðum í faraldrinum er staða íslenskra heimila mun betri en búist var við. Einstaklingum á vanskilaskrá fækkar og fasteignamarkaðurinn er í fullum blóma.
14.04.2021 - 18:54
Segir heiðarlega fasteignasala gæta hagsmuna beggja
Mikill gangur hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið, talað um seljendamarkað og að kaupendur hafi ekki tóm til að skoða eignir nægilega vel. Formaður Neytendasamtakanna hefur bent á að hér sé ekki gætt nægilega vel að hagsmunum kaupenda. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að vissulega hafi verið mikil spenna og áhugi á markaðnum frá því um mitt ár í fyrra.
13.04.2021 - 10:34
Velta á fasteignamarkaði tvöfaldast
Hátt í þúsund samningum vegna fasteignakaupa var þinglýst í síðasta mánuði og heildarveltan nam tæpum 70 milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár.
14.02.2021 - 15:44
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
11.02.2021 - 09:36
Ekki fleiri kaupsamningar síðan frá árinu 2007
Þinglýstir kaupsamningar vegna íbúðakaupa árið 2020 voru 14% fleiri en árið 2019, 12.072 talsins. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna fleiri kaupsaminga á einu ári, þegar þeir voru 12.650. Velta á fasteignamarkaði var þó 6% meiri á árinu 2020 en 2007 og því er nýliðið ár metár í veltu.
10.02.2021 - 08:07
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
02.01.2021 - 05:46
Fasteignamarkaður líflegur á árinu
Sögulega lágir vextir, góðir lánamöguleikar og sterkur kaupmáttur skýrir lífleg fasteignaviðskipti að undanförnu. Ástandið mun þó aðeins tekist að róast og færri íbúðir skráðar til sölu enda mikið selst á árinu.
21.12.2020 - 05:21
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.
16.12.2020 - 15:03
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í hæstu hæðum
Fjöldi kaupsamninga vegna fasteignakaupa hefur aldrei verið meiri en í september og var fjöldinni í október og nóvember sömuleiðis mjög mikill. Enn er mikið líf á fasteignamarkaði þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn og dýrar eignir seljast á yfirverði sem aldrei fyrr.
15.12.2020 - 08:04
„Meira svigrúm hjá mörgum til þess að fara í stór kaup“
Efnahagskreppan hefur enn sem komið er lítil sem engin áhrif haft á fasteignamarkaðinn. Eignir seljast sem aldrei fyrr og verð fer stöðugt hækkandi. Formaður Félags fasteignasala segir að það sé mjög mikið að gera.
06.12.2020 - 18:49
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
01.10.2020 - 11:45
Mesta hækkun á fasteignamarkaði í þrjú ár
Mikil virkni hefur verið á fasteignamarkaði í sumar. Mesta hækkun íbúðaverðs í þrjú ár mældist á höfuðborgarsvæðinu og hrein útlán viðskiptabankanna hafa stóraukist á undanförnum mánuðum.
21.08.2020 - 14:16
Bankarnir aldrei lánað meira fyrir íbúðarkaupum
Hrein ný útlán íslensku viðskiptabankanna vegna íbúðarkaupa hafa aldrei verið meiri í einum mánuði, eins og þau voru í maí síðastliðnum. Þá námu ný útlán bankanna 22,3 milljörðum króna.
09.07.2020 - 08:51
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
08.07.2020 - 18:53
Íbúðaverð hækkar, mikið framboð og mikil óvissa
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,5% á milli mánaða í febrúar. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir ennfremur að vísbendingar séu um að framboð nýrra íbúða sé meira nú en nokkru sinni fyrr. Mikil óvissa sé þó á íbúðamarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.
18.03.2020 - 10:56
Húsnæði sem fólk vill ekki eða hefur ekki efni á
Þrátt fyrir viðvörunarorð var farið í að byggja íbúðir sem kaupendur hvorki vilja né hafa ráð á að kaupa, segir hagfræðingur. Afleiðingin er sú að það getur tekið marga mánuði að selja nýjar íbúðir.
18.02.2020 - 22:21
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
18.02.2020 - 12:05
1130 skráð sig á lista eftir íbúð í Gufunesi
Meira en ellefu hundruð hafa skráð sig á lista eftir íbúð í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi. Engar íbúðir eru þó enn komnar í sölu. Dregið verður á milli kaupenda ef fleiri en einn sækjast eftir sömu íbúð.
08.12.2019 - 17:58
FEB fær viku til þess að skila greinargerð
Lögmenn kaupenda íbúða við Árskóga í Breiðholti lögðu fram aðfararbeiðnir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari veitti Félagi eldri borgara viku frest til þess að gera grein fyrir vörnum sínum.
13.08.2019 - 11:01
Kaupendur krefjast lykla fyrir dómstólum
Kaupendur tveggja íbúða í nýjum fjölbýlishúsum Félags eldri borgara við Árskóga sendu í dag aðfararbeiðni til dómara. Þess er krafist að þau fái íbúðirnar afhentar. Lögmenn þeirra staðfesta þetta. Kaupsamningur sé skýr og félaginu beri skylda til þess að afhenda íbúðirnar.
09.08.2019 - 16:11
Íbúðir rjúka út í fyrstu blokkinni í 15 ár
Fyrsta fjölbýlishúsið í fimmtán ár rís nú á Ísafirði. Á tíu dögum seldust fjórar af þrettán íbúðum hússins og bæjarstjórinn vonast til að eftirspurnin reynist öðrum hvatning til að ráðast í húsbygginar.
15.07.2019 - 11:34