Færslur: Fasteignasala

Sjónvarpsfrétt
Minni hækkun en raunverð íbúða aldrei hærra
Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs í júní sem lækkaði. Raunverð íbúða hefur þó aldrei verið hærra. Fasteignasali segir eftirspurn aðeins hægara sem sé vonandi merki um eðlilegri tíma.
Allt að helmingshækkun húsnæðis á Akureyri
Fasteignasali á Akureyri segir húsnæðisverð í bænum hafa hækkað um þrjátíu til fimmtíu prósent á síðustu tveimur til þremur árum. Mikill skortur sé á eignum á sölu og um helmingur er seldur á yfirverði.
20.05.2022 - 11:54
Fjórir geimfarar lentu í Mexíkóflóa í nótt
Fjórir geimfarar sneru heim í nótt heilu og höldnu eftir sex mánaða dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Þeirra beið óvænt áskorun rétt fyrir heimför þgar í ljós kom bilun í úrgangskerfi geimhylkisins.
Aldrei minna fasteignaúrval á höfuðborgarsvæðinu
Mjög hefur dregið úr framboði íbúða til sölu á öllu höfuðborgarsvæðinu en nú eru um fjögur til fimmhundruð íbúðir til sölu. Formaður Félags fasteignasala segir brýnt að stytta þann tíma sem líður frá upphafi skipulags til byggingarleyfis.
Velta á fasteignamarkaði dregst saman milli mánaða
Nokkur samdráttur varð í veltu á fasteignamarkaði í júlímánuði samanborið við mánuðinn á undan. Húsnæðismarkaðurinn hér á landi hefur verið með líflegasta móti það sem af er þessu ári.
21.08.2021 - 13:18
Morgunútvarpið
Segir heiðarlega fasteignasala gæta hagsmuna beggja
Mikill gangur hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið, talað um seljendamarkað og að kaupendur hafi ekki tóm til að skoða eignir nægilega vel. Formaður Neytendasamtakanna hefur bent á að hér sé ekki gætt nægilega vel að hagsmunum kaupenda. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að vissulega hafi verið mikil spenna og áhugi á markaðnum frá því um mitt ár í fyrra.
Spegillinn
Ekki fasteignasala að skipta sér af óleyfisbúsetu
Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir meðal annars íbúðir í atvinnuhúsnæði telur að það væri skref í rétta átt. Staða fólks sem leigir atvinnuhúsnæði sé oft erfið.
Fasteignamarkaður líflegur á árinu
Sögulega lágir vextir, góðir lánamöguleikar og sterkur kaupmáttur skýrir lífleg fasteignaviðskipti að undanförnu. Ástandið mun þó aðeins tekist að róast og færri íbúðir skráðar til sölu enda mikið selst á árinu.
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í hæstu hæðum
Fjöldi kaupsamninga vegna fasteignakaupa hefur aldrei verið meiri en í september og var fjöldinni í október og nóvember sömuleiðis mjög mikill. Enn er mikið líf á fasteignamarkaði þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn og dýrar eignir seljast á yfirverði sem aldrei fyrr.
Myndskeið
„Meira svigrúm hjá mörgum til þess að fara í stór kaup“
Efnahagskreppan hefur enn sem komið er lítil sem engin áhrif haft á fasteignamarkaðinn. Eignir seljast sem aldrei fyrr og verð fer stöðugt hækkandi. Formaður Félags fasteignasala segir að það sé mjög mikið að gera.
Félag Íslendinga og Þjóðverja keypti Hjörleifshöfða
Mýrdalssandur ehf, félag í eigu Íslendinga og Þjóðverja, hefur keypt Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi. Jörðin hafði verið í sölu í á fimmta ár, eða frá því í júní 2016 að sögn Ólafs Björnssonar hjá Lögmönnum Suðurlandi sem annaðist söluna.
23.11.2020 - 15:33