Færslur: fasteignamarkaðurinn

Sjónvarpsfrétt
Eftirspurn enn meiri en framboð - nýbyggingar skortir
Eftirspurn eftir íbúðum er enn meiri en framboð og það vantar fleiri nýbyggingar, segir framkvæmdastjóri fasteignasölu sem er umsvifamikil á markaðnum. Salan þar var fimmtungi minni í júlí en á sama tíma í fyrra. Íbúðaskortur er helsta ástæðan. 
Viðtal
Kæmi ekki á óvart að fasteignaverð lækki
Vísbendingar eru um að fasteignaverð hafi lækkað í löndum í grennd við Ísland. Miðað við þá þróun kæmi ekki á óvart ef fasteignaverð gefur eftir hér á landi og lækki jafnvel um tugi prósenta, þetta segir lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann spáir þó ekki köldum vetri á fasteignamarkaði.
08.08.2022 - 09:43
Morgunvaktin
Vaxtahækkanir haldi áfram út þetta ár
Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans á von á frekari inngripum frá Seðlabanka Íslands. Vaxtahækkanir bankans haldi áfram út þetta ár hið minnsta en það taki tíma að sjá áhrif aðgerðanna.
Meðalsölutími íbúða aldrei mælst jafn stuttur
Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið jafn stuttur frá upphafi mælinga. Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl er tæpum 20 milljónum hærra en á sama tíma fyrir ári, nú í apríl var það 76,9 milljónir króna en á sama tíma fyrir ári var það 60,6 milljónir króna.
15.06.2022 - 14:01
Fasteignamat hækkar um 19,9 prósent
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023.
Sjónvarpsfrétt
Ákvæði um birtuskilyrði hornreka í regluverki bygginga
Allt er opið fyrir hræðileg skilyrði birtu og skugga á nýbyggingasvæðum, segir sérfræðingur í lýsingu, því að hvorki sé kveðið á um slíkt í skipulagi eða byggingareglugerð. Hann hefur áhyggjur af hæð húsa og þéttri byggð. Sjálfstæðismenn gagnrýndu skuggavarp þegar deiliskipulag Heklureits í Reykjavík var samþykkt í liðinni viku.
Silfrið
Gríðarleg kjarabót fylgir lágum vöxtum
Brýnt er að tryggja verðstöðugleika næstu árum. Hagkerfið virðist vera að rísa og hagvöxtur að aukast, skatttekjur hins opinbera vaxa þar með. Hagfræðingar ræddu hagkerfið og ríkisstjórnarmyndun í Silfrinu í morgun.
Velta á fasteignamarkaði dregst saman milli mánaða
Nokkur samdráttur varð í veltu á fasteignamarkaði í júlímánuði samanborið við mánuðinn á undan. Húsnæðismarkaðurinn hér á landi hefur verið með líflegasta móti það sem af er þessu ári.
21.08.2021 - 13:18
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í hæstu hæðum
Fjöldi kaupsamninga vegna fasteignakaupa hefur aldrei verið meiri en í september og var fjöldinni í október og nóvember sömuleiðis mjög mikill. Enn er mikið líf á fasteignamarkaði þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn og dýrar eignir seljast á yfirverði sem aldrei fyrr.
Myndskeið
„Meira svigrúm hjá mörgum til þess að fara í stór kaup“
Efnahagskreppan hefur enn sem komið er lítil sem engin áhrif haft á fasteignamarkaðinn. Eignir seljast sem aldrei fyrr og verð fer stöðugt hækkandi. Formaður Félags fasteignasala segir að það sé mjög mikið að gera.
Myndskeið
Hlutdeildarlán - fáar íbúðir virðast í boði
Hámarksverð nýrra íbúða í reglugerðardrögum um hlutdeildarlán er svo lágt að erfitt er að finna fasteignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrðin. Tekjulágir geta sótt um hagstæð hlutdeildarlán um mánaðamótin. Þau eru hluti af lífskjarasamningunum. 
Aldrei hærra hlutfall þeirra sem kaupa fyrstu eign
Aldrei hefur hlutfall kaupenda fyrstu íbúðar verið jafnhátt og nú, samkvæmt nýjum tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Fjórði hver sem býr í foreldrahúsum segist vera að íhuga að kaupa sér íbúð á næstu sex mánuðum.