Færslur: Fasteignalán

Upphæð óverðtryggðra lána þrefaldaðist í faraldrinum
Mikil breyting varð á samsetningu íbúðalána í heimsfaraldrinum. Upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum þrefaldaðist á tímabilinu, úr 370 milljörðum í 1.090 milljarða króna. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
30.06.2022 - 10:02
„Þessi fídus getur verið hættulegur“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að verðtryggð lán, eins og þau eru sett upp hér á landi, geti skapað forsendur fyrir áhættusækni. Lánastofnanir þurfi að taka tillit til þess þegar fólki sé ráðlagt um lántöku.
„Vandræðin eru fyrst og fremst skortur á framboði”
Seðlabankinn hefur lækkað veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr níutíu prósentum í áttatíu og fimm prósent. Tilgangurinn er að bregðast við hækkandi fasteignaverði og mikilli skuldsetningu ungmenna. 
15.06.2022 - 12:10
Vill draga úr verðtryggðum lánveitingum
Seðlabankastjóri segir koma til greina að endurskoða reglur sem lúta að lánveitingu lífeyrissjóðanna. Nú sé nýtt lánakerfi komið á í landinu.
29.03.2022 - 16:07
Spegillinn
Skýla þarf fólki fyrir vaxta- og verðsveiflum
Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Verkalýðshreyfingin geri kröfur á ríkið í húsnæðismálum - hver sem staða samninga sé. 
Spegillinn
Fasteignamarkaður á flugi en þó ekki bóla
Fasteignamarkaðurin hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarin misseri og verðhækkanir fyrst og fremst knúnar af eftirspurn eftir sérbýli. Það er nokkuð sem fór að bera á eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á segir Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hún telur að dragi úr hækkunum á næstunni þó að hún búist ekki við verðfalli.
Sjónvarpsfrétt
Ekki lengur hægt að veðsetja upp í rjáfur
Möguleikar á að taka há íbúðarlán minnka því Seðlabankinn hefur lækkað veðsetningarhlutfall fasteignalána. Ástæðan er aukin skuldsetning heimila. Þeir geta nú aðeins fengið fasteignalán sem nemur 80 prósentum af kaupverði íbúðarinnar en ekki 85 prósentum, samkvæmt ákvörðun Fjármálastöðugleikanefndar. Þau sem kaupa fyrstu sína íbúð geta þó áfram veðsett íbúðina sem nemur 90 prósentum af fasteignamati. 
Gæti orðið högg fyrir mörg heimili
Hætt er við því að þeir sem tóku óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum fái högg þegar vextir taka að hækka á ný segir hagfræðingur. Afborganir gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði.
Myndskeið
22 milljarðar í fasteignir á tveimur árum
Íslendingar hafa flutt nærri 22 milljarða króna úr séreignasparnaði sínum yfir í fasteignir undanfarin tvö ár. Heimildir til að taka út séreignasparnað verða framlengdar á næstu mánuðum, segir fjármálaráðherra.
Ekki fleiri kaupsamningar síðan frá árinu 2007
Þinglýstir kaupsamningar vegna íbúðakaupa árið 2020 voru 14% fleiri en árið 2019, 12.072 talsins. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna fleiri kaupsaminga á einu ári, þegar þeir voru 12.650. Velta á fasteignamarkaði var þó 6% meiri á árinu 2020 en 2007 og því er nýliðið ár metár í veltu.
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.