Færslur: Fasteignagjöld

Sjónvarpsfrétt
„Græða“ 7,6 milljarða því fasteignamat hækkaði
Sveitarfélögin ættu að tilkynna strax hve mikið þau ætla að lækka álagningu sína núna eftir að stórhækkað fasteignamat hefur verið birt segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið hefur birt reiknivél sem sýnir hversu mikið svitarfélögin þyrftu að lækka álagningarprósentuna. Að óbreyttu fengju sveitarfélögin sjö þúsund og sex hundruð milljónir króna umfram það sem þau hefðu ella fengið frá fasteignaeigendum.   
Segir núverandi fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. 
02.06.2022 - 11:08
Sjónvarpsfrétt
Tugþúsunda hækkun á fasteignasköttum
Fasteignaskattar á meðalíbúð hækka, að óbreyttu, víðast hvar um tugi þúsunda á ári vegna hækkunar á fasteignamati. Í Hveragerði verður meðalhækkunin nærri 70 þúsund krónur. Prófessor í hagrannsóknum segir fyrirkomulagið galið og vill horfa til Svíþjóðar.
01.06.2022 - 20:26
Þurfi að endurskoða fasteignagjöldin
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að engin sveitarstjórn leggi í það að setja fulla álagningarprósentu á fasteignagjöld. Fólk verði að hafa efni á að greiða þau. Fasteignagjöldin þurfi að endurskoða og með hvaða hætti þessi tekjustofn sé. Borgarstjóri segir að ákvörðun um álögur verði tekin í haust. 
01.06.2022 - 12:40
Úrskurðarnefnd snuprar Dalabyggð
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi gjaldtöku Dalabyggðar fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa. Ástæðan er sú að Dalabyggð birti ekki gjaldskrána í Stjórnartíðindum fyrr en eftir að búið var að leggja gjaldið á. 
Lánasjóður sveitarfélaga láni fyrir fasteignagjöldum
Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu óskuðu eftir því við sveitarfélög að fasteignagjöld yrðu felld niður á tímum kórónuveirufaraldursins.Varakrafa þeirra er að gjöldunum verði dreift með skuldabréfi til langs tíma, sem yrði fjármagnað með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
10.11.2020 - 06:59
Vill að skattlagning miðist við lóðir en ekki byggingar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, leggur til að áætlað lóðarverð verði andlag fasteignaskatts,í stað fasteignamats á þeim húsum sem á þeim standa. Þetta kom fram í dag, í sérstakri umræðu á Alþingi um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að forsendur til að taka upp slíkt kerfi séu ekki fyrir hendi í dag.
28.11.2019 - 18:26
Vill láta lækka skatta vistvænna fyrirtækja
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, viðrar þá hugmynd á Twitter að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem eru með lítið eða ekkert sótspor. Með því sé hægt að hvetja fyrirtæki til þess að koma starfsemi sinni í umhverfisvænna horf. „Þetta var svona hvatvís hugmynd hjá mér sem er á byrjunarstigi í kollinum á mér.“
Fasteignamat Þjóðskrár á Hörpu staðfest
Mat Þjóðskrár Íslands um að tekjuöflunarhæfi Hörpu sé fjórfalt á við skrifstofurými og að tekjuöflunarhæfi bílastæðanna sé 40 prósent, stendur. Yfirfasteignamatsnefnd hefur úrskurðað um að rétt hafi verið að breyta matsflokkum til þess að ákvarða fasteignamat tónleika- og ráðstefnuhússins.
02.01.2019 - 20:30
Þingholtin sjö sinnum dýrari en Bolungarvík
Þingholtin í Reykjavík eru með hæsta heildarmat fasteigna á landinu, eða samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, þar sem sambærilegar fasteignir á hvorum stað eru bornar saman. Lægsta verðmatið er í Bolungarvík, annað árið í röð. Heildarmatið munar um 85 milljónum króna milli þessara staða. Þingholtin eru metin á 99 milljónir en Bolgunarvík 14,5.
Hóta borginni málsókn vegna fasteignagjalda
Tekjur Reykjavíkurborgar vegna fasteignagjalda hafa hækkað ríflega á síðastliðnum fjórum árum. Upphæðin sem gjöldin skila borginni í ár er tæplega fimm milljörðum hærri en árið 2013, fór úr 13,4 milljörðum í 18,3. Á þessu tímabili hefur verðlag hækkað um 9,8 prósent en hækkunin er langt um fram það. Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda undirbúa málsókn gegn borginni. Þeim finnst hún mjólka fyrirtækin óhóflega með því að beita fjórðungsálagi og vilja að álagningarprósentan verði lækkuð. 
09.06.2017 - 17:13