Færslur: Fáskrúðsfjörður

23 seglbátar á leið til Fáskrúðsfjarðar vegna óveðurs
Tuttugu og þrír keppendur í frönsku siglingakeppninni Vendée Artique nálgast nú suðausturströnd landsins. Keppendurnir leita vars í Fáskrúðsfirði vegna illviðris á Atlantshafi sem hefur laskað um þriðjung flotans.
Óvissa um eigur Ríkarðs Jónssonar
Sveitarfélagið Múlaþing og stjórn Ríkarðshúss hafa aðeins úr helmingi áætlaðra fjármuna að spila til að koma upp framtíðarsafni um Ríharð Jónsson myndhöggvara. Önnur dóttir hans afturkallaði loforð um að gefa fasteignir til safnsins en samkvæmt heimildum fréttastofu heldur það öllum munum eftir Ríkarð. 
21.04.2022 - 13:34
Slasaðist illa undir Hoffelli
Björgunarsveitir á Austfjörðum voru kallaðar út rétt fyrir hálf fjögur í dag eftir að vélslaðamaður slasaðist illa undir Hoffelli á Fáskrúðsfirði.
04.03.2022 - 18:00
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Skólastarf raskast vegna fjölda smita á Austurlandi
Fjórir greindust smitaðir af COVID-19 á Austurlandi í morgun, á Egilsstöðum og á Fáskrúðsfirði. Það verður lokað á Leikskólanum Tjarnalandi á Egilsstöðum á morgun, að frátaldri einni deild ,og hafa börn, foreldrar og starfsfólk öll verið hvött til þess að skrá sig í sýnatöku. Óvenju mörg smit hafa greinst í umdæminu og dreifast þau um nokkuð stórt landsvæði, er fram kemur í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi.
Stóðst ekki frönsku straumana á Fáskrúðsfirði
Margrét Arnardóttir, lífeindafræðingur og harmonikkuleikari, heldur upp á bastilludag Frakka í dag á Fáskrúðsfirði, sem margir þekkja sem Litla Frakkland. Hún hyggst leika þar franska tónlist fyrir heima- og ferðamenn á Café Sumarlínu klukkan tvö.
„Þetta átti að vera ball númer 125“
125 ára gömul hefð hefur verið rofin á Fáskrúðsfirði. Það gerðist í gær, þegar ekkert hjónaball var haldið eins og til stóð vegna sóttvarnareglna. Formaður Hjónaballsnefndar segir að bæjarbúar hafi tekið þessu með jafnaðargeði og séu strax farnir að hlakka til þess þegar ballið verður haldið að ári.