Færslur: Farsóttarhúsið

Fækkar í farsóttahúsum
Fækkað hefur þeim sem dvalið hafa í farsóttahúsum Rauða krossins á Akureyri og í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður segir að nú séu sextíu og þrír í húsunum en að jafnaði hafi þeir verið um níutíu. Miklu fleiri hafi dvalið í húsunum í seinni bylgju faraldursins en þeirri fyrri. Þá hafi samtals fimmtíu verið þar og af þeim hafi átján verið COVID-smitaðir. Í þessari bylgju hafi samtals 745 dvalið í húsunum og af þeim hafi 318 verið í einangrun með COVID-19.
04.11.2020 - 11:08
Farsóttarhusið á Akureyri í Hafnarstræti 67
Farsóttarhúsið, sem opnað var á Akureyri á dögunum, er í húsi sem áður hýsti tónleikastaðinn Dynheima. Farsóttarhúsið var opnað á ný tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Þar dvelja nú sex einstaklingar.
27.10.2020 - 16:08
Bæta við vegna fólks í einangrun
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.
12.10.2020 - 07:20