Færslur: Farsóttarhúsið

Bjó í farsóttarhúsinu fyrstu þrjá mánuði faraldursins
Eitt ár er í dag síðan farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík var opnað. Þar hafa dvalið um 1.100 gestir en í dag eru þeir aðeins fimm. Fréttastofa ræddi við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann farsóttarhúsanna í tilefni af tímamótunum. Húsið var tilbúið til notkunar 1. mars 2020 og fyrsti gesturinn kom til dvalar þann 7. mars.
Aðeins sextán dvelja í farsóttarhúsinu
Aðeins sextán dvelja nú í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Sex í sóttkví og tíu í einangrun, bæði íbúar hér á landi og ferðamenn. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, segir að svo fáir hafi ekki dvalið í húsinu síðan í sumar.
24.01.2021 - 14:13
Myndskeið
„Þetta var sársaukalaust og gleðilegt“
„Bóluefnið frá Moderna er aðeins einfaldara í notkun en bóluefni Pfizer,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 500 framlínustarfsmenn fengu í dag fyrri skammtinn af bóluefni Moderna. 
Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
Myndskeið
Fjöldatakmarkanir í 20 og skylda fólk í Farsóttarhús
Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Þær taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi.
Fólk fari varlega til að forðast einangrun um jólin
„Þeir sem fara að skemmta sér um helgina eða eru mikið á ferðinni, það er fólkið sem á í hættu að missa af jólunum, verða í sóttkví eða í einangrun,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Almannavarnir óttast að fólk gleymi sér á aðventunni og hitti of marga.
11.12.2020 - 18:33
Halda að hægt sé að panta gistingu í Farsóttarhúsi
Talsvert er um að fólk telji sig geta pantað gistingu í Farsóttarhúsi fyrir vini og ættingja sem von er á frá útlöndum og þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins segir að vonir hafi staðið til um að hægt yrði að loka húsinu fyrir jól, en svo verði líklega ekki.
Fækkar í farsóttahúsum
Fækkað hefur þeim sem dvalið hafa í farsóttahúsum Rauða krossins á Akureyri og í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður segir að nú séu sextíu og þrír í húsunum en að jafnaði hafi þeir verið um níutíu. Miklu fleiri hafi dvalið í húsunum í seinni bylgju faraldursins en þeirri fyrri. Þá hafi samtals fimmtíu verið þar og af þeim hafi átján verið COVID-smitaðir. Í þessari bylgju hafi samtals 745 dvalið í húsunum og af þeim hafi 318 verið í einangrun með COVID-19.
04.11.2020 - 11:08
Farsóttarhusið á Akureyri í Hafnarstræti 67
Farsóttarhúsið, sem opnað var á Akureyri á dögunum, er í húsi sem áður hýsti tónleikastaðinn Dynheima. Farsóttarhúsið var opnað á ný tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Þar dvelja nú sex einstaklingar.
27.10.2020 - 16:08
Bæta við vegna fólks í einangrun
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.
12.10.2020 - 07:20