Færslur: Farsóttarhúsið

105 herbergja farsóttarhús opnað fyrir helgi
Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við eigendur Reykjavík Lights Hótel um að reka þar farsóttarhús. Samið hefur við Rauða kross Íslands um að annast þjónustu við þá sem þar muna dvelja. Farsóttarhúsið verður opnað í hótelinu núna fyrir helgi.
Hafa fimm bíla fyrir minna veika covid-sjúklinga
Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, vonast til að álag við sjúkraflutninga covid-smitaðra verði ekki mikið meira. Flutningar smitaðra sem ekki þurfa umönnun, en þarf að koma í einangrun, hafa verið töluverðir í fjórðu bylgju faraldursins. Það stendur þó ekki til að breyta fyrirkomulagi covid-flutninga.
Sjónvarpsfrétt
Vilja ólm losna úr einangrun en þurfa að vera þolinmóð
Síminn stoppar ekki hjá covid-göngudeildinni vegna fólks sem vill losna úr einangrun fyrir verslunarmannahelgina. Einangrunartími smitaðra var styttur í dag, að því gefnu að fólk sé einkennalaust og bólusett. Yfirlæknir biður fólk að sýna þolinmæði.
Sjónvarpsfrétt
Þau allra-heppnustu fá svalir í einangruninni
Um 400 manns dvelja nú í farsóttarhúsum í Reykjavík, meirihluti með covid. Forstöðumaðurinn segir einkenni geta versnað mjög hratt. Sumir bjarga sér í ísskápalausum herbergjum með því að hengja plastpoka út um glugga og geyma kælivörur þar. Tugir nýrra gesta koma inn á hótelin á hverjum degi.
Um 80 í einangrun í farsóttarhúsum
Gestum farsóttarhúsa Rauða krossins heldur áfram að fjölga í takt við fjölgun smita. Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa segist gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram næstu daga segir starfsfólk sitt vera farið að lýjast.
22.07.2021 - 08:26
Aukið álag á Covid-göngudeildinni
Álagið á Covid-göngudeild Landspítalans hefur aukist mikið síðustu daga eftir að innanlandssmitum tók að fjölga á ný. Yfirmaður deildarinnar telur þó ekki ástæðu til að herða sóttvarnaraðgerðir. Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er við það að fyllast.
17.07.2021 - 19:25
Sjónvarpsfrétt
29 ferðamenn greinst frá 1. júlí — helmingur bólusettur
29 ferðamenn hafa greinst með COVID-19 hér á landi frá 1. júlí, þegar hætt var að skima bólusetta við landamærin. Um helmingur þeirra er bólusettur. Yfirlæknir COVID-göngudeildar segir þetta hafa verið viðbúið.
Bólusettir ferðamenn með COVID-19 í Farsóttarhúsi
Fimmtán ferðamenn með COVID-19 eru nú í Farsóttarhúsi. Fólkið hafði flest verið bólusett og greindist við PCR-skimun áður en það hugðist fara úr landi. Forstöðumaður Farsóttarhúsa segir óvíst hvort fólkið hafi smitast hér á landi eða komið smitað til landsins.   
1,2 milljarðar vegna sóttkvíarhótela - mest í leigu
Ríkið þarf að greiða einn komma tvo milljarða króna vegna sóttkvíarhótela. Langstærsti útgaldaliðurinn er leigan á hótelunum eða níu hundruð milljónir króna. Rúmlega þrjú hundruð manns dvelja núna á sóttkvíarhótelum. Matur fyrir hótelgesti hefur kostað 164 milljónir króna.
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið við Þórunnartún og það hefur verið tilkynnt lögreglu sem brot á sóttvarnareglum. Á þriðja hundrað gestir dvöldu þar í nótt. Nokkuð hefur verið um að fólk safnist saman á herbergjum og hefur starfsfólk þurft að ítreka reglur.
Þórólfur: Tilgangurinn er að koma í veg fyrir bylgju
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi sé tilraun til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Allt annað hafi verið reynt. Ekki komi til greina að breyta þessu fyrirkomulagi.
Myndskeið
Áhugavert hvernig dómstólarnir munu bregðast við
Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir líklegt að fólk sem er skikkað í sóttkví í sóttvarnahúsi muni leita réttar síns. Áhugavert verði að sjá hvernig dómstólar bregðist við.
Stórt verkefni að skylda alla í sóttvarnahús
Ráða þarf fjölda starfsmanna og auka við húsakost verði allir ferðamenn sem koma til landsins skyldaðir til að dvelja í sóttvarnahúsum eins og sóttvarnalæknir leggur til. Sjúkratryggingar vilja nota hótel í nágrenni Keflavíkurflugvallar sem sóttvarnahús.
Þétt setið í Farsóttarhúsinu
Af þeim 55 sem eru í einangrun með COVID-19 á Íslandi dvelur 31 í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Auk þess eru þar tíu í sóttkví. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, segir að fólkið sé misveikt og að einhverjir hafi farið þaðan inn á Landspítala.
22.03.2021 - 15:54
Bjó í farsóttarhúsinu fyrstu þrjá mánuði faraldursins
Eitt ár er í dag síðan farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík var opnað. Þar hafa dvalið um 1.100 gestir en í dag eru þeir aðeins fimm. Fréttastofa ræddi við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann farsóttarhúsanna í tilefni af tímamótunum. Húsið var tilbúið til notkunar 1. mars 2020 og fyrsti gesturinn kom til dvalar þann 7. mars.
Aðeins sextán dvelja í farsóttarhúsinu
Aðeins sextán dvelja nú í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Sex í sóttkví og tíu í einangrun, bæði íbúar hér á landi og ferðamenn. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, segir að svo fáir hafi ekki dvalið í húsinu síðan í sumar.
24.01.2021 - 14:13
Myndskeið
„Þetta var sársaukalaust og gleðilegt“
„Bóluefnið frá Moderna er aðeins einfaldara í notkun en bóluefni Pfizer,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 500 framlínustarfsmenn fengu í dag fyrri skammtinn af bóluefni Moderna. 
Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
Myndskeið
Fjöldatakmarkanir í 20 og skylda fólk í Farsóttarhús
Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Þær taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi.
Fólk fari varlega til að forðast einangrun um jólin
„Þeir sem fara að skemmta sér um helgina eða eru mikið á ferðinni, það er fólkið sem á í hættu að missa af jólunum, verða í sóttkví eða í einangrun,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Almannavarnir óttast að fólk gleymi sér á aðventunni og hitti of marga.
11.12.2020 - 18:33
Halda að hægt sé að panta gistingu í Farsóttarhúsi
Talsvert er um að fólk telji sig geta pantað gistingu í Farsóttarhúsi fyrir vini og ættingja sem von er á frá útlöndum og þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins segir að vonir hafi staðið til um að hægt yrði að loka húsinu fyrir jól, en svo verði líklega ekki.
Fækkar í farsóttahúsum
Fækkað hefur þeim sem dvalið hafa í farsóttahúsum Rauða krossins á Akureyri og í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður segir að nú séu sextíu og þrír í húsunum en að jafnaði hafi þeir verið um níutíu. Miklu fleiri hafi dvalið í húsunum í seinni bylgju faraldursins en þeirri fyrri. Þá hafi samtals fimmtíu verið þar og af þeim hafi átján verið COVID-smitaðir. Í þessari bylgju hafi samtals 745 dvalið í húsunum og af þeim hafi 318 verið í einangrun með COVID-19.
04.11.2020 - 11:08
Farsóttarhusið á Akureyri í Hafnarstræti 67
Farsóttarhúsið, sem opnað var á Akureyri á dögunum, er í húsi sem áður hýsti tónleikastaðinn Dynheima. Farsóttarhúsið var opnað á ný tæpum mánuði eftir að því var lokað vegna lítillar nýtingar. Þar dvelja nú sex einstaklingar.
27.10.2020 - 16:08
Bæta við vegna fólks í einangrun
Ein hæð til viðbótar verður tekin í notkun í farsóttarhúsinu í Hótel Rauðará við Rauðarárstíg fyrir fólk í einangrun. Hingað til hefur húsið eingöngu verið notað fyrir fólk í sóttkví og fólk í einangrun hefur verið á Hótel Lind, sem nú er að fyllast.
12.10.2020 - 07:20