Færslur: Farbann

„Öll áhersla á að ljúka rannsókninni“
„Við leggjum alla áherslu á að ljúka rannsókn slyssins áður en farbann erlenda ökumannsins rennur út“, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Ökumaðurinn er undir sterkum grun um að hafa valdið mannsbana af gáleysi í árekstri tveggja bíla í Öræfum á öðrum degi jóla. Japanskur ökumaður hins bílsins lést og kona hans og tvö börn slösuðust.
18.01.2016 - 14:56