Færslur: fangelsi

Fluttur úr landi eftir barsmíðar í fangelsi
Ungur hælisleitandi sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrir réttum mánuði, hefur verið fluttur úr landi. Vinir hans og velunnarar hér á landi vissu ekki af flutningnum.
21.02.2018 - 17:40
Margir vilja veita föngum lið
Meira en 600 manns hafa gengið til liðs við Facebook-síðu fyrir þá sem vilja hjálpa föngum með gjöfum og annarri aðstoð. Síðan var stofnuð vegna áhyggja af því að fangar á Hólmsheiði hefðu lítið við að vera. Fangelsismálastjóri segir að það sé alltaf ömurleg reynsla að sitja í fangelsi.
15.02.2017 - 22:45
 · fangelsi
Morðalda í brasilískum fangelsum
130 hafa verið myrtir í óeirðum sem ítrekað hafa komið upp í brasilískum fangelsum fyrstu vikur þessa árs. Morðaldan tengist stríði glæpagengja innan sem utan fangelsinsmúranna. Stefna stjórnvalda í fíkniefnamálum og vanræksla á öryggi fanga, er sögð styrkja stöðu glæpasamtaka í landinu.
27.01.2017 - 18:34
Núðlur í stað tóbaks sem gjaldmiðill
Svo virðist sem tóbak sé á undanhaldi sem gjaldmiðill í bandarískum fangelsum, og víki fyrir núðlum. Nýleg rannsókn í Bandaríkjunum bendir til þess að minni skammtar og gæði á þeim mat sem föngum er boðið uppá, valdi þessari breytingu.
23.08.2016 - 14:03
Sér fyrir endann á töfum við nýtt fangelsi
Tafist hefur að taka nýja fangelsið á Hólmsheiði í notkun, þó byggingin hafi verið afhent Fangelsismálastofnun 10. júní síðastliðinn. Helst hefur uppsetning öryggiskerfis valdið töfum.
18.08.2016 - 13:37
  •