Færslur: falsfréttir

Varnarmálaráðherra fékk hjartaáfall eftir ávítur Pútíns
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er sagður hafa fengið hjartaáfall. Þetta kemur fram í máli ráðgjafa innanríkisráðherra Úkraínu í dag. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem banna dreifingu falsfrétta.
Rússar skerða aðgang að fréttaveitu Google
Eftirlitsstofnun fjölmiðla í Rússlandi hefur takmarkað aðgang landsmanna að fréttaveitu Google og saka fyrirtækið um að miðla falsfréttum um innrásina í Úkraínu.
24.03.2022 - 03:22
Facebook fjarlægði falsfréttir rússneskra sendiráða
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Facebook létu í gær fjarlægja færslu af Facebooksíðum nokkurra rússneskra sendiráða, þar á meðal hér á landi, þar sem þær fóru í bága við reglur miðilsins um upplýsingaóreiðu og dreifingu falsfrétta.
Falsfrétt
Falsfrétt: Sviðsett líkpokafrétt í Úkraínu
Myndskeið af fréttamanni sem sagður er vera í Úkraínu hefur farið víða. Þar stendur hann fyrir framan líkpoka þegar maður læðist allt í einu upp úr einum pokanna. Ásakanir um sviðsetningu voru fljótar að koma, en ekki er allt sem sýnist.
09.03.2022 - 13:20
Falsfrétt
Falsfrétt: Steven Seagal berst fyrir Rússa í Úkraínu
Skjámynd sem átti að sýna Twitter-færslu frá CNN gekk víða um netheima á dögunum. Samkvæmt henni átti hinn frægi hasarmyndaleikari Steven Seagal að vera genginn í rússneska herinn og hefði sést í fullum herklæðum nærri Kænugarði.
08.03.2022 - 13:20
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“
Lokað á yfir milljón fölsk myndbönd
Myndbandavefurinn YouTube hefur fjarlægt yfir milljón myndbönd með fölskum upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn af síðu sinni frá því hann hófst. Frá þessu greinir talsmaður vefsins í svari við fyrirspurn dönsku fréttaveitunnar Ritzau.
26.08.2021 - 04:23
Sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir
Hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um upplýsingar á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi. Átta af hverjum tíu Íslendinga sögðust hafa efast um upplýsingar og sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir með einhverjum hætti.
Fljúgandi diskur á Mýrdalssandi og ódýrar þyrluferðir
Til að láta einhvern hlaupa apríl þarf að ginna viðkomandi í erindisleysu, helst yfir þrjá þröskulda. Ærsli og gaman tengjast 1. apríl allt frá miðöldum í Evrópu. Þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár 25. mars á vorjafndægri. Slíkar hátíðir stóðu í átta daga þannig að 1. apríl var síðasti dagur nýárshátíðarinnar. 
01.04.2021 - 14:30
Sniðganga Facebook vegna hatursorðræðu
Bandaríska símafyrirtækið Verizon hefur bæst í sístækkandi hóp fyrirtækja sem hyggjast hætta viðskiptum við Facebook. Ástæðan er sögð vera úrræðaleysi samfélagsmiðilsins við að stöðva þau sem ástunda hatursorðræðu og hvetja til ofbeldis.
Fleiri „meme“ fyrir þessar forsetakosningar en áður
Talsvert meira er af myndskilaboðum, sem kölluð eru „meme“ á ensku, á samfélagsmiðlum vegna forsetakosninganna um helgina en áður hefur verið fyrir slíkar kosningar hér á landi. Slík myndskilaboð voru mikið notuð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þegar Trump var kjörinn, segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
23.06.2020 - 12:29
Fólk felmtri slegið vegna falsfrétta
Margskonar tíðindi, tengd kórónuveirufaraldrinum, sem eiga sér litla sem enga stoð í veruleikanum hafa valdið uppnámi og skelfingu víða í Asíu.
29.05.2020 - 03:40
Síðdegisútvarpið
Kenna fólki að koma auga á falsfréttir
Falsfréttir er hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu. Það vísar til frétta sem geyma misvísandi eða hreinlega rangar upplýsingar. Stoppa, hugsa, athuga, er nýtt átak Fjölmiðlanefndar sem er ætlað að fræða almenning um leiðir til þess að greina falsfréttir frá öðrum.
28.05.2020 - 14:01
Engin tengsl milli 5G og COVID-19
Ekkert er til í þeim staðhæfingum að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19. Þetta kemur fram í svari Jónínu Guðjónsdóttur, lektor í geislafræði, á vef Vísindavefs Háskóla Íslands. „Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því,“ segir í svarinu.
18.04.2020 - 15:36
Myndskeið
Dreifing falsfrétta hefur aukist í faraldrinum
Dreifing falsfrétta í Evrópu hefur aukist mikið í faraldrinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að vefsíðum sem dreifa fölsuðum fréttum hafi fjölgað um 45%. Flestar þeirra eru í Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir brýnt að vera á varðbergi gagnvart falsfréttum hér á landi.
08.04.2020 - 20:01
Myndskeið
Vara við falsfréttum í kosningabaráttunni
Baráttan við falsfréttir er nokkuð áberandi í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í Bretlandi þann tólfta desember næstkomandi. Brexit verður þó aðal kosningamálið, segir sendiherra Bretlands hér á landi.
15.11.2019 - 19:21
Facebook með áætlun gegn upplýsingafölsun
Facebook birti í gær áætlun sína um hvernig fyritækið ætlar að taka á erlendum áhrifum og upplýsingafölsun á samfélagsmiðlinum fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Meðal leiðanna er að efla öryggi síðna sem kjörnir fulltrúar stjórna, krefjast upplýsinga um eigendur stjórnmálasíðna og öflugri leiðir til að sannreyna staðreyndir.
Hnotskurn: Nafnlaus áróður og falsfréttir
Síðan 2013 hafa nafnlausar síður á Facebook reynt að hafa áhrif á kosningar hér á landi með einum eða öðrum hætti. Virkni þeirra og skipulag jókst þó mjög fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Fjallað var um þetta í Hnotskurn þætti vikunnar:
23.10.2019 - 12:24
Fjölmiðlalæsi og gagnrýnin hugsun mikilvæg
Elva Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir að samstarf þurfi við samfélagsmiðla og leitarvélar til að vinna gegn falsfréttum. „Svo er líka gríðarlega mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir því hvað er í gangi og þess vegna skiptir miðlalæsi og gagnrýnin hugsun máli.“
16.09.2019 - 12:46
Ekki séð falsfrétt sem þessa áður á íslensku
Falsfrétt á íslensku um þjóðþekkta Íslendinga sem sagðir eru hafa grætt milljarða á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin er komin í umferð á samfélagsmiðlum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, kveðst ekki hafa séð slíka frétt áður á íslensku. Fréttin sé þó mjög áþekk fréttum á ensku sem hafa verið í dreifingu á undanförnum mánuðum.
26.09.2018 - 11:48
Vafasamar fréttir áberandi í Svíþjóð
Þriðjungur frétta sem birtar voru í aðdraganda kosninganna í Svíþjóð hefur verið flokkaður sem ruslfréttir þar sem ekki var getið heimilda. Þetta er á meðal þess kom fram á fundi um falsfréttir í Norræna húsinu í dag, þar sem sérstök áhersla var lögð á áróður sem rekja má til stjórnvalda í Rússlandi.
13.09.2018 - 22:12
Viðtal
„Við lifum á tímum upplýsingaóreiðu“
Falsfréttir og samsæriskenningar vaða uppi á samfélagsmiðlum og hafa mikil áhrif á vestræn samfélög. Í nágrannalöndunum eru til dæmis nettrölla-verksmiðjur.
13.09.2018 - 21:15
Ætla að sleppa aprílgabbi vegna falsfrétta
Fjölmiðlar í Noregi og Svíþjóð, þar á meðal NRK, VG og Aftenposten, ætla að sleppa hefðbundu aprílgabbi á morgun. Ritstjórar segja að umræðan um falsfréttir hafi haft áhrif á þessa ákvörðun; margir óttast að gabbfréttir muni breiðast út og verða deilt sem sannleika á samfélagsmiðlum.
31.03.2017 - 14:03