Færslur: Falsanir

Dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir
Kanadísk kona var í gær dæmd til sjö ára fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir og þykjast vera hjúkrunarfræðingur áratugum saman. Sömuleiðis brá hún sér í gervi fleiri sérfræðinga og notaði til þess fölsuð persónuskilríki.
Falsanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar
„Fölsun er í eðli sínu eitthvað sem ógnar einhverjum mörkum,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði. „Fölsunin spyr alltaf hvað er ekta. Það er oft mjög erfitt að ákveða hvar mörkin liggja.“
06.07.2020 - 12:05
Myndlist Hitlers fölsuð í massavís
Myndlistarverkum Adolfs Hitler virðist fjölga jafnt og þétt en svo margar falsanir eru í umferð með verkum sem eignuð eru honum, að ómögulegt reynist að greina hvað snýr upp eða niður þegar kemur að verkum hans. Í Víðsjá á Rás 1 var sagt frá þessum vafasama gráa markaði myndlistarheimsins, en hann hefur verið nokkuð til umfjöllunar í heimspressunni síðustu daga.
09.03.2019 - 10:00