Færslur: fálki

Fálkinn geldur fyrir rjúpnaleysi með lífi sínu
Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember, tveir þeirra á Akureyri í síðustu viku. Fuglafræðingur segir óvenjulegt að fullorðnir fálkar finnist dauðir í þéttbýli og telur líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna.
30.11.2020 - 11:02
Innlent · Náttúra · Fuglar · fálki
Einungis 15 fálkapör komu upp ungum í ár
Afkoma og frjósemi fálka er mjög lítil í ár. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni frá því að farið var að fylgjast með fálkanum fyrir fjörutíu árum. Fimmtán af 55 pörum komu upp ungum á Norðausturlandi, segir Ólafur K Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 
01.07.2020 - 13:00
Síðdegisútvarpið
„Við horfum á sjónvarpið saman“
Nýverið bættist nýr íbúi við á heimili Ágústs Halldórssonar vélstjóra í Vestmannaeyjum en sá er fálki og hefur verið nefndur Sindri. Sambýlingarnir eru orðnir mestu mátar, þeir borða saman rif og eiga notalegar stundir.
27.01.2020 - 10:54
Myndskeið
Forsetinn les fyrir fálkann Kríu
Grútarblautum og hröktum ungum fálka var bjargað úr klóm svangra hrafna á túninu á Bessastöðum á öðrum degi jóla. Fálkinn, sem hefur fengið nafnið Kría, dvelur í góðu yfirlæti og hefur fengið hreindýrshjarta og -lifur að gæða sér á. Þá les forsetinn fyrir fuglinn.
28.12.2019 - 18:26
Innlent · Náttúra · fálki · Fuglar · Fuglalíf
Fálki rífur í sig grágæs — myndskeið
„Ég hef mest gaman af því að mynda fugla og norðurljós, en það er líka gaman að mynda fallegt landslag“, segir Þórir N Kjartansson myndatökumaður í Vík í Mýrdal. Þórir tók fyrir skömmu magnaðar myndir af ungum fálka að rífa í sig grágæs. „Ungir fálkar halda sig á þessum slóðum á þessum árstíma, eftir að gæsir fóru að dvelja hér á veturna. Þeir virðast ráða vel við gæsir, þó þær séu miklu stærri“.
30.03.2016 - 17:06